Doncic endaði í Dallas - Ayton valinn fyrstur Arnar Geir Halldórsson skrifar 22. júní 2018 07:21 Doncic var valinn af Atlanta Hawks en mun spila fyrir Dallas Mavericks vísir/getty Nýliðavalið í NBA deildinni fór fram í New York í nótt. Var þess beðið með mikilli eftirvæntingu hér á landi þar sem Tryggvi Snær Hlinason var á meðal þátttakenda. Hann var ekki valinn en þrátt fyrir það lifir NBA draumurinn enn góðu lífi hjá Tryggva. Phoenix Suns átti fyrsta valrétt í ár og var það Bahama-maðurinn Deandre Ayton sem varð fyrir valinu. Hann er 216 sentimetra miðherji sem lék fyrir Arizona háskólann og er talinn eiga afar bjarta framtíð í NBA. Marvin Bagley III var valinn annar af Sacramento Kings en hann kemur úr Duke háskólanum. Þriðja valrétt átti Atlanta Hawks og þeir völdu slóvenska undrabarnið Luka Doncic sem kemur úr Evrópuboltanum en hann hefur verið í lykilhlutverki hjá Real Madrid undanfarin ár. Doncic mun þó ekki leika fyrir Hawks því þeir skiptu Doncic til Dallas Mavericks; fyrir Trae Young sem Dallas valdi númer fimm. Hawks fær einnig fyrstu umferðar valrétt á næsta ári í skiptum og mun Doncic því leika fyrir Mavericks. Nokkrir aðrir Evrópumenn koma inn í NBA deildina í gegnum nýliðavalið. Einn af þeim er Grikkinn Kostas Antetokounmpo, yngsti bróðir Giannis Antetokounmpo sem er ein skærasta stjarna deildarinnar um þessar mundir og leikur fyrir Milwaukee Bucks. Kostas var valinn síðastur, af Philadelphia 76ers, en var svo skipt yfir til Dallas og verður hann því liðsfélagi Doncic.Smelltu hér til að sjá valið í heild sinni.Thank you Legend!! https://t.co/mv7fNZyJ9K— Luka Doncic (@luka7doncic) June 22, 2018 NBA Tengdar fréttir Tryggvi ekki valinn: „Mín körfuboltavegferð er rétt nýhafin“ Nýliðaval NBA fór fram í nótt í New York í Bandaríkjunum. 22. júní 2018 06:19 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Nýliðavalið í NBA deildinni fór fram í New York í nótt. Var þess beðið með mikilli eftirvæntingu hér á landi þar sem Tryggvi Snær Hlinason var á meðal þátttakenda. Hann var ekki valinn en þrátt fyrir það lifir NBA draumurinn enn góðu lífi hjá Tryggva. Phoenix Suns átti fyrsta valrétt í ár og var það Bahama-maðurinn Deandre Ayton sem varð fyrir valinu. Hann er 216 sentimetra miðherji sem lék fyrir Arizona háskólann og er talinn eiga afar bjarta framtíð í NBA. Marvin Bagley III var valinn annar af Sacramento Kings en hann kemur úr Duke háskólanum. Þriðja valrétt átti Atlanta Hawks og þeir völdu slóvenska undrabarnið Luka Doncic sem kemur úr Evrópuboltanum en hann hefur verið í lykilhlutverki hjá Real Madrid undanfarin ár. Doncic mun þó ekki leika fyrir Hawks því þeir skiptu Doncic til Dallas Mavericks; fyrir Trae Young sem Dallas valdi númer fimm. Hawks fær einnig fyrstu umferðar valrétt á næsta ári í skiptum og mun Doncic því leika fyrir Mavericks. Nokkrir aðrir Evrópumenn koma inn í NBA deildina í gegnum nýliðavalið. Einn af þeim er Grikkinn Kostas Antetokounmpo, yngsti bróðir Giannis Antetokounmpo sem er ein skærasta stjarna deildarinnar um þessar mundir og leikur fyrir Milwaukee Bucks. Kostas var valinn síðastur, af Philadelphia 76ers, en var svo skipt yfir til Dallas og verður hann því liðsfélagi Doncic.Smelltu hér til að sjá valið í heild sinni.Thank you Legend!! https://t.co/mv7fNZyJ9K— Luka Doncic (@luka7doncic) June 22, 2018
NBA Tengdar fréttir Tryggvi ekki valinn: „Mín körfuboltavegferð er rétt nýhafin“ Nýliðaval NBA fór fram í nótt í New York í Bandaríkjunum. 22. júní 2018 06:19 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Tryggvi ekki valinn: „Mín körfuboltavegferð er rétt nýhafin“ Nýliðaval NBA fór fram í nótt í New York í Bandaríkjunum. 22. júní 2018 06:19