Vilja gera þjóðina stolta þannig að vonandi sofna ekki 0,4 prósentin í dag Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 22. júní 2018 08:00 Aron Einar Gunnarsson fer út í hvern leik fyrir land og þjóð. vísri/vilhelm Áhuginn á íslenska landsliðinu í fótbolta hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og enn toppuðu strákarnir sig þegar að 99,6 prósent landsmanna horfðu á leikinn á móti Argentínu í Moskvu á HM. Erlendur blaðamaður sem var á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær varð eðlilega forvitinn um hvað hin 0,4 prósentin voru eiginlega að gera á meðan leiknum stóð. „Við höfum alltaf talað um hvað við fáum mikinn stuðning frá Íslendingum. Þetta sýnir bara hversu margir fylgjast með okkur og vilja sjá okkur ganga vel,“ segir Aron Einar.Fyriliðinn og strákarnir okkar gerðu þjóðina stolta á móti Argentínu.vísir/vilhelm„Ég veit ekki hvað 0,4 prósentin voru að gera eða á hvað þau voru að horfa. Ætli þau hafi ekki sofnað,“ segir fyrirliðinn. Aron Einar er vitaskuld hæstánægður með þennan stuðning og bæði hann og strákarnir vilja endurgjalda íslensku þjóðinni hann í hverjum leik. „Það er frábært að fá allan þennan stuðning. Það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt og fólk vill vera með okkur í þessu og styðja okkur. Það er mikilvægt fyrir okkur að finna fyrir þessari samkennd frá okkar fólki,“ segir Aron Einar. „Við erum ekki bara að gera þetta fyrir okkur. Við erum að gera þetta fyrir fólkið okkar líka. Við viljum að Íslendingar séu stoltir af okkur og þess vegna gefum við allt sem við eigum úti á vellinum,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki bara íslenska liðið sem þarf að taka mið af miklum hita Heimir Hallgrímsson er með allt á hreinu þegar kemur að hitastiginu í Volgograd. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Áhuginn á íslenska landsliðinu í fótbolta hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og enn toppuðu strákarnir sig þegar að 99,6 prósent landsmanna horfðu á leikinn á móti Argentínu í Moskvu á HM. Erlendur blaðamaður sem var á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær varð eðlilega forvitinn um hvað hin 0,4 prósentin voru eiginlega að gera á meðan leiknum stóð. „Við höfum alltaf talað um hvað við fáum mikinn stuðning frá Íslendingum. Þetta sýnir bara hversu margir fylgjast með okkur og vilja sjá okkur ganga vel,“ segir Aron Einar.Fyriliðinn og strákarnir okkar gerðu þjóðina stolta á móti Argentínu.vísir/vilhelm„Ég veit ekki hvað 0,4 prósentin voru að gera eða á hvað þau voru að horfa. Ætli þau hafi ekki sofnað,“ segir fyrirliðinn. Aron Einar er vitaskuld hæstánægður með þennan stuðning og bæði hann og strákarnir vilja endurgjalda íslensku þjóðinni hann í hverjum leik. „Það er frábært að fá allan þennan stuðning. Það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt og fólk vill vera með okkur í þessu og styðja okkur. Það er mikilvægt fyrir okkur að finna fyrir þessari samkennd frá okkar fólki,“ segir Aron Einar. „Við erum ekki bara að gera þetta fyrir okkur. Við erum að gera þetta fyrir fólkið okkar líka. Við viljum að Íslendingar séu stoltir af okkur og þess vegna gefum við allt sem við eigum úti á vellinum,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki bara íslenska liðið sem þarf að taka mið af miklum hita Heimir Hallgrímsson er með allt á hreinu þegar kemur að hitastiginu í Volgograd. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Ekki bara íslenska liðið sem þarf að taka mið af miklum hita Heimir Hallgrímsson er með allt á hreinu þegar kemur að hitastiginu í Volgograd. 22. júní 2018 07:00