Splunkunýr Mandi opnaði dyr sínar á fyrsta leikdegi Íslands Sylvía Hall skrifar 16. júní 2018 21:15 Starfsfólk Mandi var að vonum hresst við opnun staðarins í dag. Mandi Veitingastaðurinn Mandi við Ingólfstorg opnaði aftur eftir framkvæmdir við mikinn fögnuð viðskiptavina í dag. Staðurinn hefur verið lokaður í rúman mánuð og hefur mikil útlitsbreyting orðið á staðnum síðan þá. Hlal Jarah, eigandi Mandi, segir opnunina hafa gengið vonum framar og mikill fjöldi fólks hafi lagt leið sína á staðinn í dag og fengið sér langþráð Shawarma eða hinn sívinsæla Mandi hummus. Hlal er viðskiptavinum staðarins vel kunnur og sagði hann í viðtali við Vísi í haust að honum þætti vænt um Íslendinga, sem margir hverjir leggja leið sína á staðinn einnig til þess að heilsa upp á glaðlegt starfsfólkið.Staðurinn hefur fengið nýtt útlit og voru margir sem mættu á opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var því viðeigandi að staðurinn opnaði í dag, en á sama tíma var leikur Íslands sýndur á risaskjá á Ingólfstorgi og því tilvalið fyrir svanga fótboltaunnendur að grípa í bita á staðnum vinsæla. Mandi setti inn færslu á Facebook-síðu sína fyrr í dag þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við íslenska landsliðið með skemmtilegri tilvísun í víkingaklappið fræga og íslenska fánann má sjá á nýrri forsíðumynd staðarins. Að sögn Hlal gengu framkvæmdir vel og er staðurinn nær óþekkjanlegur, en mikið var lagt í breytingarnar. Búið er að bæta við bekkjum og borðum svo fleiri geti setið og notið matarins á staðnum, en staðurinn er yfirleitt þéttsetinn. Mandi er löngu orðinn vinsæll viðkomustaður Íslendinga sem sækja miðbæinn og því geta aðdáendur staðarins tekið gleði sína á ný og lagt leið sína niður á Ingólfstorg til þess að gæða sér á Sýrlenskri matargerð staðarins, en Hlal segir alla vera velkomna til þess að bera breytingarnar augum.Hlal Jarah, eigandi Mandi, og stuðningsmaður landsliðsins smella einni sjálfu af sér við opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var hátíðlegt á Mandi í dag þegar staðurinn opnaði á ný og voru dyr staðarins skreyttar með blöðrum.Mynd/Mandi HM 2018 í Rússlandi Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15 Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Veitingastaðurinn Mandi við Ingólfstorg opnaði aftur eftir framkvæmdir við mikinn fögnuð viðskiptavina í dag. Staðurinn hefur verið lokaður í rúman mánuð og hefur mikil útlitsbreyting orðið á staðnum síðan þá. Hlal Jarah, eigandi Mandi, segir opnunina hafa gengið vonum framar og mikill fjöldi fólks hafi lagt leið sína á staðinn í dag og fengið sér langþráð Shawarma eða hinn sívinsæla Mandi hummus. Hlal er viðskiptavinum staðarins vel kunnur og sagði hann í viðtali við Vísi í haust að honum þætti vænt um Íslendinga, sem margir hverjir leggja leið sína á staðinn einnig til þess að heilsa upp á glaðlegt starfsfólkið.Staðurinn hefur fengið nýtt útlit og voru margir sem mættu á opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var því viðeigandi að staðurinn opnaði í dag, en á sama tíma var leikur Íslands sýndur á risaskjá á Ingólfstorgi og því tilvalið fyrir svanga fótboltaunnendur að grípa í bita á staðnum vinsæla. Mandi setti inn færslu á Facebook-síðu sína fyrr í dag þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við íslenska landsliðið með skemmtilegri tilvísun í víkingaklappið fræga og íslenska fánann má sjá á nýrri forsíðumynd staðarins. Að sögn Hlal gengu framkvæmdir vel og er staðurinn nær óþekkjanlegur, en mikið var lagt í breytingarnar. Búið er að bæta við bekkjum og borðum svo fleiri geti setið og notið matarins á staðnum, en staðurinn er yfirleitt þéttsetinn. Mandi er löngu orðinn vinsæll viðkomustaður Íslendinga sem sækja miðbæinn og því geta aðdáendur staðarins tekið gleði sína á ný og lagt leið sína niður á Ingólfstorg til þess að gæða sér á Sýrlenskri matargerð staðarins, en Hlal segir alla vera velkomna til þess að bera breytingarnar augum.Hlal Jarah, eigandi Mandi, og stuðningsmaður landsliðsins smella einni sjálfu af sér við opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var hátíðlegt á Mandi í dag þegar staðurinn opnaði á ný og voru dyr staðarins skreyttar með blöðrum.Mynd/Mandi
HM 2018 í Rússlandi Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15 Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15
Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41