Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. júní 2018 15:12 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tóku til máls í umræðu um fundarstjórn forseta. Vísir/Vilhelm Þingmenn Miðflokksins fóru mikinn við upphaf þingfundar í dag í umræðu um fundarstjórn forseta. Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. Töldu þingmenn flokksins að með frávísunartillögunni væri samkomulag um þinglok svikið, þar sem til stóð að allir flokkar fengju eitt mál afgreitt á þingi. Stjórnarmeirihlutinn tók þó ekki undir það þar sem málinu væri vísað til ríkisstjórnarinnar til efnislegrar umfjöllunar. „Þetta er ekki það sem samið var um. Hér var samið um að þessi tillaga kæmi til afgreiðslu í þingsal. Ég óska eftir því að hlé verði gert á þessum þingfundi og að þingflokksformenn eða e.t.v. formenn setjist niður á fundi til að fá botn í þetta mál, til að tryggja að þetta mál fái þá afgreiðslu sem samið var um,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins.Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins var ekki par sáttur við stjórnarmeriihlutann.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig til máls og sagði ótrúlegt að heyra málflutning um svik. „Það sem var rætt um milli formanna flokkanna var að hér myndi eitt mál frá hverjum þingflokki hljóta afgreiðslu í sal. Það var líka ljóst að það kynni að koma fram málsmeðferðartillögur eins og gerðist til að mynda í tilfelli tillögu Pírata um borgaralaun þar sem því máli var vísað til ríkisstjórnar. Hér liggur fyrir málsmeðferðartillaga. Hér er ekki verið að svæfa mál í nefnd eða ekki afgreiða mál, heldur er einmitt verið að afgreiða mál með málsmeðferðartillögu. Það er fullnaðarafgreiðsla. Það gengur ekki að hv. þingmenn leyfi sér að koma hér upp og tala um svik þegar þetta er það sem hefur verið rætt.“Samið um afgreiðslu í þingsal Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tók upp hanskann fyrir þingmenn Miðflokksins og sagði að hún hefði skilið það allan tímann sem svo að sátt þingflokksformanna fælist í því að eitt mál hvers flokks yrði afgreitt í þingsal. „Við erum ekki að biðja um samþykki. Við tökum alveg höfnuninni, en við viljum fá afstöðu þingsins. Og það er það sem Miðflokkurinn er að fara fram á. Við skulum setjast yfir þetta í rólegheitum áður en þingheimur fer hér upp um allt og æsir sig. Ég mæli eindregið með því að hæstv. forseti geri á þingfundi hið fyrsta,“ sagði Þorgerður Katrín.Ráðherra sagði málið furðulegt Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra sagði sktrautlega stöðu komna upp og taldi ekki mikið tilefni til ágreinings. Þingið hefði þegar tekið einróma afstöðu út úr nefnd og afgreitt í þinginu þingsályktunartillögu um að málið sem deilt væri um ætti að fara til ríkisstjórnarinnar til frekari skoðunar. Að skipuð yrði nefnd og kostir og gallar þess metnir. „Svo kemur hér frumvarp sem segir að þetta skuli gera strax með lögum. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé efnislega sama málið og hafi þegar verið afgreitt af þinginu fyrir nokkrum dögum síðan og vísar því þess vegna inn í þann farveg sem þingið sjálft bjó til fyrir það mál fyrir nokkrum dögum. Að þetta skuli vera efni í ágreining um það hvers vegna málið kemst ekki til atkvæðagreiðslu er alveg furðulegt. Málið fær nefndarmeðferð. Það fær fullar þrjár umferðir í þinginu og kemur svo til atkvæðagreiðslu um frávísunartillöguna. Verði hún felld verða greidd atkvæði um málið.“ Umræðan stóð sem fyrr segir í um fjörutíu mínútur og henni lauk með ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis um að hlé yrði gert á þingfundi og boðaði hann formenn þingflokka til fundar við sig um málið. Þingfundur hófst aftur klukkan 14:50 og náði þingheimur að afgreiða tvö mál áður en umræðan snerist aftur að fundarstjórn forseta og meintum svikum við Miðflokkinn. Þegar þetta er skrifað er aftur verið að ræða frávísunartillöguna og samkomulag um þinglok. Alþingi Tengdar fréttir Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins fóru mikinn við upphaf þingfundar í dag í umræðu um fundarstjórn forseta. Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. Töldu þingmenn flokksins að með frávísunartillögunni væri samkomulag um þinglok svikið, þar sem til stóð að allir flokkar fengju eitt mál afgreitt á þingi. Stjórnarmeirihlutinn tók þó ekki undir það þar sem málinu væri vísað til ríkisstjórnarinnar til efnislegrar umfjöllunar. „Þetta er ekki það sem samið var um. Hér var samið um að þessi tillaga kæmi til afgreiðslu í þingsal. Ég óska eftir því að hlé verði gert á þessum þingfundi og að þingflokksformenn eða e.t.v. formenn setjist niður á fundi til að fá botn í þetta mál, til að tryggja að þetta mál fái þá afgreiðslu sem samið var um,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins.Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins var ekki par sáttur við stjórnarmeriihlutann.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig til máls og sagði ótrúlegt að heyra málflutning um svik. „Það sem var rætt um milli formanna flokkanna var að hér myndi eitt mál frá hverjum þingflokki hljóta afgreiðslu í sal. Það var líka ljóst að það kynni að koma fram málsmeðferðartillögur eins og gerðist til að mynda í tilfelli tillögu Pírata um borgaralaun þar sem því máli var vísað til ríkisstjórnar. Hér liggur fyrir málsmeðferðartillaga. Hér er ekki verið að svæfa mál í nefnd eða ekki afgreiða mál, heldur er einmitt verið að afgreiða mál með málsmeðferðartillögu. Það er fullnaðarafgreiðsla. Það gengur ekki að hv. þingmenn leyfi sér að koma hér upp og tala um svik þegar þetta er það sem hefur verið rætt.“Samið um afgreiðslu í þingsal Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tók upp hanskann fyrir þingmenn Miðflokksins og sagði að hún hefði skilið það allan tímann sem svo að sátt þingflokksformanna fælist í því að eitt mál hvers flokks yrði afgreitt í þingsal. „Við erum ekki að biðja um samþykki. Við tökum alveg höfnuninni, en við viljum fá afstöðu þingsins. Og það er það sem Miðflokkurinn er að fara fram á. Við skulum setjast yfir þetta í rólegheitum áður en þingheimur fer hér upp um allt og æsir sig. Ég mæli eindregið með því að hæstv. forseti geri á þingfundi hið fyrsta,“ sagði Þorgerður Katrín.Ráðherra sagði málið furðulegt Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra sagði sktrautlega stöðu komna upp og taldi ekki mikið tilefni til ágreinings. Þingið hefði þegar tekið einróma afstöðu út úr nefnd og afgreitt í þinginu þingsályktunartillögu um að málið sem deilt væri um ætti að fara til ríkisstjórnarinnar til frekari skoðunar. Að skipuð yrði nefnd og kostir og gallar þess metnir. „Svo kemur hér frumvarp sem segir að þetta skuli gera strax með lögum. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé efnislega sama málið og hafi þegar verið afgreitt af þinginu fyrir nokkrum dögum síðan og vísar því þess vegna inn í þann farveg sem þingið sjálft bjó til fyrir það mál fyrir nokkrum dögum. Að þetta skuli vera efni í ágreining um það hvers vegna málið kemst ekki til atkvæðagreiðslu er alveg furðulegt. Málið fær nefndarmeðferð. Það fær fullar þrjár umferðir í þinginu og kemur svo til atkvæðagreiðslu um frávísunartillöguna. Verði hún felld verða greidd atkvæði um málið.“ Umræðan stóð sem fyrr segir í um fjörutíu mínútur og henni lauk með ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis um að hlé yrði gert á þingfundi og boðaði hann formenn þingflokka til fundar við sig um málið. Þingfundur hófst aftur klukkan 14:50 og náði þingheimur að afgreiða tvö mál áður en umræðan snerist aftur að fundarstjórn forseta og meintum svikum við Miðflokkinn. Þegar þetta er skrifað er aftur verið að ræða frávísunartillöguna og samkomulag um þinglok.
Alþingi Tengdar fréttir Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira
Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11