Nýr forstjóri NASA búinn að skipta um skoðun á loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 10:23 Bridenstine vefengdi loftslagsvísindi eins og flokkssystkini sín þegar hann var þingmaður. Nú segir hann að honum sé orðið ljóst að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum. Vísir/EPA Fyrrverandi þingmaður repúblikana sem tók við stöðu forstjóra bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA í vor segist nú gera sér grein fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé orsök loftslagsbreytinga. Hann hafi skipt um skoðun frá því að hann lýsti efasemdum um loftslagsvísindi. Bandaríkjaþing staðfesti skipan James Bridenstine sem forstjóra NASA í síðasta mánuði með minnsta mögulega mun. Demókratar gagnrýndu að hann skorti reynslu af stjórnun og bakgrunn í vísindum. Margir rifjuðu einnig upp umdeild ummæli Bridenstine þegar hann var þingmaður Oklahoma-ríkis þar sem hann vefengdi loftslagsvísindi. Í þingræðu árið 2013 fullyrti hann meðal annars ranglega að meðalhiti jarðar hefði hætt að hækka fyrir tíu árum. Bridenstine sagði þingnefndinni sem fjallaði um skipan hans að skoðanir hans á loftslagsbreytingum hefðu „þróast“ frá því að hann lét þau ummæli falla. Nú samþykkti hann að losun manna væri orsök hnattrænnar hlýnunar.Hlustaði á sérfræðinga og las sér til Í flestum löndum þætti það ekki í frásögu færandi að yfirmaður vísindastofnunar sem rannsakar loftslagsbreytingar trúi niðurstöðum hennar. Stór hluti Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur hins vegar lengi sáð fræjum efasemda um loftslagsvísindi. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur jafnframt stigið fjölda skrefa til að gera lítið úr loftslagsbreytingum og vinda ofan af aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. The Guardian sagði frá því á dögunum að NASA hefði dregið verulega úr magni upplýsinga um loftslagsbreytingar sem stofnunin deilir með almenningi eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra. Hafði blaðið eftir fyrrverandi starfsmanni NASA sem sá um að deila efni á samfélagsmiðlum að hún hefði verið vöruð við því að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ af yfirboðurum sínum. Í viðtali við Washington Post í gær sagði Bridenstine að það hafi ekki verið neitt eitt sem taldi honum hughvarf um loftslagsbreytingar. Þegar hann var formaður umhverfisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefði hann hlusta að framburð fjölda vitna, hann hafi heyrt í sérfræðingum og lesið sér mikið til. „Ég komst að þeirri niðurstöðu sjálfur að koltvísýringur væri gróðurhúsalofttegund sem við erum að setja út í lofthjúpinn í miklu magni og þess vegna höfum við lagt til þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við höfum séð. Og við höfum gert það á virkilega umtalsverðan hátt,“ segir Bridenstine. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður repúblikana sem tók við stöðu forstjóra bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA í vor segist nú gera sér grein fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé orsök loftslagsbreytinga. Hann hafi skipt um skoðun frá því að hann lýsti efasemdum um loftslagsvísindi. Bandaríkjaþing staðfesti skipan James Bridenstine sem forstjóra NASA í síðasta mánuði með minnsta mögulega mun. Demókratar gagnrýndu að hann skorti reynslu af stjórnun og bakgrunn í vísindum. Margir rifjuðu einnig upp umdeild ummæli Bridenstine þegar hann var þingmaður Oklahoma-ríkis þar sem hann vefengdi loftslagsvísindi. Í þingræðu árið 2013 fullyrti hann meðal annars ranglega að meðalhiti jarðar hefði hætt að hækka fyrir tíu árum. Bridenstine sagði þingnefndinni sem fjallaði um skipan hans að skoðanir hans á loftslagsbreytingum hefðu „þróast“ frá því að hann lét þau ummæli falla. Nú samþykkti hann að losun manna væri orsök hnattrænnar hlýnunar.Hlustaði á sérfræðinga og las sér til Í flestum löndum þætti það ekki í frásögu færandi að yfirmaður vísindastofnunar sem rannsakar loftslagsbreytingar trúi niðurstöðum hennar. Stór hluti Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur hins vegar lengi sáð fræjum efasemda um loftslagsvísindi. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur jafnframt stigið fjölda skrefa til að gera lítið úr loftslagsbreytingum og vinda ofan af aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. The Guardian sagði frá því á dögunum að NASA hefði dregið verulega úr magni upplýsinga um loftslagsbreytingar sem stofnunin deilir með almenningi eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra. Hafði blaðið eftir fyrrverandi starfsmanni NASA sem sá um að deila efni á samfélagsmiðlum að hún hefði verið vöruð við því að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ af yfirboðurum sínum. Í viðtali við Washington Post í gær sagði Bridenstine að það hafi ekki verið neitt eitt sem taldi honum hughvarf um loftslagsbreytingar. Þegar hann var formaður umhverfisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefði hann hlusta að framburð fjölda vitna, hann hafi heyrt í sérfræðingum og lesið sér mikið til. „Ég komst að þeirri niðurstöðu sjálfur að koltvísýringur væri gróðurhúsalofttegund sem við erum að setja út í lofthjúpinn í miklu magni og þess vegna höfum við lagt til þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við höfum séð. Og við höfum gert það á virkilega umtalsverðan hátt,“ segir Bridenstine.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39
Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43