Ekki víst að ég komist inn Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 27. júní 2018 08:00 Ingibjörg er að vinna í kirkjugarði og er ánægð með að viðtalið birtist innan um andlátsauglýsingar. "Ég er vön að vera innan um dáið fólk,“ segir hún. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég er bara í vinnunni og heyri illa til þín því það er vél að keyra fram hjá,“ segir Ingibjörg Ragnheiður Linnet þegar ég hringi í hana sem fulltrúa þeirra sem tóku við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ á mánudaginn. Það kemur í ljós að vinna hennar felst í að hreinsa beð í Fossvogskirkjugarði en hún er búin að sækja um nám í læknisfræði í HÍ. „Mér finnst mannslíkaminn áhugaverður og auk þess þykir mér gaman að hjálpa fólki svo ég hugsaði að læknisfræðin væri eitthvað sem ég ætti að skoða. En ég er ekki búin að fá niðurstöður úr inntökuprófinu svo það er ekki víst að ég komist inn,“ tekur hún fram. Ingibjörg Ragnheiður hefur fengist við tónlist og á ekki langt að sækja það, mamma hennar er söngkonan Jóhanna Linnet. „Ég er búin að spila á trompet og píanó frekar lengi og er með framhaldspróf á bæði hljóðfærin. Var í MH, kláraði náttúrufræðibraut og tónlistarbraut og var líka í skólakórnum. Þegar ég varð stúdent í desember 2017 fór ég yfir í Hamrahlíðarkórinn sem er fyrir þá sem geta ekki hætt!“Þrjátíu og þrír nemendur sem hyggjast hefja nám við HÍ í haust var úthlutað styrkjum við hátíðlega athöfn.Kristinn IngvarssonEinnig er Ingibjörg formaður í ungmennaráði Barnaheilla. „Tvíburasystir mín var formaður í mörg ár. Svo hætti hún og ég bauð mig fram. En við byrjuðum af því að einn kennari í skólanum var í Barnaheillum. Ég hef lengi haft áhuga á mannréttindum og kynnst góðu fólki gegnum þetta starf. Við höfum verið með fatasöfnun fyrir nýbúa á Íslandi og vinaverkefni, við vekjum athygli á Barnasáttmálanum og erum talsmenn barna.“ Hún kveðst hafa setið fundi velferðarnefndar Alþingis og ríkisstjórnarfund, lagt þar fram erindi og spurningar og fengið spurningar til baka. Erfitt getur verið að velja framtíðarbraut þegar áhuginn liggur víða, það viðurkennir Ingibjörg. „Maður hættir kannski aldrei í tónlist,“ segir hún en kveðst þó lítið hafa starfað sem tónlistarmaður. „Ég hef aðeins kennt trompetleik í Skólahljómsveit Kópavogs og fengið borgað fyrir það og líka einhver gigg sem ég hef tekið þátt í. En annars verið að spila með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Orkester Norden.“ Spurð hvernig síðarnefnda sveitin æfi svarar hún: „Fólk hittist á námskeiðum á sumrin, vinnur með lærðu tónlistarfólki, æfir í tvær, þrjár vikur og fer svo í tónleikaferð. Mjög skemmtilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Ég er bara í vinnunni og heyri illa til þín því það er vél að keyra fram hjá,“ segir Ingibjörg Ragnheiður Linnet þegar ég hringi í hana sem fulltrúa þeirra sem tóku við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ á mánudaginn. Það kemur í ljós að vinna hennar felst í að hreinsa beð í Fossvogskirkjugarði en hún er búin að sækja um nám í læknisfræði í HÍ. „Mér finnst mannslíkaminn áhugaverður og auk þess þykir mér gaman að hjálpa fólki svo ég hugsaði að læknisfræðin væri eitthvað sem ég ætti að skoða. En ég er ekki búin að fá niðurstöður úr inntökuprófinu svo það er ekki víst að ég komist inn,“ tekur hún fram. Ingibjörg Ragnheiður hefur fengist við tónlist og á ekki langt að sækja það, mamma hennar er söngkonan Jóhanna Linnet. „Ég er búin að spila á trompet og píanó frekar lengi og er með framhaldspróf á bæði hljóðfærin. Var í MH, kláraði náttúrufræðibraut og tónlistarbraut og var líka í skólakórnum. Þegar ég varð stúdent í desember 2017 fór ég yfir í Hamrahlíðarkórinn sem er fyrir þá sem geta ekki hætt!“Þrjátíu og þrír nemendur sem hyggjast hefja nám við HÍ í haust var úthlutað styrkjum við hátíðlega athöfn.Kristinn IngvarssonEinnig er Ingibjörg formaður í ungmennaráði Barnaheilla. „Tvíburasystir mín var formaður í mörg ár. Svo hætti hún og ég bauð mig fram. En við byrjuðum af því að einn kennari í skólanum var í Barnaheillum. Ég hef lengi haft áhuga á mannréttindum og kynnst góðu fólki gegnum þetta starf. Við höfum verið með fatasöfnun fyrir nýbúa á Íslandi og vinaverkefni, við vekjum athygli á Barnasáttmálanum og erum talsmenn barna.“ Hún kveðst hafa setið fundi velferðarnefndar Alþingis og ríkisstjórnarfund, lagt þar fram erindi og spurningar og fengið spurningar til baka. Erfitt getur verið að velja framtíðarbraut þegar áhuginn liggur víða, það viðurkennir Ingibjörg. „Maður hættir kannski aldrei í tónlist,“ segir hún en kveðst þó lítið hafa starfað sem tónlistarmaður. „Ég hef aðeins kennt trompetleik í Skólahljómsveit Kópavogs og fengið borgað fyrir það og líka einhver gigg sem ég hef tekið þátt í. En annars verið að spila með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Orkester Norden.“ Spurð hvernig síðarnefnda sveitin æfi svarar hún: „Fólk hittist á námskeiðum á sumrin, vinnur með lærðu tónlistarfólki, æfir í tvær, þrjár vikur og fer svo í tónleikaferð. Mjög skemmtilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira