Hjörvar: Áhyggjuefni að við klúðrum forystunni í báðum leikjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2018 19:15 Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, er þrátt fyrir tapleiki í síðustu vináttuleikjum Íslands fyrir HM bjartsýnn á þátttöku okkar manna á HM í Rússlandi. Hann neitar því ekki að það er áhyggjuefni að okkar menn hafi ekki náð að fylgja eftir góðri byrjun í leikjunum tveimur gegn Noregi og Gana. „Við ráðum því hvað við tökum úr þessum tveimur leikjum. Mér finnst ekki jákvætt að við klúðrum forystunni í þeim báðum og í gær var þetta enn einn vináttulandsleikurinn sem við vinnum ekki,“ sagði Hjörvar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „En ef við horfum til þess jákvæða þá virist Gylfi vera heill og Hannes líka. Alfreð er að svo að spila vel. Það er margt jákvætt,“ sagði Hjörvar sem reiknar ekki með að það muni margt koma á óvart í byrjunarliði Heimis Hallgrímssonar í fyrsta leik Íslands á HM. „Ég veit ekki hvort það ætti að teljast óvænt en Alfreð skoraði bæði gegn Noregi og Gana. Sjálfsagt þætti einhverjum óvænt að hann væri í byrjunarliðinu enda verið á bekknum í mikilvægu leikjunum hingað til.“ „Eins og þetta lítur út fyrir mér þá finnst mér líklegt að Heimir stilli upp Jóni Daða einum uppi á topp. En Alfreð með spilamennsku sinni í þessum tveimur leikjum hefur gefið honum smá hausverk.“ Sumarmessan verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla daga þegar spilað verður á HM í Rússlandi. Þátturinn verður í umsjón Benedikts Valssonar sem verður með Hjörvar sem og aðra sérfræðinga Stöðvar 2 Sports sér til halds og trausts. „Við ætlum að taka öll mál ítarlega fyrir en þátturinn er fyrir alla. Það verður fjallað um Ísland á hverjum degi en líka eitthvað um léttmeti eins og daglegar spurningakeppnir um HM. Þetta ætti að verða mjög skemmtilegt,“ sagði Hjörvar. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Spá því að engin Norðurlandaþjóð komist upp úr riðlinum á HM Íþróttatölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið það saman, hverjar líkurnar séu að landsliðin á HM í Rússlandi komast áfram í sextán liða úrslitin. Íslenska landsliðið fer ekki áfram upp úr sínum riðli rætist þessi spá. 8. júní 2018 16:00 Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Alfreð: Gylfi býr yfir sjaldséðum gæðum Alfreð Finnbogason segir íslenska liðið ekki geta treyst svona mikið á lukkuna á HM. 8. júní 2018 07:30 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, er þrátt fyrir tapleiki í síðustu vináttuleikjum Íslands fyrir HM bjartsýnn á þátttöku okkar manna á HM í Rússlandi. Hann neitar því ekki að það er áhyggjuefni að okkar menn hafi ekki náð að fylgja eftir góðri byrjun í leikjunum tveimur gegn Noregi og Gana. „Við ráðum því hvað við tökum úr þessum tveimur leikjum. Mér finnst ekki jákvætt að við klúðrum forystunni í þeim báðum og í gær var þetta enn einn vináttulandsleikurinn sem við vinnum ekki,“ sagði Hjörvar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „En ef við horfum til þess jákvæða þá virist Gylfi vera heill og Hannes líka. Alfreð er að svo að spila vel. Það er margt jákvætt,“ sagði Hjörvar sem reiknar ekki með að það muni margt koma á óvart í byrjunarliði Heimis Hallgrímssonar í fyrsta leik Íslands á HM. „Ég veit ekki hvort það ætti að teljast óvænt en Alfreð skoraði bæði gegn Noregi og Gana. Sjálfsagt þætti einhverjum óvænt að hann væri í byrjunarliðinu enda verið á bekknum í mikilvægu leikjunum hingað til.“ „Eins og þetta lítur út fyrir mér þá finnst mér líklegt að Heimir stilli upp Jóni Daða einum uppi á topp. En Alfreð með spilamennsku sinni í þessum tveimur leikjum hefur gefið honum smá hausverk.“ Sumarmessan verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla daga þegar spilað verður á HM í Rússlandi. Þátturinn verður í umsjón Benedikts Valssonar sem verður með Hjörvar sem og aðra sérfræðinga Stöðvar 2 Sports sér til halds og trausts. „Við ætlum að taka öll mál ítarlega fyrir en þátturinn er fyrir alla. Það verður fjallað um Ísland á hverjum degi en líka eitthvað um léttmeti eins og daglegar spurningakeppnir um HM. Þetta ætti að verða mjög skemmtilegt,“ sagði Hjörvar.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Spá því að engin Norðurlandaþjóð komist upp úr riðlinum á HM Íþróttatölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið það saman, hverjar líkurnar séu að landsliðin á HM í Rússlandi komast áfram í sextán liða úrslitin. Íslenska landsliðið fer ekki áfram upp úr sínum riðli rætist þessi spá. 8. júní 2018 16:00 Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Alfreð: Gylfi býr yfir sjaldséðum gæðum Alfreð Finnbogason segir íslenska liðið ekki geta treyst svona mikið á lukkuna á HM. 8. júní 2018 07:30 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Spá því að engin Norðurlandaþjóð komist upp úr riðlinum á HM Íþróttatölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið það saman, hverjar líkurnar séu að landsliðin á HM í Rússlandi komast áfram í sextán liða úrslitin. Íslenska landsliðið fer ekki áfram upp úr sínum riðli rætist þessi spá. 8. júní 2018 16:00
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Alfreð: Gylfi býr yfir sjaldséðum gæðum Alfreð Finnbogason segir íslenska liðið ekki geta treyst svona mikið á lukkuna á HM. 8. júní 2018 07:30
Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42