Uppdópað gengi Seðlabanka veldur vaxandi usla og tjóni Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. júní 2018 07:00 Ein elzta prentsmiðja og kassagerð landsins, Oddi, neyddist fyrir nokkru til að hætta framleiðslu á bylgju- og plastumbúðum, og þurfti að segja upp helmingi starfsmanna sinna, 86 manns. Á okkar mælikvarða var þetta gífurlega stór og alvarleg hópuppsögn. Er við því að búast, að önnur iðnfyrirtæki, sem selja mest á innlendum markaði, líka auðvitað ferðaþjónustan, séu komin í svipaðan vanda, en uppdópað gengi krónunnar lækkar verð á innfluttri vöru, meðan það torveldar innlendum iðnfyrirtækjum, sem hafa líka sinn háa launakostnað, yfirkeyrðan fjármagnskostnað og lítinn markað, að keppa við innflutta, erlenda framleiðslu. Innlend iðnfyrirtæki hafa í raun ekki átt þess kost, vegna okurvaxta og uppdópaðs gengis, að keppa á jafnréttisgrundvelli við erlend iðnfyrirtæki í mörg misseri, þó að þau hafi að nokkru haldið velli vegna nálægðar og tengsla við heimamarkaðinn. Alþjóðleg samkeppnisstaða byggist á fjórum meginþáttum:LaunakostnaðiFjármagnskostnaðiGengi gjaldmiðlaTollum Auðvitað kemur fleira til, eins og menntun, reynsla og hæfni stjórnenda, agi, gæðavitund og verklag iðnverkafólks o.s.frv. Mikilvægt er líka, um hverskyns iðnvarning er að ræða. Einfaldan varning má að verulegu leyti framleiða án þess að mannshöndin komi þar mikið nærri. Gallinn er samt sá, að slík tækni kallar á meira framleiðslumagn en íslenzkur markaður oft leyfir. Annars vegar þarf því fjármagnskostnaður að vera hóflegur, svo að unnt sé að fjárfesta í kostnaðarsamri sjálfvirkri framleiðslutækni, og hins vegar þarf gengi krónunnar að vera „rétt“ svo líka sé hægt að flytja út, ef þörf krefur. Væntanlega var „rétt gengi“, eða öllu heldur skortur á því, afgerandi þáttur í vanda Odda, en „rétt gengi“ myndi hækka kostnað innfluttrar samkeppnisvöru og jafnframt lækka verð útfluttrar vöru í erlendri mynt. Fyrsta forsenda fyrir „réttu gengi“ milli tveggja gjaldmiðla, er, að ávöxtunin, sem aftur byggist á verðbólgu, sé svipuð. Spurningin er sem sagt, annars vegar, hversu mikla ávöxtun fær fjárfestir af fjárfestingu í tilteknum gjaldmiðli og hins vegar, með hversu stöðugu verðgildi gjaldmiðilsins getur fjárfestirinn reiknað. Síðustu árin hefur verðbólga í hinum vestræna heimi verið frá núlli upp í um tvö prósent. Um þessar mundir er verðbólga í Bandaríkjunum 2,1%, í Bretlandi 2,9%, í Þýzkalandi 1,65% og í Evrópu 1,35%. Á sama tíma eru stýrivextir í Bandaríkjunum 1,25-1,5%, í Bretlandi 0,5% og í Þýkalandi og Evrópu 0,00%. M.ö.o. er verðbólgan í öllum okkar helztu viðskiptalöndum verulega miklu meiri en stýrivextir. Til að við getum flutt inn og út frá þessum helztu viðskiptalöndum okkar á jafnræðisgrundvelli, þyrfti hlutfall milli verðbólgu og vaxta auðvitað að vera svipað hér. Því er þó kolöfugt farið. Stýrivextir hér hafa verið margfalt hærri en verðbólgan, en, í raun, ef hún er reiknuð á sama hátt og í nefndum viðskiptalöndum (án fasteignakostnaðar), hefur hún verið í allt að MÍNUS 2,6% síðustu misseri; hjá okkur hefur verið langvarandi og stöðug verðhjöðnun, á sama tíma og stýrivextir hér eru nú 4,25%. Með þessum óskiljanlega hætti, sem brýtur í bága við síðustu og beztu aðferðafræði allra annarra vestrænna seðlabanka, dópar Seðlabankinn hér upp krónuna, langt upp fyrir sann- eða raunverði, og afskræmir gjöld og tekjur helztu atvinnuvega landsins. Miðað við fjármálavísindi seðlabanka helztu viðskiptalanda okkar, ættu stýrivextir á Íslandi í hæsta falli að vera við núllið, en í raun eru þeir, sem sagt, plús 4,25%, sem er yfirkeyrt og óskiljanlegt og dópar sennilega upp krónuna um 10-20%. Frá mínum bæjardyrum séð, ber Seðlabankinn meginsökina og -ábyrgðina á fjöldauppsögnunum bæði hjá Granda á Akranesi í fyrra og hjá Odda hér í Reykjavík nú, með sinni glórulausu vaxtastefnu, og er þá ótalinn uppsafnaður og enn óþekktur vandi fjölmargra annarra fyrirtækja, sem enn reyna að berjast, bæði á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ein elzta prentsmiðja og kassagerð landsins, Oddi, neyddist fyrir nokkru til að hætta framleiðslu á bylgju- og plastumbúðum, og þurfti að segja upp helmingi starfsmanna sinna, 86 manns. Á okkar mælikvarða var þetta gífurlega stór og alvarleg hópuppsögn. Er við því að búast, að önnur iðnfyrirtæki, sem selja mest á innlendum markaði, líka auðvitað ferðaþjónustan, séu komin í svipaðan vanda, en uppdópað gengi krónunnar lækkar verð á innfluttri vöru, meðan það torveldar innlendum iðnfyrirtækjum, sem hafa líka sinn háa launakostnað, yfirkeyrðan fjármagnskostnað og lítinn markað, að keppa við innflutta, erlenda framleiðslu. Innlend iðnfyrirtæki hafa í raun ekki átt þess kost, vegna okurvaxta og uppdópaðs gengis, að keppa á jafnréttisgrundvelli við erlend iðnfyrirtæki í mörg misseri, þó að þau hafi að nokkru haldið velli vegna nálægðar og tengsla við heimamarkaðinn. Alþjóðleg samkeppnisstaða byggist á fjórum meginþáttum:LaunakostnaðiFjármagnskostnaðiGengi gjaldmiðlaTollum Auðvitað kemur fleira til, eins og menntun, reynsla og hæfni stjórnenda, agi, gæðavitund og verklag iðnverkafólks o.s.frv. Mikilvægt er líka, um hverskyns iðnvarning er að ræða. Einfaldan varning má að verulegu leyti framleiða án þess að mannshöndin komi þar mikið nærri. Gallinn er samt sá, að slík tækni kallar á meira framleiðslumagn en íslenzkur markaður oft leyfir. Annars vegar þarf því fjármagnskostnaður að vera hóflegur, svo að unnt sé að fjárfesta í kostnaðarsamri sjálfvirkri framleiðslutækni, og hins vegar þarf gengi krónunnar að vera „rétt“ svo líka sé hægt að flytja út, ef þörf krefur. Væntanlega var „rétt gengi“, eða öllu heldur skortur á því, afgerandi þáttur í vanda Odda, en „rétt gengi“ myndi hækka kostnað innfluttrar samkeppnisvöru og jafnframt lækka verð útfluttrar vöru í erlendri mynt. Fyrsta forsenda fyrir „réttu gengi“ milli tveggja gjaldmiðla, er, að ávöxtunin, sem aftur byggist á verðbólgu, sé svipuð. Spurningin er sem sagt, annars vegar, hversu mikla ávöxtun fær fjárfestir af fjárfestingu í tilteknum gjaldmiðli og hins vegar, með hversu stöðugu verðgildi gjaldmiðilsins getur fjárfestirinn reiknað. Síðustu árin hefur verðbólga í hinum vestræna heimi verið frá núlli upp í um tvö prósent. Um þessar mundir er verðbólga í Bandaríkjunum 2,1%, í Bretlandi 2,9%, í Þýzkalandi 1,65% og í Evrópu 1,35%. Á sama tíma eru stýrivextir í Bandaríkjunum 1,25-1,5%, í Bretlandi 0,5% og í Þýkalandi og Evrópu 0,00%. M.ö.o. er verðbólgan í öllum okkar helztu viðskiptalöndum verulega miklu meiri en stýrivextir. Til að við getum flutt inn og út frá þessum helztu viðskiptalöndum okkar á jafnræðisgrundvelli, þyrfti hlutfall milli verðbólgu og vaxta auðvitað að vera svipað hér. Því er þó kolöfugt farið. Stýrivextir hér hafa verið margfalt hærri en verðbólgan, en, í raun, ef hún er reiknuð á sama hátt og í nefndum viðskiptalöndum (án fasteignakostnaðar), hefur hún verið í allt að MÍNUS 2,6% síðustu misseri; hjá okkur hefur verið langvarandi og stöðug verðhjöðnun, á sama tíma og stýrivextir hér eru nú 4,25%. Með þessum óskiljanlega hætti, sem brýtur í bága við síðustu og beztu aðferðafræði allra annarra vestrænna seðlabanka, dópar Seðlabankinn hér upp krónuna, langt upp fyrir sann- eða raunverði, og afskræmir gjöld og tekjur helztu atvinnuvega landsins. Miðað við fjármálavísindi seðlabanka helztu viðskiptalanda okkar, ættu stýrivextir á Íslandi í hæsta falli að vera við núllið, en í raun eru þeir, sem sagt, plús 4,25%, sem er yfirkeyrt og óskiljanlegt og dópar sennilega upp krónuna um 10-20%. Frá mínum bæjardyrum séð, ber Seðlabankinn meginsökina og -ábyrgðina á fjöldauppsögnunum bæði hjá Granda á Akranesi í fyrra og hjá Odda hér í Reykjavík nú, með sinni glórulausu vaxtastefnu, og er þá ótalinn uppsafnaður og enn óþekktur vandi fjölmargra annarra fyrirtækja, sem enn reyna að berjast, bæði á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar