Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2018 07:30 Miðjumaðurinn Emil Hallfreðsson og varnarmaðurinn Kári Árnason svara spurningum blaðamanna á fundinum í gær. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir afbragðs frammistöðu gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM þurfti Emil Hallfreðsson að gera sér að góðu að sitja á bekknum allan tímann gegn Nígeríu á föstudaginn. Eftir að hafa leikið leikkerfið 4-4-1-1 gegn Argentínu breytti landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson yfir í 4-4-2 fyrir leikinn gegn Nígeríu og fórnaði Emil fyrir annan framherja. „Það var auðvitað fúlt að vera á bekknum. Það er alltaf fúlt að vera á bekknum, sama hvar það er,“ sagði Emil þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í gær ásamt Kára Árnasyni. „Það var búið að ákveða fyrirfram að breyta um leikkerfi og spila með tvo framherja. Ég var tilbúinn að koma inn og er tilbúinn í næsta leik ef þarf. Liðið gengur fyrir og það er enginn leikmaður hjá okkur of stór til að vera á bekknum.“ Íslenska liðið hélt til Rostov við Don í gær. Það æfir á Rostov Arena í dag og á morgun er svo komið að leiknum mikilvæga gegn Króatíu, sem Ísland hefur mætt svo oft á síðustu árum. Til að ná markmiði sínu, að komast í 16-liða úrslit, þurfa Íslendingar að vinna Króata og treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríumenn á sama tíma, þó ekki stærra en íslenska liðið vinnur það króatíska sem er þegar komið áfram og svo gott sem búið að vinna riðilinn. Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, hefur gefið það út að hann muni gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Íslandi, m.a. til að koma í veg fyrir að leikmenn sem hafa fengið gult spjald fari í leikbann fyrir 16-liða úrslitin. Króatíski hópurinn er hins vegar breiður og góður eins og Kári sagði á blaðamannafundinum í gær. „Þetta er frábært lið. Það hefur ekki of mikil áhrif á þá þótt þeir breyti byrjunarliðinu því þeir eru með góða leikmenn sem leika í góðum liðum á bekknum,“ sagði Kári. „Við þurfum að spila mjög vel til að eiga möguleika.“ Miðvörðurinn öflugi segir að frammistaðan gegn Nígeríu hafi ekki verið alslæm en fyrsta markið hafi breytt leiknum. „Skipulagið riðlaðist full mikið og ég veit ekki af hverju. Við vorum alveg með þá í fyrri hálfleik þar sem þeir áttu ekki skot á markið. Fólk talar eins og við eigum að vinna Nígeríu. Það er ekki einn maður í liðinu sem hugsaði þannig. Við hugsuðum að við gætum unnið Nígeríu og ætluðum að gera það en þetta er engu að síður stórþjóð í fótbolta. Við hugsuðum ekki að við værum það góðir að við myndum rústa Nígeríu og halda svo í næsta leik. Það var ekki þannig,“ sagði Kári að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Sjá meira
Þrátt fyrir afbragðs frammistöðu gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM þurfti Emil Hallfreðsson að gera sér að góðu að sitja á bekknum allan tímann gegn Nígeríu á föstudaginn. Eftir að hafa leikið leikkerfið 4-4-1-1 gegn Argentínu breytti landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson yfir í 4-4-2 fyrir leikinn gegn Nígeríu og fórnaði Emil fyrir annan framherja. „Það var auðvitað fúlt að vera á bekknum. Það er alltaf fúlt að vera á bekknum, sama hvar það er,“ sagði Emil þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í gær ásamt Kára Árnasyni. „Það var búið að ákveða fyrirfram að breyta um leikkerfi og spila með tvo framherja. Ég var tilbúinn að koma inn og er tilbúinn í næsta leik ef þarf. Liðið gengur fyrir og það er enginn leikmaður hjá okkur of stór til að vera á bekknum.“ Íslenska liðið hélt til Rostov við Don í gær. Það æfir á Rostov Arena í dag og á morgun er svo komið að leiknum mikilvæga gegn Króatíu, sem Ísland hefur mætt svo oft á síðustu árum. Til að ná markmiði sínu, að komast í 16-liða úrslit, þurfa Íslendingar að vinna Króata og treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríumenn á sama tíma, þó ekki stærra en íslenska liðið vinnur það króatíska sem er þegar komið áfram og svo gott sem búið að vinna riðilinn. Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, hefur gefið það út að hann muni gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Íslandi, m.a. til að koma í veg fyrir að leikmenn sem hafa fengið gult spjald fari í leikbann fyrir 16-liða úrslitin. Króatíski hópurinn er hins vegar breiður og góður eins og Kári sagði á blaðamannafundinum í gær. „Þetta er frábært lið. Það hefur ekki of mikil áhrif á þá þótt þeir breyti byrjunarliðinu því þeir eru með góða leikmenn sem leika í góðum liðum á bekknum,“ sagði Kári. „Við þurfum að spila mjög vel til að eiga möguleika.“ Miðvörðurinn öflugi segir að frammistaðan gegn Nígeríu hafi ekki verið alslæm en fyrsta markið hafi breytt leiknum. „Skipulagið riðlaðist full mikið og ég veit ekki af hverju. Við vorum alveg með þá í fyrri hálfleik þar sem þeir áttu ekki skot á markið. Fólk talar eins og við eigum að vinna Nígeríu. Það er ekki einn maður í liðinu sem hugsaði þannig. Við hugsuðum að við gætum unnið Nígeríu og ætluðum að gera það en þetta er engu að síður stórþjóð í fótbolta. Við hugsuðum ekki að við værum það góðir að við myndum rústa Nígeríu og halda svo í næsta leik. Það var ekki þannig,“ sagði Kári að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Sjá meira
HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti