Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2018 18:02 Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Vísir/Getty Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Í henni eru lýsingar af gerræðislegum aðgerðum öryggissveitarinnar frá síðustu þremur árum. Sveitarnir, sem oftast athafnað sig í fátækari hverfum landsins, hafi ráðist til atlögu gegn fólki af handahófi, að því er segir í skýrslu. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, um umfang og afleiðingar aðgerða öryggissveita Venesúela, kemur fram að enn hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir framgöngu lögreglunnar í fátækari hverfum sem gefi þá til kynna að lög og reglur séu virtar að vettugi í landinu. Að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins gefa ráðamenn í Venesúela lítið fyrir skýrsluna og segja staðhæfingar skýrslunnar vera lygar.Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Vísir/GettyÍ skýrslunni segir að liðsmenn öryggissveitarinnar, sem hafi myrt saklausa borgara, hafi tengst samtökum sem bera heitið „Aðgerðir til handa frelsunar fólksins“ sem er framtak til höfuðs glæpagengjum í Venesúela. Talið er að liðsmennirnir hafi myrt hátt í 500 manns síðan í júlí 2015 til þess að sýna að yfirvöldum hafi orðið ágengt í baráttunni gegn glæpum í landinu. Liðsmönnunum er gefið að sök að hafa hróflað við sönnungargögnum á vettvangi og látið líta svo út sem fórnarlömbin hafi dáið í skotbardaga við lögregluyfirvöld. Fulltrúum Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinaður aðgangur að Venesúela. Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Hann var manneskja, ekki hundurEin þeirra sem sagði frá reynslu sinni var amma manns sem var myrtur í lögreglurassíu í mars á þessu ári. Hún segir frá því að fimmtíu svartklæddir liðsmenn öryggissveitarinnar hafi ruðst inn á heimili þeirra og handtekið 23 ára sonarson sinn sem lá sofandi þegar liðsmenn báru að garði. Þeir teimdu manninn með sér út fyrir húsið og stuttu síðar heyrði fjölskyldan skothvelli. Eftir réttarmeinarrannsókn kom það í ljós að hann hefði fengið á sig tvö skot í bringuna og að hann hefði þá einnig hlotið alvarlegt höfuðhögg. „Í lögreglurannsókn er sagt að sonarsonur minn hefði borið skotvopn og að hann hafi skotið á öryggissveitina, sem er hrein hlygi. Ég krefst réttlætis. Hann var manneskja, ekki hundur,“ segir konan. Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Í henni eru lýsingar af gerræðislegum aðgerðum öryggissveitarinnar frá síðustu þremur árum. Sveitarnir, sem oftast athafnað sig í fátækari hverfum landsins, hafi ráðist til atlögu gegn fólki af handahófi, að því er segir í skýrslu. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, um umfang og afleiðingar aðgerða öryggissveita Venesúela, kemur fram að enn hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir framgöngu lögreglunnar í fátækari hverfum sem gefi þá til kynna að lög og reglur séu virtar að vettugi í landinu. Að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins gefa ráðamenn í Venesúela lítið fyrir skýrsluna og segja staðhæfingar skýrslunnar vera lygar.Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Vísir/GettyÍ skýrslunni segir að liðsmenn öryggissveitarinnar, sem hafi myrt saklausa borgara, hafi tengst samtökum sem bera heitið „Aðgerðir til handa frelsunar fólksins“ sem er framtak til höfuðs glæpagengjum í Venesúela. Talið er að liðsmennirnir hafi myrt hátt í 500 manns síðan í júlí 2015 til þess að sýna að yfirvöldum hafi orðið ágengt í baráttunni gegn glæpum í landinu. Liðsmönnunum er gefið að sök að hafa hróflað við sönnungargögnum á vettvangi og látið líta svo út sem fórnarlömbin hafi dáið í skotbardaga við lögregluyfirvöld. Fulltrúum Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinaður aðgangur að Venesúela. Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Hann var manneskja, ekki hundurEin þeirra sem sagði frá reynslu sinni var amma manns sem var myrtur í lögreglurassíu í mars á þessu ári. Hún segir frá því að fimmtíu svartklæddir liðsmenn öryggissveitarinnar hafi ruðst inn á heimili þeirra og handtekið 23 ára sonarson sinn sem lá sofandi þegar liðsmenn báru að garði. Þeir teimdu manninn með sér út fyrir húsið og stuttu síðar heyrði fjölskyldan skothvelli. Eftir réttarmeinarrannsókn kom það í ljós að hann hefði fengið á sig tvö skot í bringuna og að hann hefði þá einnig hlotið alvarlegt höfuðhögg. „Í lögreglurannsókn er sagt að sonarsonur minn hefði borið skotvopn og að hann hafi skotið á öryggissveitina, sem er hrein hlygi. Ég krefst réttlætis. Hann var manneskja, ekki hundur,“ segir konan.
Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30
Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01
Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21