Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. júní 2018 09:00 Enginn ríkisforstjóri hækkaði jafnmikið í launum og Hörður Arnarson við að færast undan kjararáði. Fréttablaðið/Ernir Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar og bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir í fyrra þegar ákvörðunarvald launakjara þeirra færðist frá kjararáði með lagabreytingum 1. júlí 2017. Stjórn Landsvirkjunar kveðst hafa verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Hækkunin kemur í ljós þegar rýnt er í nýleg svör fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á Alþingi um laun forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins. Ljóst er að launahækkun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, er umtalsvert meiri en fyrirtækið hafði áður reynt að telja fjölmiðlum trú um. Í febrúar greindu fjölmiðlar frá því að laun forstjórans hefðu hækkað um 45 prósent miðað við uppgefin árslaun í ársreikningi. Landsvirkjun sendi frá sér yfirlýsingu þar sem gerð var athugasemd við fréttir af hækkunum og bent á að miðað við meðaltal launa forstjórans hefðu þau hækkað úr 2 milljónum á mánuði árið 2016 í 2,7 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra. Eða um 32 prósent.Lilja Björk Einarsdóttir hóf störf sem bankastjóri Landsbankans í mars 2017 og í júlí hækkuðu laun hennar umtalsvert. Fréttablaðið/EyþórUpphæðin 2,7 milljónir er hins vegar meðaltal launa forstjórans yfir 12 mánaða tímabil þar sem þau hækkuðu um mitt árið úr tæplega 2,1 milljón sem kjararáð hafði ákvarðað forstjóranum í tæpar 3,3 milljónir frá og með 1. júlí þegar stjórn ríkisfyrirtækisins hækkaði launin. Fyrirspurn Þorsteins afhjúpar hvaða breytingar hafa orðið á launum ríkisforstjóranna við þá tilfærslu að stjórnir fyrirtækjanna tækju við launaákvörðunarvaldi af kjararáði. Svarið leiðir í ljós að laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 58 prósent, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56 prósent, forstjóra Isavia um 36 prósent og Íslandspósts um 25 prósent. Aðrir forstjórar hækkuðu umtalsvert minna og aðeins forstjóri Kadeco lækkaði í launum, eða um 16 prósent. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins bendir Landsvirkjun á að með launahækkun forstjórans hafi stjórnin aðeins verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Stjórnin hafi gert ráðningarsamning við Hörð árið 2009 en þegar hann var færður undir kjararáð í febrúar 2010 hafi þau lækkað verulega. Stjórnin hafi mótmælt því og lýst því yfir að hún myndi leiðrétta launakjör forstjórans í samræmi við upphaflega ráðningarsamninginn. „Til þess að efna ráðningarsamninginn og í samræmi við samþykkt fyrri stjórnar ákvað stjórn Landsvirkjunar á síðasta ári að uppfæra laun forstjóra með hliðsjón af launaþróun og tók breytingin gildi 1. júlí 2017 […] Mánaðarlaun forstjóra voru tæp 2,1 milljón króna fyrir breytinguna en um mitt ár urðu þau tæpar 3,3 milljónir eftir breytinguna.“ Þess ber að geta að fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum ríkisfyrirtækja tilmæli í ársbyrjun 2017 þar sem þær voru hvattar til að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Mýmörg dæmi eru nú um að þau tilmæli hafi verið hunsuð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar og bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir í fyrra þegar ákvörðunarvald launakjara þeirra færðist frá kjararáði með lagabreytingum 1. júlí 2017. Stjórn Landsvirkjunar kveðst hafa verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Hækkunin kemur í ljós þegar rýnt er í nýleg svör fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á Alþingi um laun forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins. Ljóst er að launahækkun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, er umtalsvert meiri en fyrirtækið hafði áður reynt að telja fjölmiðlum trú um. Í febrúar greindu fjölmiðlar frá því að laun forstjórans hefðu hækkað um 45 prósent miðað við uppgefin árslaun í ársreikningi. Landsvirkjun sendi frá sér yfirlýsingu þar sem gerð var athugasemd við fréttir af hækkunum og bent á að miðað við meðaltal launa forstjórans hefðu þau hækkað úr 2 milljónum á mánuði árið 2016 í 2,7 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra. Eða um 32 prósent.Lilja Björk Einarsdóttir hóf störf sem bankastjóri Landsbankans í mars 2017 og í júlí hækkuðu laun hennar umtalsvert. Fréttablaðið/EyþórUpphæðin 2,7 milljónir er hins vegar meðaltal launa forstjórans yfir 12 mánaða tímabil þar sem þau hækkuðu um mitt árið úr tæplega 2,1 milljón sem kjararáð hafði ákvarðað forstjóranum í tæpar 3,3 milljónir frá og með 1. júlí þegar stjórn ríkisfyrirtækisins hækkaði launin. Fyrirspurn Þorsteins afhjúpar hvaða breytingar hafa orðið á launum ríkisforstjóranna við þá tilfærslu að stjórnir fyrirtækjanna tækju við launaákvörðunarvaldi af kjararáði. Svarið leiðir í ljós að laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 58 prósent, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56 prósent, forstjóra Isavia um 36 prósent og Íslandspósts um 25 prósent. Aðrir forstjórar hækkuðu umtalsvert minna og aðeins forstjóri Kadeco lækkaði í launum, eða um 16 prósent. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins bendir Landsvirkjun á að með launahækkun forstjórans hafi stjórnin aðeins verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Stjórnin hafi gert ráðningarsamning við Hörð árið 2009 en þegar hann var færður undir kjararáð í febrúar 2010 hafi þau lækkað verulega. Stjórnin hafi mótmælt því og lýst því yfir að hún myndi leiðrétta launakjör forstjórans í samræmi við upphaflega ráðningarsamninginn. „Til þess að efna ráðningarsamninginn og í samræmi við samþykkt fyrri stjórnar ákvað stjórn Landsvirkjunar á síðasta ári að uppfæra laun forstjóra með hliðsjón af launaþróun og tók breytingin gildi 1. júlí 2017 […] Mánaðarlaun forstjóra voru tæp 2,1 milljón króna fyrir breytinguna en um mitt ár urðu þau tæpar 3,3 milljónir eftir breytinguna.“ Þess ber að geta að fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum ríkisfyrirtækja tilmæli í ársbyrjun 2017 þar sem þær voru hvattar til að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Mýmörg dæmi eru nú um að þau tilmæli hafi verið hunsuð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira