Spilar nú á bragðlaukana Benedikt Bóas skrifar 18. júní 2018 06:00 Frá vinstri, Viktor Örn Andrésson, þjálfari Bjarna, Sturla Birgisson dómari, Bjarni Siguróli Jakobsson, sem keppir í Bocuse d'Or matreiðslukeppninni á næsta ári, og Ísak Þorsteinsson, aðstoðarmaður hans. Þráinn Freyr Vigfússon „Það langar marga að verða rokkstjarna. Þegar ég flutti suður fór ég í tónlistarnám en fór að læra matreiðslu í kjölfarið og nú reyni ég að spila á bragðlaukana,“ segir Bjarni Siguróli Jakobsson en hann náði 9. sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d’Or matreiðslukeppninnar sem haldin var í Tórínó á dögunum. Alls komust 10 áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Lyon í janúar á næsta ári. Bocuse d’Or er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda. Bjarni Siguróli hafði fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin.Bjarni í keppninni, hann hafði fimm og hálfa klukkustund til að elda matinn.„Þetta er bara fyrri hálfleikur í þessu ævintýri. Markmiðið var að komast áfram úr þessari forkeppni og ég er mjög sáttur,“ segir hann. Bjarni Siguróli byrjaði sína skjálftavakt í eldhúsinu á veitingastaðnum Sölku á Húsavík þegar hann var aðeins 15 ára. Matreiðslan hefur alltaf verið stór hluti af lífi hans þó að rokkið hafi einnig kitlað. „Þegar ég byrjaði var ég meira í því að baka en svo færðist þetta meira út í matreiðsluna. Ég fór í FÍH í Reykjavík og hélt að það væri meira nám svo ég lærði matreiðsluna með og nú hefur þetta snúist við og metnaðurinn er allur í bragðlaukunum.“ Hann segir að tónlistarnámið hjálpi sér mikið í matreiðslunni. „Ég var með smá stúdíó á Húsavík og var smá að taka upp tónlist. Það er hægt að heimfæra alla hluti upp á eitthvað og hvernig maður stillir af bragð er eins og að stilla af tónlist.“ Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d’Or Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann 5. sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náðu Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017. Báðir fengu þeir bronsverðlaun. Viktor er einmitt þjálfari Bjarna SigurólaFatið sem Bjarni bar fram fyrir dómarana. Sannkallað listaverk. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Það langar marga að verða rokkstjarna. Þegar ég flutti suður fór ég í tónlistarnám en fór að læra matreiðslu í kjölfarið og nú reyni ég að spila á bragðlaukana,“ segir Bjarni Siguróli Jakobsson en hann náði 9. sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d’Or matreiðslukeppninnar sem haldin var í Tórínó á dögunum. Alls komust 10 áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Lyon í janúar á næsta ári. Bocuse d’Or er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda. Bjarni Siguróli hafði fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin.Bjarni í keppninni, hann hafði fimm og hálfa klukkustund til að elda matinn.„Þetta er bara fyrri hálfleikur í þessu ævintýri. Markmiðið var að komast áfram úr þessari forkeppni og ég er mjög sáttur,“ segir hann. Bjarni Siguróli byrjaði sína skjálftavakt í eldhúsinu á veitingastaðnum Sölku á Húsavík þegar hann var aðeins 15 ára. Matreiðslan hefur alltaf verið stór hluti af lífi hans þó að rokkið hafi einnig kitlað. „Þegar ég byrjaði var ég meira í því að baka en svo færðist þetta meira út í matreiðsluna. Ég fór í FÍH í Reykjavík og hélt að það væri meira nám svo ég lærði matreiðsluna með og nú hefur þetta snúist við og metnaðurinn er allur í bragðlaukunum.“ Hann segir að tónlistarnámið hjálpi sér mikið í matreiðslunni. „Ég var með smá stúdíó á Húsavík og var smá að taka upp tónlist. Það er hægt að heimfæra alla hluti upp á eitthvað og hvernig maður stillir af bragð er eins og að stilla af tónlist.“ Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d’Or Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann 5. sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náðu Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017. Báðir fengu þeir bronsverðlaun. Viktor er einmitt þjálfari Bjarna SigurólaFatið sem Bjarni bar fram fyrir dómarana. Sannkallað listaverk.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira