Lokaúrskurður kjararáðs Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. júní 2018 10:00 Ritstjórn Fréttablaðsins hefur kært ákvörðun kjararáðs um að synja henni um afrit af fundargerðum ráðsins frá ársbyrjun 2013 til dagsins í dag til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þetta er staðan eins og hún er í dag. Aðdragandinn er sá að á síðustu misserum, eða frá því í nóvember árið 2017, hefur Fréttablaðið freistað þess að fá afrit af fundargerðum ráðsins, einfaldlega vegna þess að ritstjórn blaðsins telur efni þeirra eiga erindi við almenning. Kjararáð tekur ekki undir þetta. Allt frá því að formleg fyrirspurn barst frá ritstjórninni á síðasta ári hefur ráðið bæði dregið það að svara fyrirspurninni og gefið skít í störf blaðamanna Fréttablaðsins með því að segja að afstaða verði tekin til hennar „á nýju ári“. Kjararáð hefur tvisvar hafnað fyrirspurnum ritstjórnarinnar á þessu tímabili. Fyrst var fyrirspurnin of víðtæk, og var hún því þrengd og lögð fyrir aftur. Þann 14. mars síðastliðinn var breyttri fyrirspurn hafnað. Fréttablaðið hefur tvisvar leitað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna framgöngu kjararáðs. Ráðið hefur ítrekað dregið það að svara nefndinni. Í fyrradag barst loks umsögn kjararáðs til nefndarinnar vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins. Þar endurspeglast sú fastmótaða, og á sama tíma afvegaleidda, niðurstaða ráðsins að ekki komi til greina að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðunum. Rökstuðningur kjararáðs byggist fyrst og fremst á þeirri fullyrðingu að ráðið heyri ekki undir framkvæmdarvaldið, sé í raun ekki stjórnvald og starfi fyrir alla þrjá arma ríkisvaldsins. Umbeðnar fundargerðir hafi orðið til í tíð eldri laga en þá hafi ráðið verið undanþegið upplýsingalögum í ljósi sérstakrar stöðu sinnar. Kjararáð hyggst ekki afhenda úrskurðarnefndinni gögnin fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort það falli undir upplýsingalög. Í þessu máli öllu leynast verðug viðfangsefni löglærðra einstaklinga, og umræðurnar hér á ritstjórn Fréttablaðsins hafa sannarlega verið líflegar um málið. Hér takast á sjónarmið sem taka til stöðu kjararáðs sem lögbundins gerðardóms eða stjórnsýslunefndar með úrskurðarvald; hvort fyrirspurn fjölmiðils sé gild nái hún til tíma þegar ráðið var undanþegið upplýsingalögum; og hvers vegna endanleg ákvörðun um stjórnskipulega stöðu ráðsins hafi ekki verið tekin með lagabreytingum árið 2006 en í greinargerð þess lagafrumvarps kom fram að „þarflaust“ væri að taka afstöðu til málsins. Hvað sem lagatæknilegum álitamálum líður er hin raunverulega staðreynd málsins sú að kjararáð hefur beitt sér af miklu afli til að hindra það að ritstjórn Fréttablaðsins fái afrit af fundargerðum þess. Gögn sem vafalaust munu varpa nýju ljósi á störf ráðsins. Lokaúrskurður kjararáðs virðist ætla að vera sá að gefa fjölmiðlum, og þar með almenningi, langt nef. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Ritstjórn Fréttablaðsins hefur kært ákvörðun kjararáðs um að synja henni um afrit af fundargerðum ráðsins frá ársbyrjun 2013 til dagsins í dag til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þetta er staðan eins og hún er í dag. Aðdragandinn er sá að á síðustu misserum, eða frá því í nóvember árið 2017, hefur Fréttablaðið freistað þess að fá afrit af fundargerðum ráðsins, einfaldlega vegna þess að ritstjórn blaðsins telur efni þeirra eiga erindi við almenning. Kjararáð tekur ekki undir þetta. Allt frá því að formleg fyrirspurn barst frá ritstjórninni á síðasta ári hefur ráðið bæði dregið það að svara fyrirspurninni og gefið skít í störf blaðamanna Fréttablaðsins með því að segja að afstaða verði tekin til hennar „á nýju ári“. Kjararáð hefur tvisvar hafnað fyrirspurnum ritstjórnarinnar á þessu tímabili. Fyrst var fyrirspurnin of víðtæk, og var hún því þrengd og lögð fyrir aftur. Þann 14. mars síðastliðinn var breyttri fyrirspurn hafnað. Fréttablaðið hefur tvisvar leitað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna framgöngu kjararáðs. Ráðið hefur ítrekað dregið það að svara nefndinni. Í fyrradag barst loks umsögn kjararáðs til nefndarinnar vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins. Þar endurspeglast sú fastmótaða, og á sama tíma afvegaleidda, niðurstaða ráðsins að ekki komi til greina að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðunum. Rökstuðningur kjararáðs byggist fyrst og fremst á þeirri fullyrðingu að ráðið heyri ekki undir framkvæmdarvaldið, sé í raun ekki stjórnvald og starfi fyrir alla þrjá arma ríkisvaldsins. Umbeðnar fundargerðir hafi orðið til í tíð eldri laga en þá hafi ráðið verið undanþegið upplýsingalögum í ljósi sérstakrar stöðu sinnar. Kjararáð hyggst ekki afhenda úrskurðarnefndinni gögnin fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort það falli undir upplýsingalög. Í þessu máli öllu leynast verðug viðfangsefni löglærðra einstaklinga, og umræðurnar hér á ritstjórn Fréttablaðsins hafa sannarlega verið líflegar um málið. Hér takast á sjónarmið sem taka til stöðu kjararáðs sem lögbundins gerðardóms eða stjórnsýslunefndar með úrskurðarvald; hvort fyrirspurn fjölmiðils sé gild nái hún til tíma þegar ráðið var undanþegið upplýsingalögum; og hvers vegna endanleg ákvörðun um stjórnskipulega stöðu ráðsins hafi ekki verið tekin með lagabreytingum árið 2006 en í greinargerð þess lagafrumvarps kom fram að „þarflaust“ væri að taka afstöðu til málsins. Hvað sem lagatæknilegum álitamálum líður er hin raunverulega staðreynd málsins sú að kjararáð hefur beitt sér af miklu afli til að hindra það að ritstjórn Fréttablaðsins fái afrit af fundargerðum þess. Gögn sem vafalaust munu varpa nýju ljósi á störf ráðsins. Lokaúrskurður kjararáðs virðist ætla að vera sá að gefa fjölmiðlum, og þar með almenningi, langt nef.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar