Brot Þórðar kveikti í Stjörnunni: „Mér fannst þetta rautt,“ sagði Rúnar Páll Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. júní 2018 19:36 Rúnar Páll. vísir/eyþór Stjarnan vann stórsigur á Fjölni í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Stjörnumenn skoruðu fjögur mörk á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik og urðu lokatölur í Garðabæ 6-1. „Menn komu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn. Við fórum aðeins yfir hlutina og svo tók Jón (Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari) smá æsing inn í klefa og við peppuðumst upp við það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn þegar hann var beðinn um útskýringar á hvað hafi átt sér stað í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var hrikalega gott, við byrjuðum seinni hálfleikinn hrikalega vel og ég man ekki eftir svona mörgum mörkum í byrjun seinni, það er bara mjög jákvætt.“ „Við kaffærðum þá svolítið hérna í byrjun seinni hálfleiks og kláruðum leikinn þá. Það var hrikalega öflugt, þeir fengu ekkert andrými Fjölnismenn.“ Yfirburðir Stjörnunnar í upphafi seinni hálfleiks komu nokkuð á óvart þar sem leikurinn var frekar jafn í þeim fyrri. Rúnar sagði brot Þórðar Ingasonar, markmanns Fjölnis, á Þorsteini Má Ragnarssyni undir lok fyrri hálfleiks hafa kveikt í sínum mönnum. „Menn voru súrir yfir því að fá ekki rautt spjald á markmanninn í lok fyrri hálfleiks, menn voru ekkert sérlega ánægðir þegar þeir komu inn í klefa og voru staðráðnir í því að koma tvíefldir til leiks í seinni hálfleiks og gerðu það svo sannarlega.“ Fannst Rúnari Þórður hafa átt að fá rautt spjald? „Já,“ sagði hann hikandi. „Reglurnar segja að ef boltinn fari ekki í átt að markinu, eitthvað svona, en mér fannst þetta vera rautt. Það þýðir samt ekki að það sé endilega rétt.“ Undanfarið hefur verið rætt um að einhver bölvun liggi á Stjörnumönnum í júnímánuði þar sem stigasöfnun gekk mjög illa í þessum mánuði síðustu tímabil. Í fyrstu tveimur leikjum júnímánaðar þetta árið er Stjarnan með fullt hús stiga. „Það byrjar vel og það er mjög jákvætt fyrir okkur. Við þurfum að halda þessu áfram, það er leikur á fimmtudaginn og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir hann,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fjölnir 6-1 | Stjarnan valtaði yfir Fjölni Stjarnan burstaði Fjölni á heimavelli sínum í Garðabæ þegar liðin mættust í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Sjö mörk voru skoruð í leiknum sem fór 6-1 fyrir Stjörnunni. 10. júní 2018 19:45 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Stjarnan vann stórsigur á Fjölni í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Stjörnumenn skoruðu fjögur mörk á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik og urðu lokatölur í Garðabæ 6-1. „Menn komu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn. Við fórum aðeins yfir hlutina og svo tók Jón (Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari) smá æsing inn í klefa og við peppuðumst upp við það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn þegar hann var beðinn um útskýringar á hvað hafi átt sér stað í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var hrikalega gott, við byrjuðum seinni hálfleikinn hrikalega vel og ég man ekki eftir svona mörgum mörkum í byrjun seinni, það er bara mjög jákvætt.“ „Við kaffærðum þá svolítið hérna í byrjun seinni hálfleiks og kláruðum leikinn þá. Það var hrikalega öflugt, þeir fengu ekkert andrými Fjölnismenn.“ Yfirburðir Stjörnunnar í upphafi seinni hálfleiks komu nokkuð á óvart þar sem leikurinn var frekar jafn í þeim fyrri. Rúnar sagði brot Þórðar Ingasonar, markmanns Fjölnis, á Þorsteini Má Ragnarssyni undir lok fyrri hálfleiks hafa kveikt í sínum mönnum. „Menn voru súrir yfir því að fá ekki rautt spjald á markmanninn í lok fyrri hálfleiks, menn voru ekkert sérlega ánægðir þegar þeir komu inn í klefa og voru staðráðnir í því að koma tvíefldir til leiks í seinni hálfleiks og gerðu það svo sannarlega.“ Fannst Rúnari Þórður hafa átt að fá rautt spjald? „Já,“ sagði hann hikandi. „Reglurnar segja að ef boltinn fari ekki í átt að markinu, eitthvað svona, en mér fannst þetta vera rautt. Það þýðir samt ekki að það sé endilega rétt.“ Undanfarið hefur verið rætt um að einhver bölvun liggi á Stjörnumönnum í júnímánuði þar sem stigasöfnun gekk mjög illa í þessum mánuði síðustu tímabil. Í fyrstu tveimur leikjum júnímánaðar þetta árið er Stjarnan með fullt hús stiga. „Það byrjar vel og það er mjög jákvætt fyrir okkur. Við þurfum að halda þessu áfram, það er leikur á fimmtudaginn og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir hann,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fjölnir 6-1 | Stjarnan valtaði yfir Fjölni Stjarnan burstaði Fjölni á heimavelli sínum í Garðabæ þegar liðin mættust í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Sjö mörk voru skoruð í leiknum sem fór 6-1 fyrir Stjörnunni. 10. júní 2018 19:45 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Fjölnir 6-1 | Stjarnan valtaði yfir Fjölni Stjarnan burstaði Fjölni á heimavelli sínum í Garðabæ þegar liðin mættust í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Sjö mörk voru skoruð í leiknum sem fór 6-1 fyrir Stjörnunni. 10. júní 2018 19:45