Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2018 14:00 Einar K. Guðfinnsson, formaður Landsambands fiskeldisstöðva, segir niðurstöðu Hafró viðhalda þeirri óvissu sem verið hafi um frekari uppbyggingu laxeldis. Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. Þótt niðurstaða stofnunarinnar séu mikil vonbrigði muni fyrirtækin engu að síður halda til streitu umsóknum um aukið eldi sem nú séu til skoðunar hjá ýmsum stofnunum. Hafrannsóknarstofnun skilaði áhættumati vegna laxeldis í sjó fyrir um ári sem fiskeldisfyrirtækin vonuðu að stofnunin myndi endurskoða eftir samskipti við Hafró undanfarið ár. Stofnunin hefur hins vegar ákveðið að fyrra mat standi áfram sem þýðir að hún telur ekki ráðlegt að auka eldi á laxi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landsambands fiskeldisstöðva, segir þessa niðurstöðu viðhalda þeirri óvissu sem verið hafi um frekari uppbyggingu laxeldis. „Þetta hefur þegar haft þau áhrif að fyrirtæki sem voru að undirbúa fjárfestingar í ljósi framtíðar uppbyggingar hafa slegið þeim á frest. Sem mun auðvitað hafa áhrif á atvinnusköpun og þess háttar í þessum byggðum,” segir Einar. Undanfarna mánuði hafi fiskeldisfyrirtækin unnið í góðri trú á grundvelli áhættumódels Hafró og að þau töldu í samstarfi við stofnunina að hugmyndum sem drægju úr hættu á að fiskur slyppi úr kvíum. Menn hafi því vonast eftir efnislegri niðurstöðu. „Við höfðum eðlilegar væntingar um að það myndi leiða til meiri framleiðsluheimilda en þarna er einfaldlega sagt pass eins og í spilunum. Þá komast menn ekkert lengra áfram.”Þýðir þetta að það er úti um áætlanir um frekari uppbyggingu og aukningu í eldi á þessum stöðum?„Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En það er ljóst að þetta mun fresta öllum frekari ákvörðunum,” segir Einar. Hins vegar séu umsóknir um aukið eldi til meðferðar hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun og þeirri vinnu verði haldið áfram. Við vorum að vonast til þess að þarna hefðu menn fastara land undir fótum eftir að hafa farið í gegnum þetta áhættumat. Þess vegna eru þetta gífurleg vonbrigði fyrir okkur. En fyrst og fremst auðvitað hefur þetta áhrif fyrir einstök fyrirtæki og alveg sérstaklega þær byggðir sem höfðu haft réttmætar væntingar um uppbyggingu í fiskeldi,” segir Einar K. Guðfinnsson. Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. Þótt niðurstaða stofnunarinnar séu mikil vonbrigði muni fyrirtækin engu að síður halda til streitu umsóknum um aukið eldi sem nú séu til skoðunar hjá ýmsum stofnunum. Hafrannsóknarstofnun skilaði áhættumati vegna laxeldis í sjó fyrir um ári sem fiskeldisfyrirtækin vonuðu að stofnunin myndi endurskoða eftir samskipti við Hafró undanfarið ár. Stofnunin hefur hins vegar ákveðið að fyrra mat standi áfram sem þýðir að hún telur ekki ráðlegt að auka eldi á laxi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landsambands fiskeldisstöðva, segir þessa niðurstöðu viðhalda þeirri óvissu sem verið hafi um frekari uppbyggingu laxeldis. „Þetta hefur þegar haft þau áhrif að fyrirtæki sem voru að undirbúa fjárfestingar í ljósi framtíðar uppbyggingar hafa slegið þeim á frest. Sem mun auðvitað hafa áhrif á atvinnusköpun og þess háttar í þessum byggðum,” segir Einar. Undanfarna mánuði hafi fiskeldisfyrirtækin unnið í góðri trú á grundvelli áhættumódels Hafró og að þau töldu í samstarfi við stofnunina að hugmyndum sem drægju úr hættu á að fiskur slyppi úr kvíum. Menn hafi því vonast eftir efnislegri niðurstöðu. „Við höfðum eðlilegar væntingar um að það myndi leiða til meiri framleiðsluheimilda en þarna er einfaldlega sagt pass eins og í spilunum. Þá komast menn ekkert lengra áfram.”Þýðir þetta að það er úti um áætlanir um frekari uppbyggingu og aukningu í eldi á þessum stöðum?„Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En það er ljóst að þetta mun fresta öllum frekari ákvörðunum,” segir Einar. Hins vegar séu umsóknir um aukið eldi til meðferðar hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun og þeirri vinnu verði haldið áfram. Við vorum að vonast til þess að þarna hefðu menn fastara land undir fótum eftir að hafa farið í gegnum þetta áhættumat. Þess vegna eru þetta gífurleg vonbrigði fyrir okkur. En fyrst og fremst auðvitað hefur þetta áhrif fyrir einstök fyrirtæki og alveg sérstaklega þær byggðir sem höfðu haft réttmætar væntingar um uppbyggingu í fiskeldi,” segir Einar K. Guðfinnsson.
Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00
Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45