Renta Davíð Þorláksson skrifar 6. júní 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon sagði á Alþingi þegar hann mælti fyrir lögum um veiðigjald árið 2012: „Frumvarpið byggir […] á þeirri meginforsendu að náttúruauðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og arður sem rekja má beint til þeirra, þ.e. að rentan tilheyri þjóðinni. Þegar öðrum er veittur réttur til að fénýta auðlindirnar ber að tryggja þann rétt þjóðarinnar með gjaldtöku?…“ Þótt ýmsar forsendur í þessu séu umdeilanlegar þá voru þetta forsendurnar sem lágu að baki gjaldinu. Veiðigjald væri því ekki hefðbundinn skattur og gjaldið ætti að fylgja afkomu greinarinnar. Í mars tók Deloitte saman skýrslu um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja að beiðni ríkisins. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta dróst saman um 22% árið 2016 og útlit er fyrir að samdrátturinn hafi verið 20-37% árið 2017. En hvernig er best að mæla rekstur í sjávarútvegi? Veiðigjaldsnefnd hefur þróað spálíkan til að reikna út afkomu veiða með minni tímatöf en gert er í lögum um veiðigjald. Ef reiknistofn yrði lækkaður til samræmis við niðurstöðu líkansins myndi hann lækka um 35% í botnfiski og 15% í uppsjávarfiski. Í ljósi þessa hefur meirihluti atvinnuveganefndar lagt fram frumvarp til að leiðrétta veiðigjaldið í takt við afkomu greinarinnar, þó minna en spálíkanið gefur til kynna. Verði frumvarpið að lögum er áætlað að veiðigjald skili 8,3 milljörðum króna á þessu ári. Samkvæmt Fiskistofu námu álögð veiðigjöld 6,8 milljörðum á síðasta ári. Það hækkar því um 1,5 milljarða. Að sjálfsögðu standa þingmenn sem styðja tilvist veiðigjalds að þessari leiðréttingu. Ef þau gerðu það ekki væru forsendur gjaldsins brostnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Sjávarútvegur Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon sagði á Alþingi þegar hann mælti fyrir lögum um veiðigjald árið 2012: „Frumvarpið byggir […] á þeirri meginforsendu að náttúruauðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og arður sem rekja má beint til þeirra, þ.e. að rentan tilheyri þjóðinni. Þegar öðrum er veittur réttur til að fénýta auðlindirnar ber að tryggja þann rétt þjóðarinnar með gjaldtöku?…“ Þótt ýmsar forsendur í þessu séu umdeilanlegar þá voru þetta forsendurnar sem lágu að baki gjaldinu. Veiðigjald væri því ekki hefðbundinn skattur og gjaldið ætti að fylgja afkomu greinarinnar. Í mars tók Deloitte saman skýrslu um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja að beiðni ríkisins. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta dróst saman um 22% árið 2016 og útlit er fyrir að samdrátturinn hafi verið 20-37% árið 2017. En hvernig er best að mæla rekstur í sjávarútvegi? Veiðigjaldsnefnd hefur þróað spálíkan til að reikna út afkomu veiða með minni tímatöf en gert er í lögum um veiðigjald. Ef reiknistofn yrði lækkaður til samræmis við niðurstöðu líkansins myndi hann lækka um 35% í botnfiski og 15% í uppsjávarfiski. Í ljósi þessa hefur meirihluti atvinnuveganefndar lagt fram frumvarp til að leiðrétta veiðigjaldið í takt við afkomu greinarinnar, þó minna en spálíkanið gefur til kynna. Verði frumvarpið að lögum er áætlað að veiðigjald skili 8,3 milljörðum króna á þessu ári. Samkvæmt Fiskistofu námu álögð veiðigjöld 6,8 milljörðum á síðasta ári. Það hækkar því um 1,5 milljarða. Að sjálfsögðu standa þingmenn sem styðja tilvist veiðigjalds að þessari leiðréttingu. Ef þau gerðu það ekki væru forsendur gjaldsins brostnar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar