Gaf Clinton annað tækifæri til að svara fyrir Monicu Lewinsky og #MeToo Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2018 10:53 Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Stephen Colbert. Vísir/getty Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert þjarmaði að Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta í þætti sínum í gærkvöldi. Colbert spurði Clinton af hverju þeim síðarnefnda hefði komið á óvart að vera spurður út í samband sitt við Monicu Lewinsky í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar. Samband Clinton, sem þá var forseti Bandaríkjanna, og Lewinsky, starfsnema í Hvíta húsinu, vakti heimsathygli á tíunda áratug síðustu aldar. Clinton, sem gaf nýlega út skáldsögu ásamt rithöfundinum James Patterson, hefur komið fram í fjölda viðtala upp á síðkastið til að kynna bókina.Sjá einnig: Myndi engu breyta Með spurningum sínum í gær vísaði Colbert til viðtals sem sýnt var á NBC-sjónvarpsstöðinni á mánudag og sjá má hér að neðan. Í viðtalinu var Clinton inntur eftir því hvort hann hefði svarað öðruvísi fyrir gjörðir sínar nú en fyrir 20 árum í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar, sem varpað hefur nýju ljósi á samskipti kynjanna og valdaójafnvægi innan þeirra. Spurningin virtist koma Clinton nokkuð í opna skjöldu og brást hann ókvæða við, að því er einhverjum fannst, en svaraði því til að hann stæði við viðbrögð sín á sínum tíma.Colbert tók upp þráðinn að nýju í gær og spurði Clinton hvort honum væri ljóst af hverju áhugi á sambandi hans og Lewinsky, og ábyrgð Clinton í því samhengi, hefði vaknað að nýju. „Mér fannst þetta taktlaust vegna þess að þú virtist móðgaður á meðan, með fullri virðingu fyrir þér, hegðun þín var þekktasta dæmið á minni ævi um karlmann í valdastöðu sem sýnir af sér ósæmilega, kynferðislega hegðun á vinnustað,“ sagði Colbert. „Þannig að það kemur manni ekki á óvart að þú yrðir spurður út í þetta. Af hverju varstu hissa?“ Clinton sagði svar sitt í NBC-viðtalinu ekki hafa verið „sína bestu stund.“ Hann sagðist þó standa við það sem hann sagði á mánudag og ítrekaði að hann hefði beðið fjölskyldu sína, Moniku Lewinsky og bandarísku þjóðina afsökunar. Þá sagðist Clinton oft hafa þurft að svara fyrir gjörðir sínar í #MeToo-samhengi en spurningarnar í NBC-viðtalinu hefðu verið ósanngjarnar.Viðtal Colbert við Clinton má sjá í heild í spilaranum að neðan. Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53 20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00 Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert þjarmaði að Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta í þætti sínum í gærkvöldi. Colbert spurði Clinton af hverju þeim síðarnefnda hefði komið á óvart að vera spurður út í samband sitt við Monicu Lewinsky í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar. Samband Clinton, sem þá var forseti Bandaríkjanna, og Lewinsky, starfsnema í Hvíta húsinu, vakti heimsathygli á tíunda áratug síðustu aldar. Clinton, sem gaf nýlega út skáldsögu ásamt rithöfundinum James Patterson, hefur komið fram í fjölda viðtala upp á síðkastið til að kynna bókina.Sjá einnig: Myndi engu breyta Með spurningum sínum í gær vísaði Colbert til viðtals sem sýnt var á NBC-sjónvarpsstöðinni á mánudag og sjá má hér að neðan. Í viðtalinu var Clinton inntur eftir því hvort hann hefði svarað öðruvísi fyrir gjörðir sínar nú en fyrir 20 árum í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar, sem varpað hefur nýju ljósi á samskipti kynjanna og valdaójafnvægi innan þeirra. Spurningin virtist koma Clinton nokkuð í opna skjöldu og brást hann ókvæða við, að því er einhverjum fannst, en svaraði því til að hann stæði við viðbrögð sín á sínum tíma.Colbert tók upp þráðinn að nýju í gær og spurði Clinton hvort honum væri ljóst af hverju áhugi á sambandi hans og Lewinsky, og ábyrgð Clinton í því samhengi, hefði vaknað að nýju. „Mér fannst þetta taktlaust vegna þess að þú virtist móðgaður á meðan, með fullri virðingu fyrir þér, hegðun þín var þekktasta dæmið á minni ævi um karlmann í valdastöðu sem sýnir af sér ósæmilega, kynferðislega hegðun á vinnustað,“ sagði Colbert. „Þannig að það kemur manni ekki á óvart að þú yrðir spurður út í þetta. Af hverju varstu hissa?“ Clinton sagði svar sitt í NBC-viðtalinu ekki hafa verið „sína bestu stund.“ Hann sagðist þó standa við það sem hann sagði á mánudag og ítrekaði að hann hefði beðið fjölskyldu sína, Moniku Lewinsky og bandarísku þjóðina afsökunar. Þá sagðist Clinton oft hafa þurft að svara fyrir gjörðir sínar í #MeToo-samhengi en spurningarnar í NBC-viðtalinu hefðu verið ósanngjarnar.Viðtal Colbert við Clinton má sjá í heild í spilaranum að neðan.
Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53 20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00 Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53
20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00
Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45