Umræðan María Bjarnadóttir skrifar 8. júní 2018 07:00 Reglulega er kallað eftir umræðu. Einhvern veginn vill það sérstaklega verða þegar um er að ræða margslungin mál sem krefjast einhvers annars en umræðu. Kannski þurfa þau frekar rannsóknir, úttektir, skýringar, eða bara tíma. Stundum þarf sannarlega umræðu, en annars konar umræðu. Til dæmis þarf stundum vitræna umræðu, en það er bara í boði umræða á skökkum forsendum eða villandi umræða. Stundum er umræðan þannig að fólk sem á erindi í hana nennir ekki að taka þátt því það hefur ekki áhuga á að grafast undir í samfélagsmiðlaumræðu; sem margir telja þó vettvang hinnar lýðræðislegu umræðu. Það fjölgar í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af áhrifum tækja og samfélagsmiðla á stöðu lýðræðisins í vestrænum ríkjum. Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var brautryðjandi í notkun samfélagsmiðla í kosningabaráttu, er þeirra á meðal og hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að fólk taki líka umræðu án aðkomu tækninnar. Svolítið retró kannski, en hann er meðal þeirra sem telja að umræða um erfið eða flókin mál krefjist þess að fólk sjái hvert annað til þess að skilja merkingu orða og samskipta; geti greint kaldhæðni og áttað sig á tvíræðni áður en það bregst við. Það sé erfitt þegar stafabilin eru takmörkuð. Það tekur tíma að móta sér afstöðu. Fólk þarf að hafa svigrúm til þess að máta við sig skoðanir og stefnur án þess að vera brennimerkt þeim um aldur og ævi. Við stökkvum ekki öll fullskapað stjórnmálafólk út úr hausnum á foreldrum okkar með djúpa sannfæringu og heildarsýn á öll heimsins málefni í farteskinu. Það þarf að vera hægt að skipta um skoðun. Í stafrænum samskiptaheimi verður þetta æ erfiðara. Það þarf jú að taka umræðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Reglulega er kallað eftir umræðu. Einhvern veginn vill það sérstaklega verða þegar um er að ræða margslungin mál sem krefjast einhvers annars en umræðu. Kannski þurfa þau frekar rannsóknir, úttektir, skýringar, eða bara tíma. Stundum þarf sannarlega umræðu, en annars konar umræðu. Til dæmis þarf stundum vitræna umræðu, en það er bara í boði umræða á skökkum forsendum eða villandi umræða. Stundum er umræðan þannig að fólk sem á erindi í hana nennir ekki að taka þátt því það hefur ekki áhuga á að grafast undir í samfélagsmiðlaumræðu; sem margir telja þó vettvang hinnar lýðræðislegu umræðu. Það fjölgar í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af áhrifum tækja og samfélagsmiðla á stöðu lýðræðisins í vestrænum ríkjum. Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var brautryðjandi í notkun samfélagsmiðla í kosningabaráttu, er þeirra á meðal og hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að fólk taki líka umræðu án aðkomu tækninnar. Svolítið retró kannski, en hann er meðal þeirra sem telja að umræða um erfið eða flókin mál krefjist þess að fólk sjái hvert annað til þess að skilja merkingu orða og samskipta; geti greint kaldhæðni og áttað sig á tvíræðni áður en það bregst við. Það sé erfitt þegar stafabilin eru takmörkuð. Það tekur tíma að móta sér afstöðu. Fólk þarf að hafa svigrúm til þess að máta við sig skoðanir og stefnur án þess að vera brennimerkt þeim um aldur og ævi. Við stökkvum ekki öll fullskapað stjórnmálafólk út úr hausnum á foreldrum okkar með djúpa sannfæringu og heildarsýn á öll heimsins málefni í farteskinu. Það þarf að vera hægt að skipta um skoðun. Í stafrænum samskiptaheimi verður þetta æ erfiðara. Það þarf jú að taka umræðuna.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun