Nokkrar staðreyndir Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 2. júní 2018 10:00 Fréttir um útskrift Versló, MS og Kvennó eru athyglisverðar. Í fyrsta sinn birtast tölur og rannsóknir um hvernig hefur gengið að innleiða þriggja ára kerfið í framhaldsskólann, bæði hvað námsárangur varðar og líðan nemenda í hinu nýja kerfi. Nokkur atriði eru sérstaklega eftirtektarverð. Þvert á hrakspár hefur brottfall ekki aukist við þessa breytingu og frekar hitt að það hafi dregið úr því. Rektor MS segir t.d. að brottfall hafi verið nokkuð í fjögra ára kerfinu en með nýju þriggja ára kerfi og breytingum á námskrá hafi brottfallið nánast horfið. Versló notaði tækifærið og lét nemendur úr þriggja ára og fjögra ára kerfunum þreyta sama próf í íslensku og stærðfræði. Niðurstöður íslenskuprófanna voru þær að nemendur sem voru í þriggja ára kerfinu fengu sömu niðurstöður og nemendur úr fjögra ára kerfinu. En í stærðfræðiprófinu fengu nemendur úr þriggja ára kerfinu mun hærri einkunn en nemendur úr fjögra ára kerfinu! Versló framkvæmdi einnig rannsókn á álagi á útskriftarnemendurna. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að nemendum við skólann fannst álagið ekki of mikið. Í Kvennó var líka gerð könnun á vinnuálaginu á meðal nemenda. Niðurstaðan var sú að 85 prósent nemendanna við þann skóla töldu að álagið væri hæfilegt. Áhugavert er að bera þessar niðurstöður prófa og rannsókna saman við allar hrakspárnar og fullyrðingarnar sem hafa birst um þetta mál undanfarin misseri. Í því sambandi og að gefnu tilefni hlakka ég til að sjá hvort fréttastofa RÚV muni frétta af þessum niðurstöðum. Þar á bæ hafa nefnilega birst margar „fréttir“ um skoðanir og andstöðu við hið nýja fyrirkomulag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir um útskrift Versló, MS og Kvennó eru athyglisverðar. Í fyrsta sinn birtast tölur og rannsóknir um hvernig hefur gengið að innleiða þriggja ára kerfið í framhaldsskólann, bæði hvað námsárangur varðar og líðan nemenda í hinu nýja kerfi. Nokkur atriði eru sérstaklega eftirtektarverð. Þvert á hrakspár hefur brottfall ekki aukist við þessa breytingu og frekar hitt að það hafi dregið úr því. Rektor MS segir t.d. að brottfall hafi verið nokkuð í fjögra ára kerfinu en með nýju þriggja ára kerfi og breytingum á námskrá hafi brottfallið nánast horfið. Versló notaði tækifærið og lét nemendur úr þriggja ára og fjögra ára kerfunum þreyta sama próf í íslensku og stærðfræði. Niðurstöður íslenskuprófanna voru þær að nemendur sem voru í þriggja ára kerfinu fengu sömu niðurstöður og nemendur úr fjögra ára kerfinu. En í stærðfræðiprófinu fengu nemendur úr þriggja ára kerfinu mun hærri einkunn en nemendur úr fjögra ára kerfinu! Versló framkvæmdi einnig rannsókn á álagi á útskriftarnemendurna. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að nemendum við skólann fannst álagið ekki of mikið. Í Kvennó var líka gerð könnun á vinnuálaginu á meðal nemenda. Niðurstaðan var sú að 85 prósent nemendanna við þann skóla töldu að álagið væri hæfilegt. Áhugavert er að bera þessar niðurstöður prófa og rannsókna saman við allar hrakspárnar og fullyrðingarnar sem hafa birst um þetta mál undanfarin misseri. Í því sambandi og að gefnu tilefni hlakka ég til að sjá hvort fréttastofa RÚV muni frétta af þessum niðurstöðum. Þar á bæ hafa nefnilega birst margar „fréttir“ um skoðanir og andstöðu við hið nýja fyrirkomulag.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar