Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2018 13:30 Þriðjungur þeirra sem létust af völdum lyfja í fyrra höfðu ekki fengið skrifað upp á þau. Vísir/Getty „Við í lyfjateymi embættisins fáum niðurstöður úr mælingum á þeim efnum sem finnast í látnum einstaklingum til skoðunar og eru komin 19 slík andlát á þessu ári. Í þessum andlátum er grunur um að andlát hafi átt sér stað vegna eitrunar en ekki er víst að þau flokkist sem slík í dánarmeinaskrá. Þessi andlát eru samt vísbending um það sem er að gerast hjá fólki í þessum vanda sem getur verið mikill fíknivandi af ýmsum toga og/eða sjálfsvíg,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, sem segir fjölda lyfjatengdra andláta mikið áhyggjuefni. Enda gerist það á sama tíma og dregur úr ávísunum á ópíóíða. Embættið hafi fengið ábendingar frá Tollstjóraembættinu um mikla aukningu á haldlagningu efna. „Áhyggjuefnið núna er þessi skyndilega aukning lyfjatengdra andláta í byrjun ársins sem við höfum fengið til skoðunar en það voru færri andlát í byrjun ársins í fyrra. Þetta gerist á sama tíma og dregur úr ávísunum ópíóíða en við sjáum að heildarmagn ávísaðra dagskammta af ópíóíðum dregst saman um sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2018 miðað við sama tíma í fyrra. Þá höfum við verið að fá ábendingar frá Tollstjóraembættinu um að mikil aukning sé á haldlagningu lyfja sem einstaklingar eru að flytja til landsins. Það bætist ofan á það að meira er ávísað af þessum lyfjum hér á landi en í flestum öðrum löndum. Eins og þessar tölur yfir andlát sýna, þá getur fólk sem misnotar lyfin verið í mikilli hættu og fikt getur haft alvarlegar afleiðingar. Það er enn talsvert í land með að notkun ávanabindandi lyfja verði álíka og í nágrannalöndunum og það er mikið áunnið ef það tekst að fá notkunina í betra horf og draga úr fjölda þeirra sem ánetjast lyfjum,“ segir Ólafur.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni.VísirÞegar lyfjatengd andlát síðasta árs eru greind kemur í ljós að þriðjungur þeirra sem létust hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát. En inni á milli eru andlát þar sem einstaklingum var ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum. „Árið 2017 voru andlátin 30 og var meðalaldur hinna látnu 48 ár. Þessir einstaklingar skiptust eftir aldri og því hvaða efni þeir höfðu verið að taka. Í flestum fundust mörg efni, þeir yngri (20-40 ára) höfðu margir tekið sterk verkjalyf ásamt ólöglegum efnum (kannabis, MDMA, amfetamín) en þeir eldri (40 ára og eldri) höfðu flestir tekið þunglyndislyf og neytt áfengis. Um þriðjungur hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát sem bendir til þess að þeir hafi átt gömul lyf eða fengið þau með öðrum hætti. Inni á milli eru andlát þar sem einstaklingar voru að fá ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum og þá er metið hvort ástæða er til að krefja lækni skýringa,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
„Við í lyfjateymi embættisins fáum niðurstöður úr mælingum á þeim efnum sem finnast í látnum einstaklingum til skoðunar og eru komin 19 slík andlát á þessu ári. Í þessum andlátum er grunur um að andlát hafi átt sér stað vegna eitrunar en ekki er víst að þau flokkist sem slík í dánarmeinaskrá. Þessi andlát eru samt vísbending um það sem er að gerast hjá fólki í þessum vanda sem getur verið mikill fíknivandi af ýmsum toga og/eða sjálfsvíg,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, sem segir fjölda lyfjatengdra andláta mikið áhyggjuefni. Enda gerist það á sama tíma og dregur úr ávísunum á ópíóíða. Embættið hafi fengið ábendingar frá Tollstjóraembættinu um mikla aukningu á haldlagningu efna. „Áhyggjuefnið núna er þessi skyndilega aukning lyfjatengdra andláta í byrjun ársins sem við höfum fengið til skoðunar en það voru færri andlát í byrjun ársins í fyrra. Þetta gerist á sama tíma og dregur úr ávísunum ópíóíða en við sjáum að heildarmagn ávísaðra dagskammta af ópíóíðum dregst saman um sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2018 miðað við sama tíma í fyrra. Þá höfum við verið að fá ábendingar frá Tollstjóraembættinu um að mikil aukning sé á haldlagningu lyfja sem einstaklingar eru að flytja til landsins. Það bætist ofan á það að meira er ávísað af þessum lyfjum hér á landi en í flestum öðrum löndum. Eins og þessar tölur yfir andlát sýna, þá getur fólk sem misnotar lyfin verið í mikilli hættu og fikt getur haft alvarlegar afleiðingar. Það er enn talsvert í land með að notkun ávanabindandi lyfja verði álíka og í nágrannalöndunum og það er mikið áunnið ef það tekst að fá notkunina í betra horf og draga úr fjölda þeirra sem ánetjast lyfjum,“ segir Ólafur.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni.VísirÞegar lyfjatengd andlát síðasta árs eru greind kemur í ljós að þriðjungur þeirra sem létust hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát. En inni á milli eru andlát þar sem einstaklingum var ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum. „Árið 2017 voru andlátin 30 og var meðalaldur hinna látnu 48 ár. Þessir einstaklingar skiptust eftir aldri og því hvaða efni þeir höfðu verið að taka. Í flestum fundust mörg efni, þeir yngri (20-40 ára) höfðu margir tekið sterk verkjalyf ásamt ólöglegum efnum (kannabis, MDMA, amfetamín) en þeir eldri (40 ára og eldri) höfðu flestir tekið þunglyndislyf og neytt áfengis. Um þriðjungur hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát sem bendir til þess að þeir hafi átt gömul lyf eða fengið þau með öðrum hætti. Inni á milli eru andlát þar sem einstaklingar voru að fá ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum og þá er metið hvort ástæða er til að krefja lækni skýringa,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30