Ætla að loka moskum og reka bænapresta úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2018 12:11 Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis. Vísir/AP Yfirvöld Austurríkis ætla að loka sjö moskum í ríkinu og reka bænapresta, sem sagðir eru vera fjármagnaðir erlendis frá, úr landi. Stjórnvöld í Austurríki gruna forsvarsmenn moskanna um tengsl við hreyfingar þjóðernissinna í Tyrklandi. 60 af 260 bænaprestum Austurríkis eru til rannsóknar, samkvæmt yfirvöldum þar, og eru 40 þeirra sagðir tilheyra hreyfingunni ATIB, sem tengist yfirvöldum Tyrklands. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sagði pólitíska íslamstrú, samhliða samfélög og öfgavæðing ekki eiga heima í Austurríki. Innanríkisráðherra landsins segir að mögulega muni allt að 150 manns missa dvalarleyfi sín í Austurríki.Talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir aðgerðir yfirvalda Austurríkis byggja á hatri gagnvart íslamstrúnni, rasisma og kynþáttamisrétti.Mikil spenna hefur myndast á milli Austurríkis og Tyrklands á undanförnum mánuðum. Kurz, sem myndaði íhaldssama ríkisstjórn í Austurríki í fyrra, hefur kallað eftir því að Evrópusambandið felli niður aðildarumsókn Tyrklands og hefur það reitt ríkisstjórn Erdogan til reiði. Aðgerðir yfirvalda Austurríkis byggja að miklu leyti á myndum sem birtust af börnum í búningum tyrkneska hersins þar sem þau voru að leika orrustuna um Gallipoli í mosku í Austurríki. Börnin þóttust vera dáin og voru umvafin tyrkneska fánanum.Umrædd moska er sögð vara rekin af þjóðernissinnahreyfingunni Grey Wolves í Tyrklandi. Sex af moskunum sjö eru reknar af samtökunum Arab Religious Community og ætla yfirvöld Austurríkis að leysa samtökin upp. Austurríki Evrópusambandið Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Yfirvöld Austurríkis ætla að loka sjö moskum í ríkinu og reka bænapresta, sem sagðir eru vera fjármagnaðir erlendis frá, úr landi. Stjórnvöld í Austurríki gruna forsvarsmenn moskanna um tengsl við hreyfingar þjóðernissinna í Tyrklandi. 60 af 260 bænaprestum Austurríkis eru til rannsóknar, samkvæmt yfirvöldum þar, og eru 40 þeirra sagðir tilheyra hreyfingunni ATIB, sem tengist yfirvöldum Tyrklands. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sagði pólitíska íslamstrú, samhliða samfélög og öfgavæðing ekki eiga heima í Austurríki. Innanríkisráðherra landsins segir að mögulega muni allt að 150 manns missa dvalarleyfi sín í Austurríki.Talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir aðgerðir yfirvalda Austurríkis byggja á hatri gagnvart íslamstrúnni, rasisma og kynþáttamisrétti.Mikil spenna hefur myndast á milli Austurríkis og Tyrklands á undanförnum mánuðum. Kurz, sem myndaði íhaldssama ríkisstjórn í Austurríki í fyrra, hefur kallað eftir því að Evrópusambandið felli niður aðildarumsókn Tyrklands og hefur það reitt ríkisstjórn Erdogan til reiði. Aðgerðir yfirvalda Austurríkis byggja að miklu leyti á myndum sem birtust af börnum í búningum tyrkneska hersins þar sem þau voru að leika orrustuna um Gallipoli í mosku í Austurríki. Börnin þóttust vera dáin og voru umvafin tyrkneska fánanum.Umrædd moska er sögð vara rekin af þjóðernissinnahreyfingunni Grey Wolves í Tyrklandi. Sex af moskunum sjö eru reknar af samtökunum Arab Religious Community og ætla yfirvöld Austurríkis að leysa samtökin upp.
Austurríki Evrópusambandið Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira