Boris Johnson segir af sér Atli Ísleifsson og Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 9. júlí 2018 14:05 Boris Johnson. Vísir/AFP Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. Frá þessu er greint á vef Sky News. Afsögn Boris Johnson kemur í kjölfar afsagnar David Davis, ráðherra Brexit-mála, í gær. Tilkynnt var um afsögn Johnson um hálftíma áður en Theresa May forsætisráðherra hugðist kynna Brexit-áætlun stjórnar sinnar fyrir þinginu. Skiptar skoðanir hafa verið innan breska Íhaldsflokksins um framgöngu stjórnvalda á Brexit-ferlinu og segir Johnson stefnu stjórnarinnar „ekki [hafa verið] bestu áætlunina“. Staða May í stóli forsætisráðherra er af fréttskýrendum talin hafa veikst við afsögn Davis í gær og með afsögn Johnson þykir ljóst að þrýstingur á hana eykst enn. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu breska var Johnson þakkað fyrir sín störf og að fljótlega yrði arftaki hans í embætti utanríkisráðherra kynntur til sögunnar.Vandræðalegt og erfitt Laura Kuenssberg, fréttaskýrandi BBC, segir að brotthvarf Johnson úr ríkisstjórn sé vandræðalegt fyrir May og skilji hana eftir í mjög erfiðri stöðu. Johnson hafi verið „andlit“ Brexit-sinna í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 og að brotthvarf hans kunni að leiða til einvígis milli May og Johnson um leiðtogasætið innan Íhaldsflokksins. Fréttamaður Sky segir ljóst að með uppsögnum Davis og Johnson sé „uppreisnin“ Brexit-sinna innan Íhaldsflokksins hafin."The rebellion is underway" - @BorisJohnson has resigned as foreign secretary just hours after his fellow Conservative @DavidDavisMP #BrexitFollow live updates here: https://t.co/M6F3ifcieO pic.twitter.com/iPT1PXHygR— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, hrósar Johnson á Twitter og hvetur til þess að Bretar losi sig sem fyrst við May úr embætti forsætisráðherra til að hægt verði að koma Brexit-ferlinu aftur á „réttan kjöl“.Bravo @BorisJohnson. Now can we please get rid of the appalling @theresa_may and get Brexit back on track.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) July 9, 2018 Slæm áhrif á samningsstöðu Davis sagði í opnu afsagnarbréfi sínu að honum hafi þótt stefna stjórnarinnar of lin og hún hafi haft slæm áhrif á samningsstöðu Breta. Johnson tók við embætti utanríkisráðherra Bretlands í júlí 2016. Hann tók við embættinu af Philip Hammond. Hann var borgarstjóri Lundúna á árunum 2008 til 2016.Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. Frá þessu er greint á vef Sky News. Afsögn Boris Johnson kemur í kjölfar afsagnar David Davis, ráðherra Brexit-mála, í gær. Tilkynnt var um afsögn Johnson um hálftíma áður en Theresa May forsætisráðherra hugðist kynna Brexit-áætlun stjórnar sinnar fyrir þinginu. Skiptar skoðanir hafa verið innan breska Íhaldsflokksins um framgöngu stjórnvalda á Brexit-ferlinu og segir Johnson stefnu stjórnarinnar „ekki [hafa verið] bestu áætlunina“. Staða May í stóli forsætisráðherra er af fréttskýrendum talin hafa veikst við afsögn Davis í gær og með afsögn Johnson þykir ljóst að þrýstingur á hana eykst enn. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu breska var Johnson þakkað fyrir sín störf og að fljótlega yrði arftaki hans í embætti utanríkisráðherra kynntur til sögunnar.Vandræðalegt og erfitt Laura Kuenssberg, fréttaskýrandi BBC, segir að brotthvarf Johnson úr ríkisstjórn sé vandræðalegt fyrir May og skilji hana eftir í mjög erfiðri stöðu. Johnson hafi verið „andlit“ Brexit-sinna í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 og að brotthvarf hans kunni að leiða til einvígis milli May og Johnson um leiðtogasætið innan Íhaldsflokksins. Fréttamaður Sky segir ljóst að með uppsögnum Davis og Johnson sé „uppreisnin“ Brexit-sinna innan Íhaldsflokksins hafin."The rebellion is underway" - @BorisJohnson has resigned as foreign secretary just hours after his fellow Conservative @DavidDavisMP #BrexitFollow live updates here: https://t.co/M6F3ifcieO pic.twitter.com/iPT1PXHygR— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, hrósar Johnson á Twitter og hvetur til þess að Bretar losi sig sem fyrst við May úr embætti forsætisráðherra til að hægt verði að koma Brexit-ferlinu aftur á „réttan kjöl“.Bravo @BorisJohnson. Now can we please get rid of the appalling @theresa_may and get Brexit back on track.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) July 9, 2018 Slæm áhrif á samningsstöðu Davis sagði í opnu afsagnarbréfi sínu að honum hafi þótt stefna stjórnarinnar of lin og hún hafi haft slæm áhrif á samningsstöðu Breta. Johnson tók við embætti utanríkisráðherra Bretlands í júlí 2016. Hann tók við embættinu af Philip Hammond. Hann var borgarstjóri Lundúna á árunum 2008 til 2016.Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Brexit Tengdar fréttir Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra David Davis sagði af sér embætti í gærkvöldi. 9. júlí 2018 09:31 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02