Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2018 19:30 Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. Þingmenn Miðflokksins saka stjórnarflokkana um að svíkja loforð um afgreiðslu á frumvarpi um vexti og verðbætur. Samið hafði verið um að hver þingflokkur stjórnarandstöðunnar fengi eitt mál afgreitt fyrir þinglok. Frumvarpið sem Miðflokkur tefldi fram snýr að því að fjarlægða húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði síðan fram frávísunartillögu á málið á Alþingi í dag sem fól í sér að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar til umfjöllunar. Þingmenn flokksins fóru ítrekað í ræðustól í dag og fóru fram á atkvæðagreiðslu um málið og sakaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins stjórnarflokkana um svik. „Frávísunartillaga er tillaga um að mál fái ekki afgreiðslu, sé ekki afgreitt. Svoleiðis að leggja fram slíka tillögu og koma í veg fyrir að málið fái eðlilega afgreiðslu í atkvæðagreiðslu felur í sér svik á því samkomulagi sem gert var,“ sagði Sigmundur Davíð.Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingisvísir/ernirÓli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði meirihluta nefndarinnar hafa afgreitt málið með rökstuddri frávísunartillögu hinn 8. júní. „Það tók Miðflokkinn semsagt fjóra daga, heila daga, að gera hér upphlaup í þingsal. Á þeim degi sem við töldum að væri lokadagur þings,“ sagði Óli Björn. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir gagnrýni Miðflokksins í löngum umræðum um fundarstjórn forseta sem töfðu þingstörf. Nokkrar atkvæðagreiðslur og umræður um persónuverndarfumvarp dómsmálaráðherra eru eftir og því er alls ekki ólíklegt að Alþingi þurfi einnig að koma til fundar á morgun. Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12 Bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum samþykkt Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. 12. júní 2018 16:26 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. Þingmenn Miðflokksins saka stjórnarflokkana um að svíkja loforð um afgreiðslu á frumvarpi um vexti og verðbætur. Samið hafði verið um að hver þingflokkur stjórnarandstöðunnar fengi eitt mál afgreitt fyrir þinglok. Frumvarpið sem Miðflokkur tefldi fram snýr að því að fjarlægða húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði síðan fram frávísunartillögu á málið á Alþingi í dag sem fól í sér að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar til umfjöllunar. Þingmenn flokksins fóru ítrekað í ræðustól í dag og fóru fram á atkvæðagreiðslu um málið og sakaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins stjórnarflokkana um svik. „Frávísunartillaga er tillaga um að mál fái ekki afgreiðslu, sé ekki afgreitt. Svoleiðis að leggja fram slíka tillögu og koma í veg fyrir að málið fái eðlilega afgreiðslu í atkvæðagreiðslu felur í sér svik á því samkomulagi sem gert var,“ sagði Sigmundur Davíð.Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingisvísir/ernirÓli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði meirihluta nefndarinnar hafa afgreitt málið með rökstuddri frávísunartillögu hinn 8. júní. „Það tók Miðflokkinn semsagt fjóra daga, heila daga, að gera hér upphlaup í þingsal. Á þeim degi sem við töldum að væri lokadagur þings,“ sagði Óli Björn. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir gagnrýni Miðflokksins í löngum umræðum um fundarstjórn forseta sem töfðu þingstörf. Nokkrar atkvæðagreiðslur og umræður um persónuverndarfumvarp dómsmálaráðherra eru eftir og því er alls ekki ólíklegt að Alþingi þurfi einnig að koma til fundar á morgun.
Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12 Bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum samþykkt Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. 12. júní 2018 16:26 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23
Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12
Bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum samþykkt Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. 12. júní 2018 16:26