Sólskin í hillu María Bjarnadóttir skrifar 29. júní 2018 07:00 Í vikunni sá ég, á internetinu, að Bill Gates gaf öllum sem útskrifuðust úr menntaskóla í Bandaríkjunum í ár bókina Factfulness, eftir lækninn og metsöluhöfundinn Hans Rosling. Auðvitað á ekki að trúa öllu sem er á internetinu, en þetta var trúverðugt af ýmsum ástæðum. Ég tók eftir þessu af því að sama bók birtist fyrir nokkrum vikum í bókahillunni heima hjá mér. Kannski er ekki merkilegt að það birtist bók í þar til gerðri hillu, en það er það heima hjá mér. Málið er nefnilega að maðurinn minn er með mjög alvarlega bókakaupafíkn sem hefur valdið verulegri fækkun í hópi þeirra sem vilja aðstoða okkur við búferlaflutninga. Vegna þessa, og full tíðra búferlaflutninga á milli landa síðasta áratuginn, fór fram ströng samningalota á heimilinu sem leiddi til samkomulags um að kaup á bókum í pappírsformi sé nánast bara aðeins fyrir barnabækur og mikilvægar lögfræðibækur. Samhliða fékk hann svo Kindle í jólagjöf, undir þeim formerkjum að gamla máltækið um að bókastaflinn vaxi en veggjaplássið ekki ætti enn við. Það var þess vegna sem það var óvænt að sjá bókina í hillunni, en ekki í Kyndlinum, þar sem hinar bækurnar hans Rosling eru geymdar. Þannig atvikaðist það að ég fletti í gegnum Factfulness í stað þess að horfa á efnisveitu eitt kvöldið. Að blaða í bókinni er eins og að taka sólskin úr hillunni. Undirtitill bókarinnar gefur vísbendingu um glætu, en á blaðsíðunum eru áminningar um hversu miklu heimurinn hefur áorkað í átt að jafnrétti, frelsi og bræðralagi. Það er bjartsýni og sólskin í tölfræðinni, eitthvað sem gæti nýst í þessu svokallaða sumri á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni sá ég, á internetinu, að Bill Gates gaf öllum sem útskrifuðust úr menntaskóla í Bandaríkjunum í ár bókina Factfulness, eftir lækninn og metsöluhöfundinn Hans Rosling. Auðvitað á ekki að trúa öllu sem er á internetinu, en þetta var trúverðugt af ýmsum ástæðum. Ég tók eftir þessu af því að sama bók birtist fyrir nokkrum vikum í bókahillunni heima hjá mér. Kannski er ekki merkilegt að það birtist bók í þar til gerðri hillu, en það er það heima hjá mér. Málið er nefnilega að maðurinn minn er með mjög alvarlega bókakaupafíkn sem hefur valdið verulegri fækkun í hópi þeirra sem vilja aðstoða okkur við búferlaflutninga. Vegna þessa, og full tíðra búferlaflutninga á milli landa síðasta áratuginn, fór fram ströng samningalota á heimilinu sem leiddi til samkomulags um að kaup á bókum í pappírsformi sé nánast bara aðeins fyrir barnabækur og mikilvægar lögfræðibækur. Samhliða fékk hann svo Kindle í jólagjöf, undir þeim formerkjum að gamla máltækið um að bókastaflinn vaxi en veggjaplássið ekki ætti enn við. Það var þess vegna sem það var óvænt að sjá bókina í hillunni, en ekki í Kyndlinum, þar sem hinar bækurnar hans Rosling eru geymdar. Þannig atvikaðist það að ég fletti í gegnum Factfulness í stað þess að horfa á efnisveitu eitt kvöldið. Að blaða í bókinni er eins og að taka sólskin úr hillunni. Undirtitill bókarinnar gefur vísbendingu um glætu, en á blaðsíðunum eru áminningar um hversu miklu heimurinn hefur áorkað í átt að jafnrétti, frelsi og bræðralagi. Það er bjartsýni og sólskin í tölfræðinni, eitthvað sem gæti nýst í þessu svokallaða sumri á Íslandi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun