Styttum vakta-vinnuvikuna Elín Björg Jónsdóttir skrifar 13. júní 2018 07:00 Stytting vinnuvikunnar úr 40 stundum í 36 hefur verið ein meginkrafa BSRB um langt skeið. Við finnum nú fyrir verulega auknum áhuga í samfélaginu og sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi þess að launafólk hafi meiri tíma til að sinna fjölskyldu og vinum eftir að vinnudeginum lýkur. Hingað til hefur umræðan átt það til að afmarkast við vinnustaði þar sem unnið er í dagvinnu. Við höfum oft heyrt það viðkvæði að ómögulegt sé að stytta vinnuvikuna á vaktavinnustöðum án þess að kostnaður sem af því hljótist verði greiddur. Ríkið og BSRB hafa staðið fyrir tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar með fjórum vinnustöðum. Á einum þeirra, hjá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum, er unnin vaktavinna. Tilraunaverkefnið átti að standa í eitt ár en var nýlega framlengt um eitt ár til viðbótar í ljósi þess hversu jákvæðar niðurstöður komu eftir fyrsta árið og vegna óska þátttakenda. Í verkefni sem BSRB og Reykjavíkurborg standa að tekur nú fjöldi dag- og vaktavinnustaða, þar sem um fjórðungur starfsmanna borgarinnar starfar, þátt í að stytta vinnuvikuna í tilraunaskyni. Enginn þeirra vaktavinnustaða sem taka þátt hafa fengið viðbótarfjármagn vegna tilraunaverkefnisins. Þessi reynsla sýnir að fjöldi vaktavinnustaða getur stytt vinnuvikuna án þess að það þurfi að bæta fjármagni í reksturinn. Verkefnin eru þó ólík og því getur þurft að mæta kostnaði að hluta hjá öðrum. Velferðarráðuneytið auglýsir þessa dagana eftir umsóknum frá vaktavinnustöðum hjá ríkinu sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefni BSRB og ríkisins um styttingu vinnutíma. Sá vinnustaður sem verður fyrir valinu verður þá sá fimmti í yfirstandandi tilraun fram að sumri 2019. Allir vaktavinnustaðir eru hvattir til að sækja um en þátttakan getur afmarkast við deild eða svið innan vinnustaðarins. BSRB hvetur sérstaklega stjórnendur á vinnustöðum sem hafa talið styttingu vinnuvikunnar ómögulega vegna kostnaðar til að taka málið til skoðunar.Höfundur er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Kjaramál Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar úr 40 stundum í 36 hefur verið ein meginkrafa BSRB um langt skeið. Við finnum nú fyrir verulega auknum áhuga í samfélaginu og sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi þess að launafólk hafi meiri tíma til að sinna fjölskyldu og vinum eftir að vinnudeginum lýkur. Hingað til hefur umræðan átt það til að afmarkast við vinnustaði þar sem unnið er í dagvinnu. Við höfum oft heyrt það viðkvæði að ómögulegt sé að stytta vinnuvikuna á vaktavinnustöðum án þess að kostnaður sem af því hljótist verði greiddur. Ríkið og BSRB hafa staðið fyrir tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar með fjórum vinnustöðum. Á einum þeirra, hjá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum, er unnin vaktavinna. Tilraunaverkefnið átti að standa í eitt ár en var nýlega framlengt um eitt ár til viðbótar í ljósi þess hversu jákvæðar niðurstöður komu eftir fyrsta árið og vegna óska þátttakenda. Í verkefni sem BSRB og Reykjavíkurborg standa að tekur nú fjöldi dag- og vaktavinnustaða, þar sem um fjórðungur starfsmanna borgarinnar starfar, þátt í að stytta vinnuvikuna í tilraunaskyni. Enginn þeirra vaktavinnustaða sem taka þátt hafa fengið viðbótarfjármagn vegna tilraunaverkefnisins. Þessi reynsla sýnir að fjöldi vaktavinnustaða getur stytt vinnuvikuna án þess að það þurfi að bæta fjármagni í reksturinn. Verkefnin eru þó ólík og því getur þurft að mæta kostnaði að hluta hjá öðrum. Velferðarráðuneytið auglýsir þessa dagana eftir umsóknum frá vaktavinnustöðum hjá ríkinu sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefni BSRB og ríkisins um styttingu vinnutíma. Sá vinnustaður sem verður fyrir valinu verður þá sá fimmti í yfirstandandi tilraun fram að sumri 2019. Allir vaktavinnustaðir eru hvattir til að sækja um en þátttakan getur afmarkast við deild eða svið innan vinnustaðarins. BSRB hvetur sérstaklega stjórnendur á vinnustöðum sem hafa talið styttingu vinnuvikunnar ómögulega vegna kostnaðar til að taka málið til skoðunar.Höfundur er formaður BSRB
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar