Fótbolti

Barca borgar 40 milljónir evra fyrir brasilískan miðjumann

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arthur
Arthur vísir/getty
Spánarmeistarar Barcelona hafa gengið frá kaupum á brasilíska miðjumanninum Arthur sem kemur til liðsins frá Gremio í heimalandinu.

Félögin höfðu náð samkomulagi í mars á þessu ári en nú er endanlega búið að ganga frá skiptunum og Arthur formlega orðinn leikmaður spænska stórveldisins.

Barcelona borgar 40 milljónir evra fyrir þennan 21 árs gamla leikmann sem hefur enn ekki leikið A-landsleik fyrir þjóð sína og á aðeins eitt heilt tímabil að baki í brasilísku úrvalsdeildinni. Þar var hann þó allt í öllu; var valinn í lið ársins og lék lykilhlutverk þegar Gremio vann Copa Libertadores, sem er meistaradeild Suður-Ameríku.

Arthur er 172 sentimetra hár og þykir afar öflugur í stutta spilinu. Hann gerir sex ára samning við Barcelona en í samningnum er riftunarákvæði upp á hvorki meira né minna en 400 milljónir evra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×