Ljós í gangaendanum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. júlí 2018 09:00 Vaxandi skilningur virðist vera meðal ráðamanna um að ekki verði unað við óbreytta stöðu á fjölmiðlamarkaði. Slíkt er löngu tímabært, enda hefur framganga Ríkisútvarpsins gegn frjálsu fjölmiðlunum fengið að viðgangast alltof lengi. Nýleg dæmi eru af auglýsingasölu Ríkisútvarpsins í tengslum við Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Ríkisútvarpið lét ekki duga að einoka nánast auglýsingamarkaðinn á meðan á keppninni stendur heldur seldi auglýsingar með þeim hætti að tengja þær viðburðum langt fram á haustið. Afleiðingarnar eru því ekki einungis þær að þrengja að tekjumöguleikum einkamiðlanna yfir blásumarið, heldur reyndi ríkisrisinn að einoka markaðsfé fyrirtækja í landinu til enn lengri tíma. Áhrifa hefur auðvitað gætt í einkageiranum, sérstaklega hjá smærri miðlum sem síður þola höggið. Forsvarsmenn bæði Hringbrautar og N4 hafa lýst þessari stöðu vel. Auðvitað er þetta ekki boðlegt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lýsir því að lögboðið hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars að stuðla að lýðræðislegri umræðu. Vitaskuld gerir Ríkisútvarpið það með fréttaflutningi sínum, og oft á tíðum mjög vel. Framganga stjórnenda RÚV á auglýsingamarkaði er hins vegar í hróplegu ósamræmi við þetta hlutverk. Þeir þurrka upp tekjur smærri miðlanna og freista þess að þagga niður í þeim. Varla stuðlar það að lýðræðislegri umræðu. Þvert á móti. Ríkisútvarpið nýtur í dag ríflega fjögurra milljarða króna forskots á einkamiðlana í formi beinharðra ríkisframlaga. Því til viðbótar aflar miðillinn svo rúmlega tveggja milljarða með auglýsingasölu. Umræðan á það til að snúast um að ef Ríkisútvarpið færi út af auglýsingamarkaði yrði að bæta því tekjumissinn. Hvers vegna? Í fyrsta lagi myndu útgjöld sparast þar sem ekki þyrfti að halda úti auglýsingasöludeild. Í öðru lagi þá benda öll sólarmerki til þess að talsvert væri hægt að hagræða í starfsemi RÚV. Í þeim efnum nægir að bera RÚV saman við stærsta einkaaðilann, Vodafone. Afköst síðarnefnda félagsins í sambærilegri starfsemi eru margföld og mun minna til kostað bæði í mannafla og öðru. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur nú boðað að tillögur til úrbóta verði kynntar með haustinu. Aðallega virðast tillögurnar eiga að snúast um endurgreiðslu á kostnaði vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja vísar þessu til stuðnings í norrænar fyrirmyndir, en stuðningur sem þessi hefur tíðkast í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Vonandi verður eitthvað úr loforðunum í þetta sinn. Einkamiðlarnir sinna nefnilega lögbundnu hlutverki RÚV ekki síður en stofnunin sjálf. Æskilegast væri hins vegar að aðgerðirnar gerðu hvort tveggja í senn: styrktu starfsemi einkamiðlanna, og tækju fyrir þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. RÚV gæti þá einbeitt sér að lögbundnu hlutverki sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxandi skilningur virðist vera meðal ráðamanna um að ekki verði unað við óbreytta stöðu á fjölmiðlamarkaði. Slíkt er löngu tímabært, enda hefur framganga Ríkisútvarpsins gegn frjálsu fjölmiðlunum fengið að viðgangast alltof lengi. Nýleg dæmi eru af auglýsingasölu Ríkisútvarpsins í tengslum við Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Ríkisútvarpið lét ekki duga að einoka nánast auglýsingamarkaðinn á meðan á keppninni stendur heldur seldi auglýsingar með þeim hætti að tengja þær viðburðum langt fram á haustið. Afleiðingarnar eru því ekki einungis þær að þrengja að tekjumöguleikum einkamiðlanna yfir blásumarið, heldur reyndi ríkisrisinn að einoka markaðsfé fyrirtækja í landinu til enn lengri tíma. Áhrifa hefur auðvitað gætt í einkageiranum, sérstaklega hjá smærri miðlum sem síður þola höggið. Forsvarsmenn bæði Hringbrautar og N4 hafa lýst þessari stöðu vel. Auðvitað er þetta ekki boðlegt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lýsir því að lögboðið hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars að stuðla að lýðræðislegri umræðu. Vitaskuld gerir Ríkisútvarpið það með fréttaflutningi sínum, og oft á tíðum mjög vel. Framganga stjórnenda RÚV á auglýsingamarkaði er hins vegar í hróplegu ósamræmi við þetta hlutverk. Þeir þurrka upp tekjur smærri miðlanna og freista þess að þagga niður í þeim. Varla stuðlar það að lýðræðislegri umræðu. Þvert á móti. Ríkisútvarpið nýtur í dag ríflega fjögurra milljarða króna forskots á einkamiðlana í formi beinharðra ríkisframlaga. Því til viðbótar aflar miðillinn svo rúmlega tveggja milljarða með auglýsingasölu. Umræðan á það til að snúast um að ef Ríkisútvarpið færi út af auglýsingamarkaði yrði að bæta því tekjumissinn. Hvers vegna? Í fyrsta lagi myndu útgjöld sparast þar sem ekki þyrfti að halda úti auglýsingasöludeild. Í öðru lagi þá benda öll sólarmerki til þess að talsvert væri hægt að hagræða í starfsemi RÚV. Í þeim efnum nægir að bera RÚV saman við stærsta einkaaðilann, Vodafone. Afköst síðarnefnda félagsins í sambærilegri starfsemi eru margföld og mun minna til kostað bæði í mannafla og öðru. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur nú boðað að tillögur til úrbóta verði kynntar með haustinu. Aðallega virðast tillögurnar eiga að snúast um endurgreiðslu á kostnaði vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja vísar þessu til stuðnings í norrænar fyrirmyndir, en stuðningur sem þessi hefur tíðkast í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Vonandi verður eitthvað úr loforðunum í þetta sinn. Einkamiðlarnir sinna nefnilega lögbundnu hlutverki RÚV ekki síður en stofnunin sjálf. Æskilegast væri hins vegar að aðgerðirnar gerðu hvort tveggja í senn: styrktu starfsemi einkamiðlanna, og tækju fyrir þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. RÚV gæti þá einbeitt sér að lögbundnu hlutverki sínu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun