Reknir fyrir rasískar þakkir Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2018 07:38 Fagnaðarlætin þóttu óviðeigandi. Twitter Tveir þáttastjórnendur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Telemundo hafa verið reknir eftir rasísk fagnaðarlæti. Mennirnir, sem ættaðir eru frá Mexíkó, ærðust úr gleði þegar Suður-Kórea lagði Þýskaland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sigurinn varð til þess að mexíkóska landsliðið komst upp úr riðlinum og inn í 16-liða úrslitin.Sjá einnig: Svona líta 16-liða úrslitin út Í fagnaðarlátunum, sem fram fóru í beinni sjónvarpsútsendingu, hermdu mennirnir eftir skásettum augum - sem túlkað hefur verið sem vísun í suður-kóresku landsliðsmennina. Fjölmargir áhangendur mexíkóska liðsins gerðu slíkt hið sama og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum.@Telemundo, don't let your host make racist gestures on the air. Thanks!@UnNuevoDia#MundialTelemundo pic.twitter.com/01lCzOULvP— Jimmy Sanchez (@JimmyJam99) June 27, 2018 Aðrir netverjar voru ekki jafn kátir með uppátækið, sem þeir segja einkennast af kynþáttafordómum. Suður-Kóreumenn voru margir hverjir mjög vonsviknir. „Þeir segjast elska okkur og að við séum bræður, hvers vegna eru þeir þá að gera þetta?“ spurði einn suður-kóreskur netverji sig eftir að myndir af mexíkóskum stuðningsmönnum fóru að hrúgast inn á samfélagsmiðla. Telemundo sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem segir að aðstandendur stöðvarinnar hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með þáttastjórnendurna. „Fyrirtækið okkar tekur allir svona hegðun mjög alvarlega enda gengur hún í berhögg við allt það sem fyrirtækið stendur fyrir,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þáttastjórnendurnir hafa báðir beðist afsökunar og viðurkennd að fagnaðarlæti þeirra hafi verið óviðeigandi.Mexican Companion, please, if you are going to show gratitude to the Korean team, do it with respect, do not upload photos doing this, as it is considered racist.An apology for this behavior, not all Mexicans are like that.#GraciasCorea #respeto #felicidades #corea pic.twitter.com/kJehz1a92R— Milo (@Marshal014) June 28, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svíar rúlluðu upp Mexíkó en bæði liðin fara í sextán liða úrslitin Svíar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi með stórkostlegri frammistöðu og 3-0 sigri á Mexíkó í leik sem þeir urðu að vinna. 27. júní 2018 15:45 Svona líta 16-liða úrslitin út Nú er riðlakeppninni á HM í Rússlandi lokið, en síðustu leikir hennar fóru fram í kvöld. Það er því orðið ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum. 28. júní 2018 21:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Sjá meira
Tveir þáttastjórnendur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Telemundo hafa verið reknir eftir rasísk fagnaðarlæti. Mennirnir, sem ættaðir eru frá Mexíkó, ærðust úr gleði þegar Suður-Kórea lagði Þýskaland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sigurinn varð til þess að mexíkóska landsliðið komst upp úr riðlinum og inn í 16-liða úrslitin.Sjá einnig: Svona líta 16-liða úrslitin út Í fagnaðarlátunum, sem fram fóru í beinni sjónvarpsútsendingu, hermdu mennirnir eftir skásettum augum - sem túlkað hefur verið sem vísun í suður-kóresku landsliðsmennina. Fjölmargir áhangendur mexíkóska liðsins gerðu slíkt hið sama og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum.@Telemundo, don't let your host make racist gestures on the air. Thanks!@UnNuevoDia#MundialTelemundo pic.twitter.com/01lCzOULvP— Jimmy Sanchez (@JimmyJam99) June 27, 2018 Aðrir netverjar voru ekki jafn kátir með uppátækið, sem þeir segja einkennast af kynþáttafordómum. Suður-Kóreumenn voru margir hverjir mjög vonsviknir. „Þeir segjast elska okkur og að við séum bræður, hvers vegna eru þeir þá að gera þetta?“ spurði einn suður-kóreskur netverji sig eftir að myndir af mexíkóskum stuðningsmönnum fóru að hrúgast inn á samfélagsmiðla. Telemundo sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem segir að aðstandendur stöðvarinnar hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með þáttastjórnendurna. „Fyrirtækið okkar tekur allir svona hegðun mjög alvarlega enda gengur hún í berhögg við allt það sem fyrirtækið stendur fyrir,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þáttastjórnendurnir hafa báðir beðist afsökunar og viðurkennd að fagnaðarlæti þeirra hafi verið óviðeigandi.Mexican Companion, please, if you are going to show gratitude to the Korean team, do it with respect, do not upload photos doing this, as it is considered racist.An apology for this behavior, not all Mexicans are like that.#GraciasCorea #respeto #felicidades #corea pic.twitter.com/kJehz1a92R— Milo (@Marshal014) June 28, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svíar rúlluðu upp Mexíkó en bæði liðin fara í sextán liða úrslitin Svíar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi með stórkostlegri frammistöðu og 3-0 sigri á Mexíkó í leik sem þeir urðu að vinna. 27. júní 2018 15:45 Svona líta 16-liða úrslitin út Nú er riðlakeppninni á HM í Rússlandi lokið, en síðustu leikir hennar fóru fram í kvöld. Það er því orðið ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum. 28. júní 2018 21:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Sjá meira
Svíar rúlluðu upp Mexíkó en bæði liðin fara í sextán liða úrslitin Svíar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi með stórkostlegri frammistöðu og 3-0 sigri á Mexíkó í leik sem þeir urðu að vinna. 27. júní 2018 15:45
Svona líta 16-liða úrslitin út Nú er riðlakeppninni á HM í Rússlandi lokið, en síðustu leikir hennar fóru fram í kvöld. Það er því orðið ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum. 28. júní 2018 21:30