Erlent

Nauðgunarákæra í Nóbelsnefndarhneykslinu

Kjartan Kjartansson skrifar
Arnault var bannað að mæta í Nóbelsveislu í desember eftir að ásakanir fjölda kvenna gegn honum voru birtar í sænskum fjölmiðlum.
Arnault var bannað að mæta í Nóbelsveislu í desember eftir að ásakanir fjölda kvenna gegn honum voru birtar í sænskum fjölmiðlum. Vísir/AP

Saksóknari í Svíþjóð hefur ákært franskan ljósmyndara og eiginmann fulltrúa í sænsku Nóbelsnefndinni fyrir nauðgun. Deilur í kringum ásakanirnar leiddu meðal annars til þess að nefndin ákvað að veita engin verðlaun í ár.

Menningarlíf Svíþjóðar hefur nötrað eftir að átján konur stigu fram og sökuðu Jean-Claude Arnault um kynferðislega áreitni í nóvember. Arnault er eiginmaður Katarinu Frostenson, ljóðskálds sem hefur setið í Nóbelsnefndinni frá árinu 1992. Nefndin veitir bókmennaverðlaun Nóbels.

Sjö nefndarmenn hafa síðan sagt af sér, þar á meðal Frostenson og aðalritarinn Sara Danius.

Christina Voigt, saksóknarinn í máli Arnault, segir að hann sé ákærður fyrir að nauðga konu í tvígang árið 2011. Í annað skiptið hafi hann beitt konuna ofbeldi, í hinu hafi hann nýtt sér að hún væri sofandi, að sögn AP-fréttastofunnar.

Arnault hefur hafnað ásökununum. Nóbelsnefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í apríl að „óviðunandi hegðun“ hefði átt sér stað í formi „óvelkominnar nándar“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×