Ferðamenn heita ábyrgri hegðun Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Jóhannes Þór Skúlason og Inga Hlín Pálsdóttir skrifa 28. júní 2018 07:00 Síðasta sumar hófu Íslandsstofa og samstarfsaðilar í íslenskri ferðaþjónustu herferð sem hvatti ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Heitið, sem gengur undir nafninu „The Icelandic Pledge“, nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að bera virðingu fyrir náttúrunni, skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, eða koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir; að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland og reiðubúinn öllum veðrum.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVið teljum að það hafi jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna að vinna slíkt heit og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Nú þegar hafa yfir 30.000 manns strengt heitið og koma þau frá yfir 100 löndum. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að heita þess að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta framtak hefur vakið athygli erlendis bæði hjá fjölmiðlum sem og öðrum áfangastöðum með tilliti til sjálfbærni. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku virkan þátt í framkvæmd verkefnisins í fyrra og vonum við að sami áhugi sé í sumar. Isavia mun m.a. hafa stóran hnapp í komusal á flugvellinum þar sem ferðamenn geta unnið heitið strax við komuna til landsins og Landsbjörg mun dreifa yfir 3.000 heitum um landið til ferðamanna.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá ÍslandsstofuÍ ár viljum við sérstaklega hvetja öll þau fyrirtæki sem taka þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu með Festu og Íslenska ferðaklasanum að taka þátt ásamt öllum öðrum sem hafa áhuga. Það er gert með því að deila heitinu á samfélagsmiðlum og vefmiðlum ásamt því að hafa það sýnilegt fyrir gestum og viðskiptavinum með sérstökum borðspjöldum sem dreift verður. Við óskum ykkur góðs ferðasumars!Höfundar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Síðasta sumar hófu Íslandsstofa og samstarfsaðilar í íslenskri ferðaþjónustu herferð sem hvatti ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Heitið, sem gengur undir nafninu „The Icelandic Pledge“, nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að bera virðingu fyrir náttúrunni, skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, eða koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir; að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland og reiðubúinn öllum veðrum.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVið teljum að það hafi jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna að vinna slíkt heit og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Nú þegar hafa yfir 30.000 manns strengt heitið og koma þau frá yfir 100 löndum. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að heita þess að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta framtak hefur vakið athygli erlendis bæði hjá fjölmiðlum sem og öðrum áfangastöðum með tilliti til sjálfbærni. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku virkan þátt í framkvæmd verkefnisins í fyrra og vonum við að sami áhugi sé í sumar. Isavia mun m.a. hafa stóran hnapp í komusal á flugvellinum þar sem ferðamenn geta unnið heitið strax við komuna til landsins og Landsbjörg mun dreifa yfir 3.000 heitum um landið til ferðamanna.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá ÍslandsstofuÍ ár viljum við sérstaklega hvetja öll þau fyrirtæki sem taka þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu með Festu og Íslenska ferðaklasanum að taka þátt ásamt öllum öðrum sem hafa áhuga. Það er gert með því að deila heitinu á samfélagsmiðlum og vefmiðlum ásamt því að hafa það sýnilegt fyrir gestum og viðskiptavinum með sérstökum borðspjöldum sem dreift verður. Við óskum ykkur góðs ferðasumars!Höfundar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar