Óli Kristjáns: Góður handboltamarkvörður hefði verið stoltur af þessu Árni Jóhannsson skrifar 10. júní 2018 21:44 Ólafur var ósáttur í leikslok. vísir/bára Þjálfari FH var bæði ósáttur við að hafa einungis fengið eitt stig á móti KR en á sama tíma sáttur að hafa þó náð í stigið úr því sem komið var enda lentu hans menn undir þegar um 20 sekúndur lifðu eftir ef uppgefnum viðbótartíma en leikurinn endaði 2-2. „Sko maður verður alltaf að skoða hvernig leikirnir þróast og miðað við yfirburðina í seinni hálfleik þá var ég ósáttur með stigið en eftir að hafa lent undir þá var frábært hjá strákunum að hafa komið til baka.” „Það er samt hægt að kasta kú yfir kirkjuturn yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum, sérstaklega fyrsta korterinu þar vorum við sljóir en unnum okkur inn í leikinn og áttum seinni hálfleikinn gjörsamlega. Þá herjuðum við á þá heldur betur“. Þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna þá gerðist atvik sem hefði getað sagt til um úrslit leiksins. FH-ingar komust upp að endamörkum og sendu fyrir og fór boltinn mjög greinilega í hendina á Albert Watson varnarmanni KR. Dómari leiksins veifaði höndum og neitaði að dæma víti en Ólafur var alveg klár á því að FH hefði átt að fá víti. „Þau gerast varla augljósari vítin. Það er þetta gamla góða hendi í bolta eða bolti í hönd og þá fara þeir að skýla sér á bakvið það að fjarlægðin hafi ekki verið næg eða höndin ekki nógu langt frá líkamanum. Góður handboltamarkmaður hefði verið mjög stoltur af þessari markvörslu“. Að lokum var Ólafur spurður út í hvaða áhrif svona sveiflur hefðu á menn í komandi leikjum. „Svona eru íþróttirnar bara, maður fer upp og niður. Við höfum mikið talað um það að enn og aftur erum við að lenda undir. Það er eins og þegar við lendum undir og erum komnir með bakið pínu lítið upp við vegginn þá sleppum við aðeins hömlunum, sleppum axlabandinu og erum bara með belti, spilum frjálsar.” „Síðan eins og við spilum seinni hálfleikinn þá erum við mjög ánægðir með frammistöðuna og þessi FH karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir þá voru menn ekkert að leggjast í aumingjaskap heldur fóru upp, fundu það var möguliki og sóttur þetta stig. Þetta verður gert upp í haust og þá sjáum við hvort að þetta stig var gott.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Þjálfari FH var bæði ósáttur við að hafa einungis fengið eitt stig á móti KR en á sama tíma sáttur að hafa þó náð í stigið úr því sem komið var enda lentu hans menn undir þegar um 20 sekúndur lifðu eftir ef uppgefnum viðbótartíma en leikurinn endaði 2-2. „Sko maður verður alltaf að skoða hvernig leikirnir þróast og miðað við yfirburðina í seinni hálfleik þá var ég ósáttur með stigið en eftir að hafa lent undir þá var frábært hjá strákunum að hafa komið til baka.” „Það er samt hægt að kasta kú yfir kirkjuturn yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum, sérstaklega fyrsta korterinu þar vorum við sljóir en unnum okkur inn í leikinn og áttum seinni hálfleikinn gjörsamlega. Þá herjuðum við á þá heldur betur“. Þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna þá gerðist atvik sem hefði getað sagt til um úrslit leiksins. FH-ingar komust upp að endamörkum og sendu fyrir og fór boltinn mjög greinilega í hendina á Albert Watson varnarmanni KR. Dómari leiksins veifaði höndum og neitaði að dæma víti en Ólafur var alveg klár á því að FH hefði átt að fá víti. „Þau gerast varla augljósari vítin. Það er þetta gamla góða hendi í bolta eða bolti í hönd og þá fara þeir að skýla sér á bakvið það að fjarlægðin hafi ekki verið næg eða höndin ekki nógu langt frá líkamanum. Góður handboltamarkmaður hefði verið mjög stoltur af þessari markvörslu“. Að lokum var Ólafur spurður út í hvaða áhrif svona sveiflur hefðu á menn í komandi leikjum. „Svona eru íþróttirnar bara, maður fer upp og niður. Við höfum mikið talað um það að enn og aftur erum við að lenda undir. Það er eins og þegar við lendum undir og erum komnir með bakið pínu lítið upp við vegginn þá sleppum við aðeins hömlunum, sleppum axlabandinu og erum bara með belti, spilum frjálsar.” „Síðan eins og við spilum seinni hálfleikinn þá erum við mjög ánægðir með frammistöðuna og þessi FH karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir þá voru menn ekkert að leggjast í aumingjaskap heldur fóru upp, fundu það var möguliki og sóttur þetta stig. Þetta verður gert upp í haust og þá sjáum við hvort að þetta stig var gott.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti