„Inngróna tánögl skal ekki lækna með því að taka fótinn af“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2018 12:15 Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla Vísir/Egill Adalsteinsson Formaður læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri. Rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga rennur út næstu mánaðarmót. Forsvarsmenn Læknafélag Íslands, félags heilrbrigðisfyrirtækja og Læknafélag Reykjavíkur hafa allir gagnrýnt heilbrigðisráðherra og heilbrigðisyfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi og trúnaðarbrest í málinu en ekki hafi verið haft neitt samráð um framhaldið. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að verið væri að vinna að heildarendurskoðun á samningnum ekki væri enn komið út úr þeirri vinnu.Verið að skemma kerfið Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur var í samtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði að verið væri að eyðileggja kerfið. „Það er verið að skemma kerfið. Ef eitthvað er að þessu kerfi, sem ég er reyndar ekki viss um, þá á ekki að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökkla. Okkur hefur þótt að ráðherrann og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum,“ sagði Þórarinn. Hann segir afar óskýrt hver stefna heilbrigðisráðherra sé í málefnum sérfræðilækna á einkareknum stofum og óskar eftir svörum. Ég veit ekki hvað hún vill, við viljum bara fá svör. Verður samningur eða ekki? Ef það verður ekki samningur þá er það bara allt í lagi við þurfum bara að vita það til að geta undirbúið okkur og okkar fyrirtæki og sjúklinga,“ sagði Þórarinn. Verið að fara eftir ráðgjöfKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í gær að meðal annars væri verið að fara eftir ráðgjöf og enn sé ekki komin niðurstaða. „Við erum með allt litrófið í íslenska heiðbrigðiskerfinu. Það er engin að tala um að hverfa frá því það er hins vegar verið að tala um að fylgja þeirri ráðgjöf sem við höfum fengið hjá þeim sem hafa verið að taka út heilbrigðiskerfið. Auðvitað erum við ekki sammála um það í ríkisstjórn eða á Alþingi hver áherslan á að vera á opinbera kerfið og síðan því einkarekna. Það gerir verkefnið krefjandi en líka skemmtilegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Hér fyrir neðan má sjá Katrínu ræða málið í Víglínunni í gær. Umræðan hefst eftir rúmar sex mínútur. Heilbrigðismál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Formaður læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri. Rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga rennur út næstu mánaðarmót. Forsvarsmenn Læknafélag Íslands, félags heilrbrigðisfyrirtækja og Læknafélag Reykjavíkur hafa allir gagnrýnt heilbrigðisráðherra og heilbrigðisyfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi og trúnaðarbrest í málinu en ekki hafi verið haft neitt samráð um framhaldið. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að verið væri að vinna að heildarendurskoðun á samningnum ekki væri enn komið út úr þeirri vinnu.Verið að skemma kerfið Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur var í samtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði að verið væri að eyðileggja kerfið. „Það er verið að skemma kerfið. Ef eitthvað er að þessu kerfi, sem ég er reyndar ekki viss um, þá á ekki að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökkla. Okkur hefur þótt að ráðherrann og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum,“ sagði Þórarinn. Hann segir afar óskýrt hver stefna heilbrigðisráðherra sé í málefnum sérfræðilækna á einkareknum stofum og óskar eftir svörum. Ég veit ekki hvað hún vill, við viljum bara fá svör. Verður samningur eða ekki? Ef það verður ekki samningur þá er það bara allt í lagi við þurfum bara að vita það til að geta undirbúið okkur og okkar fyrirtæki og sjúklinga,“ sagði Þórarinn. Verið að fara eftir ráðgjöfKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í gær að meðal annars væri verið að fara eftir ráðgjöf og enn sé ekki komin niðurstaða. „Við erum með allt litrófið í íslenska heiðbrigðiskerfinu. Það er engin að tala um að hverfa frá því það er hins vegar verið að tala um að fylgja þeirri ráðgjöf sem við höfum fengið hjá þeim sem hafa verið að taka út heilbrigðiskerfið. Auðvitað erum við ekki sammála um það í ríkisstjórn eða á Alþingi hver áherslan á að vera á opinbera kerfið og síðan því einkarekna. Það gerir verkefnið krefjandi en líka skemmtilegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Hér fyrir neðan má sjá Katrínu ræða málið í Víglínunni í gær. Umræðan hefst eftir rúmar sex mínútur.
Heilbrigðismál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira