Sport

Engin kona á meðal 100 tekjuhæstu íþróttamanna heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mayweather og Conor hlógu alla leið í bankann.
Mayweather og Conor hlógu alla leið í bankann. vísir/getty
Forbes er búið að gefa út sinn árlega lista yfir tekjuhæstu íþróttamenn heims og enn eina ferðina er það hnefaleikakappinn Floyd Mayweather sem situr í efsta sætinu.

Þó svo Mayweather sé hættur að boxa þá mætti hann í hringinn gegn MMA-kappanum Conor McGregor í miklum peningaboxbardaga. McGregor kemst í fjórða sætið þökk sé bardaganum. Mayweather er langefstur á þessum lista.

Í fyrsta sinn síðan Forbes byrjaði með þennan lista er engin kona á meðal 100 tekjuhæstu íþróttamannanna. Tenniskonan Serena Williams hefur átt fast sæti þar en hún eignaðist barn og missti því greinilega af miklum tekjum og kemst ekki á listann.

Það þarf ekki að koma á óvart að bestu fótboltamenn heims, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, komi svo í öðru og þriðja sæti.

Topp tíu listinn (tekjur):

1. Floyd Mayweather, hnefaleikar (30,2 milljarðar)

2. Lionel Messi, fótbolti (11,7 milljarðar)

3. Cristiano Ronaldo, fótbolti (11,4 milljarðar)

4. Conor McGregor, MMA (10,5 milljarðar)

5. Neymar, fótbolti (9,5 milljarðar)

6. LeBron James, körfubolti (9 milljarðar)

7. Roger Federer, tennis (8,2 milljarðar)

8. Stephen Curry, körfubolti (8,1 milljarðar)

9. Matt Ryan, amerískur fótbolti (7,1 milljarðar)

10. Matthew Stafford, amerískur fótbolti (6,3 milljarðar)

Hér má sjá listann í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×