Orkupakkinn er óhagræði fyrir Ísland Elías Elíasson skrifar 12. júní 2018 07:00 Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi, skrifar grein um 3. orkupakka ESB í Fréttablaðinu 7/6-’18. Þökk sé honum fyrir að gefa kost á málefnalegum umræðum um þau atriði sem hann nefnir, en því miður virðist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá stjórnvöldum um suma hluti. Þannig hafa fyrri orkupakkarnir tveir leitt af sér óþarfa uppskiptingar hjá orkufyrirtækjunum og þær undanþágur sem Ísland hefur fengið sýna að hugmyndafræði þessara orkupakka gengur ekki upp hér á Íslandi.Frjálsi orkumarkaðurinn Auk þess að vera agnar smár í samanburðinum skortir íslenska orkumarkaðinn það umhverfi sem tryggir framleiðendum raforku á meginlandi Evrópu jafnstöðu (En: „level playing field“). Þetta er vegna þess, að náttúra Íslands leikur eitt stærsta hlutverkið á markaðnum hér og hún blæs á samkeppni. Náttúran tryggir ekki að jarðvarmi og vatnsorka séu á innbyrðis samkeppnishæfu verði eins og alþjóðlegir eldsneytismarkaðir gera með kol og gas. Náttúran tryggir heldur ekki, að hinir mismunandi virkjunarkostir sem hún býður upp á séu á samkeppnisfæru verði hver við annan eða markaðinn á sambærilegan hátt og fæst með samspili heimsmarkaða með vélar og rafbúnað við raforkumarkaði. Til að ráða bót á þeim hnökrum sem af þessu verða á íslenskum orkumarkaði þarf samráð, ekki samkeppni. Þetta eiga íslensk stjórnvöld að vera fær um að skýra út fyrir sendiherranum. Verður Orkustofnun íslensk eða erlend eftirlitsstofnun? Orkustofnun, hin íslenska eftirlitsstofnun, skal hafa vissar valdheimildir, en má hvorki leita eftir né taka við fyrirmælum frá íslenskum stjórnvöldum um nokkuð það er varðar beitingu þessa valds. Hins vegar ber henni að fylgja lögum og stefnumörkun ESB, samræma reglugerðir sínar öðrum evrópskum eftirlitsstofnunun og hafa samráð við ACER, án þess þó að hafa atkvæðisrétt í þeim samtökum eftirlitsstofnana sem ACER heldur utan um. Mörgum þykir með þessu fyrirkomulagi bæði orðið vafamál að hægt sé að telja þessa Orkustofnun til íslenskra stjórnvalda og nefnd útilokun frá atkvæðisrétti geri útslagið um að þetta fyrirkomulag samræmist ekki stjórnarskránni. Í öllu falli sé þetta svo stórt skref til viðbótar fyrri skrefum til afsals sjálfsákvörðunarréttar, að stjórnarskránni sé þar með ofboðið. Eins og skyldur Orkustofnunar eru markaðar á framangreindan hátt gæti svo farið, að stofnunin fari í raun að gæta samkeppnishagsmuna iðnaðar á meginlandi Evrópu gagnvart íslenskum iðnaði og verði þannig óvart að eins konar Trójuhesti í hinu íslenska stjórnkerfi. Vaxandi óþol gagnvart ESB Michael Mann segir í grein sinni: „Þriðji orkupakkinn svokallaði, sem Íslendingum er skylt að innleiða samkvæmt EES samningnum?…“ Svona má fulltrúi ESB ekki ávarpa Íslendinga. Í fyrsta lagi vegna þess, að hinir stjórnskipulegu fyrirvarar í EES-samningnum eru þar ekki bara upp á punt, enda væri EES-samningurinn þá stjórnarskrárbrot. Í öðru lagi vegna þess, að íslenskur almenningur hefur orðið vaxandi óþol gagnvart því hugarfari sem lesa má út úr þessu ávarpi og kemur fram hjá ESB þegar þeir setja reglur sem ekki henta hér og við skulum bara hlýða og innleiða. Orkupakkarnir eru dæmi um slíkar reglur. Orkupakkann má fella á Íslandi ESB að skaðlausu Michael Mann hefur rétt fyrir sér í því, að þriðji orkupakkinn, sem og hinir fyrri innihalda ýmis ákvæði sem eru af hinu góða. Það breytir þó ekki því, að sú hugmyndafræði sem löggjöf og regluverk innri raforkumarkaðar Evrópu byggir á passar ekki við íslenskar aðstæður, getur ekki leitt til lækkunar á almennu orkuverði á Íslandi og er andstæð íslenskum hagsmunum. Við skulum í þessu samhengi hætta að ræða um undanþágur frá lögum ESB og ræða um hvað Íslendingar telja í sína þágu og treysta sér til að samþykkja. Evrópusambandið hefur hvort sem er engan hag af því að Íslendingar samþykki lög á þessu sviði, sem gera ekki annað en hemja okkur í sókn eftir hagkvæmara raforkukerfi. Slík aðkoma ESB mundi bæta mjög ímynd sambandsins í augum almennings. Svo skulum við ræða hverju Brexit breytir eftir Brexit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi, skrifar grein um 3. orkupakka ESB í Fréttablaðinu 7/6-’18. Þökk sé honum fyrir að gefa kost á málefnalegum umræðum um þau atriði sem hann nefnir, en því miður virðist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá stjórnvöldum um suma hluti. Þannig hafa fyrri orkupakkarnir tveir leitt af sér óþarfa uppskiptingar hjá orkufyrirtækjunum og þær undanþágur sem Ísland hefur fengið sýna að hugmyndafræði þessara orkupakka gengur ekki upp hér á Íslandi.Frjálsi orkumarkaðurinn Auk þess að vera agnar smár í samanburðinum skortir íslenska orkumarkaðinn það umhverfi sem tryggir framleiðendum raforku á meginlandi Evrópu jafnstöðu (En: „level playing field“). Þetta er vegna þess, að náttúra Íslands leikur eitt stærsta hlutverkið á markaðnum hér og hún blæs á samkeppni. Náttúran tryggir ekki að jarðvarmi og vatnsorka séu á innbyrðis samkeppnishæfu verði eins og alþjóðlegir eldsneytismarkaðir gera með kol og gas. Náttúran tryggir heldur ekki, að hinir mismunandi virkjunarkostir sem hún býður upp á séu á samkeppnisfæru verði hver við annan eða markaðinn á sambærilegan hátt og fæst með samspili heimsmarkaða með vélar og rafbúnað við raforkumarkaði. Til að ráða bót á þeim hnökrum sem af þessu verða á íslenskum orkumarkaði þarf samráð, ekki samkeppni. Þetta eiga íslensk stjórnvöld að vera fær um að skýra út fyrir sendiherranum. Verður Orkustofnun íslensk eða erlend eftirlitsstofnun? Orkustofnun, hin íslenska eftirlitsstofnun, skal hafa vissar valdheimildir, en má hvorki leita eftir né taka við fyrirmælum frá íslenskum stjórnvöldum um nokkuð það er varðar beitingu þessa valds. Hins vegar ber henni að fylgja lögum og stefnumörkun ESB, samræma reglugerðir sínar öðrum evrópskum eftirlitsstofnunun og hafa samráð við ACER, án þess þó að hafa atkvæðisrétt í þeim samtökum eftirlitsstofnana sem ACER heldur utan um. Mörgum þykir með þessu fyrirkomulagi bæði orðið vafamál að hægt sé að telja þessa Orkustofnun til íslenskra stjórnvalda og nefnd útilokun frá atkvæðisrétti geri útslagið um að þetta fyrirkomulag samræmist ekki stjórnarskránni. Í öllu falli sé þetta svo stórt skref til viðbótar fyrri skrefum til afsals sjálfsákvörðunarréttar, að stjórnarskránni sé þar með ofboðið. Eins og skyldur Orkustofnunar eru markaðar á framangreindan hátt gæti svo farið, að stofnunin fari í raun að gæta samkeppnishagsmuna iðnaðar á meginlandi Evrópu gagnvart íslenskum iðnaði og verði þannig óvart að eins konar Trójuhesti í hinu íslenska stjórnkerfi. Vaxandi óþol gagnvart ESB Michael Mann segir í grein sinni: „Þriðji orkupakkinn svokallaði, sem Íslendingum er skylt að innleiða samkvæmt EES samningnum?…“ Svona má fulltrúi ESB ekki ávarpa Íslendinga. Í fyrsta lagi vegna þess, að hinir stjórnskipulegu fyrirvarar í EES-samningnum eru þar ekki bara upp á punt, enda væri EES-samningurinn þá stjórnarskrárbrot. Í öðru lagi vegna þess, að íslenskur almenningur hefur orðið vaxandi óþol gagnvart því hugarfari sem lesa má út úr þessu ávarpi og kemur fram hjá ESB þegar þeir setja reglur sem ekki henta hér og við skulum bara hlýða og innleiða. Orkupakkarnir eru dæmi um slíkar reglur. Orkupakkann má fella á Íslandi ESB að skaðlausu Michael Mann hefur rétt fyrir sér í því, að þriðji orkupakkinn, sem og hinir fyrri innihalda ýmis ákvæði sem eru af hinu góða. Það breytir þó ekki því, að sú hugmyndafræði sem löggjöf og regluverk innri raforkumarkaðar Evrópu byggir á passar ekki við íslenskar aðstæður, getur ekki leitt til lækkunar á almennu orkuverði á Íslandi og er andstæð íslenskum hagsmunum. Við skulum í þessu samhengi hætta að ræða um undanþágur frá lögum ESB og ræða um hvað Íslendingar telja í sína þágu og treysta sér til að samþykkja. Evrópusambandið hefur hvort sem er engan hag af því að Íslendingar samþykki lög á þessu sviði, sem gera ekki annað en hemja okkur í sókn eftir hagkvæmara raforkukerfi. Slík aðkoma ESB mundi bæta mjög ímynd sambandsins í augum almennings. Svo skulum við ræða hverju Brexit breytir eftir Brexit.
Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. 7. júní 2018 07:00
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun