Vinnualkar eða fjölskyldufólk? Jóhann Skagfjörð Magnússon skrifar 8. júní 2018 15:37 Kennslu á þessu skólaári er lokið. Nemendur eru farnir í frí og eftir sitjum við kennararnir og vinnum hin ýmsu verkefni. Sjálfur er ég ánægður og stoltur með veturinn. Stoltur af að starfa í frábærum starfsmannahópi Salaskóla og þeirri vinnu sem ég lagði á mig í vetur, en fyrst og fremst er ég stoltur af nemendum mínum sem hver og einn tók framförum og óx og dafnaði. Ég hefi tekið þátt í gleði og sorgum þeirra, lagt mig fram á hverjum einasta degi að láta þeim líða vel og kenna þeim allt milli himins og jarðar; frá almennum brotum til félagslegra samskipta. Mér þykir endalaust vænt um þau og þykist vita að þeim þyki líka vænt um mig. Ég er þó ekki svo hrokafullur að halda að það sé þeim fyrir bestu að eyða meiri tíma með mér og minni tíma með foreldrum sínum. Eða að þau myndu frekar kjósa samveru með mér en foreldrum sínum. Ég veit að gæðastundir fjölskyldunnar eru lykilatriði í að ala upp hamingjusamt barn og góðan nemanda. Sem foreldri veit ég líka að lífshamingja mín eykst ekki í takt við að eyða meiri tíma í vinnunni. Hún eykst í takt við þann tíma sem ég get notað í sjálfsrækt og samveru með vinum og fjölskyldu. En við hugsum ekki öll eins. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. júní sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að frídagar barna umfram foreldra væru allt of margir og það væri of dýrt að senda börn á frístundaheimili, sumarnámskeið eða finna aðra afþreyingu. Þess vegna ætti að lengja skólaárið og um leið stytta skólaskyldu um eitt ár. Þá gætu launþegar verið meira í vinnunni og atvinnurekendur fengið litla þræla hagvaxtarins fyrr út á vinnumarkaðinn og stytt þannig áhyggjulaus æskuárin enn frekar. Fyrir utan að mála grunnskóla og tómstundastarfsemi upp sem geymslustaði fyrir börn fremur en staði þar sem þau vaxa og dafna, eflast og þroskast, þá fer framkvæmdarstjórinn einfaldlega með rangt mál í sumum tilvikum. Sumarfrí nemenda er t.d. ekki 14 vikur heldur 10,8. Og þó svo að sumarfrí nemenda í Danmörku sé 6 vikur skautaði höfundur framhjá þeirri staðreynd að í Danmörku eru tvisvar sinnum viku löng vetrarfrí, fyrir utan önnur frí sem við höfum ekki hér á landi. Var það gert viljandi eða óviljandi? Frístundaheimili og tómstundir kosta vissulega pening, en er ekki nærtækari og heilbrigðari leið að þrýsta á sveitarfélögin að lækka gjaldskrár sínar og þrýsta á ríkið að hækka barnabætur all verulega? Og já, frídagar barna eru fleiri en foreldra þeirra, en er þá ekki nærtækara að fjölga frídögum launþega? Hvað með að hafa þá 35 eins og í Danmörku?, svona fyrst framkvæmdarstjórinn vill bera okkur saman við Dani. Og ef við höldum samanburðinum áfram er vinnuvika Dana styttri en Íslendinga. En framkvæmdarstjórinn vill ekki fá svona staðreyndir inn í samanburðinn sinn. Hann velur það sem hentar honum best. Við Íslendingar þurfum að ákveða hvaða leið við viljum fara. Viljum við festa okkur enn betur í sessi sem sú Norðurlandaþjóð sem vinnur mest eða viljum við einblína á það sem skiptir mestu máli, börnin okkar? Ég veit hvaða leið ég vil fara.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Kennslu á þessu skólaári er lokið. Nemendur eru farnir í frí og eftir sitjum við kennararnir og vinnum hin ýmsu verkefni. Sjálfur er ég ánægður og stoltur með veturinn. Stoltur af að starfa í frábærum starfsmannahópi Salaskóla og þeirri vinnu sem ég lagði á mig í vetur, en fyrst og fremst er ég stoltur af nemendum mínum sem hver og einn tók framförum og óx og dafnaði. Ég hefi tekið þátt í gleði og sorgum þeirra, lagt mig fram á hverjum einasta degi að láta þeim líða vel og kenna þeim allt milli himins og jarðar; frá almennum brotum til félagslegra samskipta. Mér þykir endalaust vænt um þau og þykist vita að þeim þyki líka vænt um mig. Ég er þó ekki svo hrokafullur að halda að það sé þeim fyrir bestu að eyða meiri tíma með mér og minni tíma með foreldrum sínum. Eða að þau myndu frekar kjósa samveru með mér en foreldrum sínum. Ég veit að gæðastundir fjölskyldunnar eru lykilatriði í að ala upp hamingjusamt barn og góðan nemanda. Sem foreldri veit ég líka að lífshamingja mín eykst ekki í takt við að eyða meiri tíma í vinnunni. Hún eykst í takt við þann tíma sem ég get notað í sjálfsrækt og samveru með vinum og fjölskyldu. En við hugsum ekki öll eins. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. júní sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að frídagar barna umfram foreldra væru allt of margir og það væri of dýrt að senda börn á frístundaheimili, sumarnámskeið eða finna aðra afþreyingu. Þess vegna ætti að lengja skólaárið og um leið stytta skólaskyldu um eitt ár. Þá gætu launþegar verið meira í vinnunni og atvinnurekendur fengið litla þræla hagvaxtarins fyrr út á vinnumarkaðinn og stytt þannig áhyggjulaus æskuárin enn frekar. Fyrir utan að mála grunnskóla og tómstundastarfsemi upp sem geymslustaði fyrir börn fremur en staði þar sem þau vaxa og dafna, eflast og þroskast, þá fer framkvæmdarstjórinn einfaldlega með rangt mál í sumum tilvikum. Sumarfrí nemenda er t.d. ekki 14 vikur heldur 10,8. Og þó svo að sumarfrí nemenda í Danmörku sé 6 vikur skautaði höfundur framhjá þeirri staðreynd að í Danmörku eru tvisvar sinnum viku löng vetrarfrí, fyrir utan önnur frí sem við höfum ekki hér á landi. Var það gert viljandi eða óviljandi? Frístundaheimili og tómstundir kosta vissulega pening, en er ekki nærtækari og heilbrigðari leið að þrýsta á sveitarfélögin að lækka gjaldskrár sínar og þrýsta á ríkið að hækka barnabætur all verulega? Og já, frídagar barna eru fleiri en foreldra þeirra, en er þá ekki nærtækara að fjölga frídögum launþega? Hvað með að hafa þá 35 eins og í Danmörku?, svona fyrst framkvæmdarstjórinn vill bera okkur saman við Dani. Og ef við höldum samanburðinum áfram er vinnuvika Dana styttri en Íslendinga. En framkvæmdarstjórinn vill ekki fá svona staðreyndir inn í samanburðinn sinn. Hann velur það sem hentar honum best. Við Íslendingar þurfum að ákveða hvaða leið við viljum fara. Viljum við festa okkur enn betur í sessi sem sú Norðurlandaþjóð sem vinnur mest eða viljum við einblína á það sem skiptir mestu máli, börnin okkar? Ég veit hvaða leið ég vil fara.Höfundur er grunnskólakennari.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun