Tækifæri í fúskinu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. júní 2018 09:00 Niðurstaðan í veiðigjaldamálinu svokallaða sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarnar vikur er sú að heimild til innheimtu gjaldanna óbreyttra skuli framlengd til áramóta. Hermt er að þessar málalyktir, ef málalyktir skyldi kalla, séu til komnar að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Vinstri grænna. Skyldi engan undra enda hafa þau átt í vök að verjast vegna málsins. Auðvitað er það óboðlegt að umdeilt mál sem þetta komi fram með ekki lengri fyrirvara. Varla héldu Vinstri græn og samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn að málið myndi sigla athugasemdalaust gegnum þingið? Seint verða það heldur talin góð vinnubrögð að slá málinu einfaldlega á frest. Reikningar úr heimilisbókhaldinu hverfa ekki þótt þeim sé stungið ofan í skúffu. Þá þarf að greiða að endingu og þá með dráttarvöxtum og vanskilagjöldum. Viðbúið er að veiðigjaldamálið komi aftur fyrir Alþingi í haust. Þetta er jákvæður fylgifiskur klaufagangs ríkisstjórnarinnar. Þá gefst vonandi færi á að ræða innheimtu veiðigjalda heildstætt. Það er staðreynd að kvótinn hefur safnast á fárra hendur undanfarna áratugi. Óhjákvæmilegur fylgifiskur þess hefur verið að áður blómleg sjávarpláss hafa átt erfiða tíma. Sjálfsagt er og eðlilegt að í löggjöf um stjórn sé innbyggt kerfi sem hyglir smærri útgerðum í dreifðum byggðum landsins. Hluti af því gæti verið að slíkar útgerðir fengju afslátt eða jafnvel niðurfellingu veiðigjalda í einhverjum tilvikum. Önnur staðreynd er sú að stóru útgerðirnar í landinu hafa búið við arðsemi sem ekki þekkist annars staðar í atvinnulífinu. Jafnvel að loknu samdráttarskeiði undanfarinna ára er munurinn sláandi. Eigendur þessara sömu útgerða hafa einnig verið að hasla sér völl annars staðar í atvinnulífinu. Þau hafa keypt fjölmiðla, heildsölur og verða brátt fyrirferðarmikil í stærsta smásölufélagi landsins. Einboðið er að þessi þróun haldi áfram enda þurfa peningar að finna sér farveg. Ástæðan fyrir gríðarlegri arðsemi þessara fyrirtækja er ekki einungis sú að þeim stýrir fólk sem kann sitt fag, þótt sú sé vissulega raunin. Nei, munurinn liggur fyrst og fremst í því að útgerðin greiðir smánarlegt gjald fyrir vöru sína – fiskinn í sjónum. Á tyllidögum er sagt að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar. Er þá ekki eðlilegt að þjóðin innheimti eðlilegt gjald fyrir framsal á þessari eign? Hvað mætti byggja marga Landspítala ef sú væri raunin? Það er þessi spurning sem þingmenn þurfa að svara og velta fyrir sér þegar þing kemur saman. Flumbrugangurinn nú varð þó til þess að rúmur tími og tækifæri munu gefast til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Niðurstaðan í veiðigjaldamálinu svokallaða sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarnar vikur er sú að heimild til innheimtu gjaldanna óbreyttra skuli framlengd til áramóta. Hermt er að þessar málalyktir, ef málalyktir skyldi kalla, séu til komnar að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Vinstri grænna. Skyldi engan undra enda hafa þau átt í vök að verjast vegna málsins. Auðvitað er það óboðlegt að umdeilt mál sem þetta komi fram með ekki lengri fyrirvara. Varla héldu Vinstri græn og samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn að málið myndi sigla athugasemdalaust gegnum þingið? Seint verða það heldur talin góð vinnubrögð að slá málinu einfaldlega á frest. Reikningar úr heimilisbókhaldinu hverfa ekki þótt þeim sé stungið ofan í skúffu. Þá þarf að greiða að endingu og þá með dráttarvöxtum og vanskilagjöldum. Viðbúið er að veiðigjaldamálið komi aftur fyrir Alþingi í haust. Þetta er jákvæður fylgifiskur klaufagangs ríkisstjórnarinnar. Þá gefst vonandi færi á að ræða innheimtu veiðigjalda heildstætt. Það er staðreynd að kvótinn hefur safnast á fárra hendur undanfarna áratugi. Óhjákvæmilegur fylgifiskur þess hefur verið að áður blómleg sjávarpláss hafa átt erfiða tíma. Sjálfsagt er og eðlilegt að í löggjöf um stjórn sé innbyggt kerfi sem hyglir smærri útgerðum í dreifðum byggðum landsins. Hluti af því gæti verið að slíkar útgerðir fengju afslátt eða jafnvel niðurfellingu veiðigjalda í einhverjum tilvikum. Önnur staðreynd er sú að stóru útgerðirnar í landinu hafa búið við arðsemi sem ekki þekkist annars staðar í atvinnulífinu. Jafnvel að loknu samdráttarskeiði undanfarinna ára er munurinn sláandi. Eigendur þessara sömu útgerða hafa einnig verið að hasla sér völl annars staðar í atvinnulífinu. Þau hafa keypt fjölmiðla, heildsölur og verða brátt fyrirferðarmikil í stærsta smásölufélagi landsins. Einboðið er að þessi þróun haldi áfram enda þurfa peningar að finna sér farveg. Ástæðan fyrir gríðarlegri arðsemi þessara fyrirtækja er ekki einungis sú að þeim stýrir fólk sem kann sitt fag, þótt sú sé vissulega raunin. Nei, munurinn liggur fyrst og fremst í því að útgerðin greiðir smánarlegt gjald fyrir vöru sína – fiskinn í sjónum. Á tyllidögum er sagt að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar. Er þá ekki eðlilegt að þjóðin innheimti eðlilegt gjald fyrir framsal á þessari eign? Hvað mætti byggja marga Landspítala ef sú væri raunin? Það er þessi spurning sem þingmenn þurfa að svara og velta fyrir sér þegar þing kemur saman. Flumbrugangurinn nú varð þó til þess að rúmur tími og tækifæri munu gefast til þess.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun