Frjálsi stendur fyrir valfrelsi Anna S. Halldórsdóttir skrifar 30. maí 2018 07:00 Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn í dag, miðvikudag 30. maí, kl. 17.15. Þar verður meðal annars kosið um tvo stjórnarmenn og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Það er gott fyrir Frjálsa lífeyrissjóðinn að sjóðfélagar skuli hafi áhuga á sjóðnum. Sem verandi stjórnarmaður verð ég að andmæla einum frambjóðanda þegar hann, í grein sem birtist í Markaðnum 23. maí síðastliðinn, talar um „Ófrjálsa lífeyrissjóðinn“ í fyrirsögn og segir hann „rígbundinn“ í „báða skó“. Nafn Frjálsa lífeyrissjóðsins vísar til valfrelsis sjóðfélaga. Allir sjóðfélagar sem greiða í Frjálsa lífeyrissjóðinn hafa valið það sjálfir, hafa atkvæðisrétt á ársfundi sjóðsins og geta hvenær sem er valið að greiða annað og flytja séreign sína í annan sjóð. Þessi veruleiki veitir bæði stjórn og rekstraraðila mikið aðhald. Í ljósi þessa hefur verið sérlega ánægjulegt að sjá fjölda þeirra sem kjósa að greiða í sjóðinn fara vaxandi með hverju ári. Samhliða hefur sjóðurinn vaxið hlutfallslega meira en lífeyriskerfið undanfarin ár og er nú orðinn fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. Sjóðfélagar standa nú frammi fyrir tillögum stjórnar á ársfundi um breytta stjórnskipan og ráðstöfunum sem eiga að tryggja sjálfstæði sjóðsins bæði í reynd og ásýnd út á við. Tillaga Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, eins frambjóðanda á ársfundi, um að nafn Arion banka sem rekstraraðila verði ekki lengur í samþykktum sjóðsins er góðra gjalda verð. Að vissu marki er ég sammála þeirri tillögu. Nafn rekstraraðila sjóðsins hefur verið í samþykktum frá stofnun og er hugsað til að tryggja að ársfundur, og þar með sjóðfélagar sjálfir, komi að ákvörðunum um að breyta um rekstraraðila eða rekstrarfyrirkomulag. Ég tel að það sé meginatriðið, að sjóðfélagar ráði þessu en ekki eingöngu stjórnin eins og tillaga Halldórs leiðir af sér. Því tel ég að bæta þurfi við tillöguna til að tryggja aðkomu sjóðfélaga að svona mikilsháttar ákvörðun. Þegar um svo mikilvæga ákvörðun er að ræða eins og hvert rekstrarfyrirkomulag sjóðsins eigi að verða þarf að vera skýrt að sjóðfélagar eigi þar aðkomu og síðasta orðið. Sjóðurinn var stofnaður af fjármálafyrirtæki og hefur á fjögurra áratuga starfsævi sinni ætíð útvistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækja og aldrei verið með eigin starfsmann. Það er mikilvægt að hafa í huga að sjóðurinn er sjálfstæð eining óháð því hvort eða hvern hann semur við um rekstur. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er ekki rígbundnari núverandi rekstraraðila en svo að hann á viðskipti með einstök verðbréf við aðra miðlanir en Arion banka og var hlutdeild þeirra í slíkum viðskiptum um 70% á árinu 2017. Þá hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn einnig fjárfest í fjölmörgum sjóðum og verkefnum með rekstrarfélögum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem ekki tengjast Arion banka. Að lokum vil ég hvetja sjóðfélaga til að fjölmenna á ársfundinn og nýta atkvæðisrétt sinn.Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Sjá meira
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn í dag, miðvikudag 30. maí, kl. 17.15. Þar verður meðal annars kosið um tvo stjórnarmenn og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Það er gott fyrir Frjálsa lífeyrissjóðinn að sjóðfélagar skuli hafi áhuga á sjóðnum. Sem verandi stjórnarmaður verð ég að andmæla einum frambjóðanda þegar hann, í grein sem birtist í Markaðnum 23. maí síðastliðinn, talar um „Ófrjálsa lífeyrissjóðinn“ í fyrirsögn og segir hann „rígbundinn“ í „báða skó“. Nafn Frjálsa lífeyrissjóðsins vísar til valfrelsis sjóðfélaga. Allir sjóðfélagar sem greiða í Frjálsa lífeyrissjóðinn hafa valið það sjálfir, hafa atkvæðisrétt á ársfundi sjóðsins og geta hvenær sem er valið að greiða annað og flytja séreign sína í annan sjóð. Þessi veruleiki veitir bæði stjórn og rekstraraðila mikið aðhald. Í ljósi þessa hefur verið sérlega ánægjulegt að sjá fjölda þeirra sem kjósa að greiða í sjóðinn fara vaxandi með hverju ári. Samhliða hefur sjóðurinn vaxið hlutfallslega meira en lífeyriskerfið undanfarin ár og er nú orðinn fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. Sjóðfélagar standa nú frammi fyrir tillögum stjórnar á ársfundi um breytta stjórnskipan og ráðstöfunum sem eiga að tryggja sjálfstæði sjóðsins bæði í reynd og ásýnd út á við. Tillaga Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, eins frambjóðanda á ársfundi, um að nafn Arion banka sem rekstraraðila verði ekki lengur í samþykktum sjóðsins er góðra gjalda verð. Að vissu marki er ég sammála þeirri tillögu. Nafn rekstraraðila sjóðsins hefur verið í samþykktum frá stofnun og er hugsað til að tryggja að ársfundur, og þar með sjóðfélagar sjálfir, komi að ákvörðunum um að breyta um rekstraraðila eða rekstrarfyrirkomulag. Ég tel að það sé meginatriðið, að sjóðfélagar ráði þessu en ekki eingöngu stjórnin eins og tillaga Halldórs leiðir af sér. Því tel ég að bæta þurfi við tillöguna til að tryggja aðkomu sjóðfélaga að svona mikilsháttar ákvörðun. Þegar um svo mikilvæga ákvörðun er að ræða eins og hvert rekstrarfyrirkomulag sjóðsins eigi að verða þarf að vera skýrt að sjóðfélagar eigi þar aðkomu og síðasta orðið. Sjóðurinn var stofnaður af fjármálafyrirtæki og hefur á fjögurra áratuga starfsævi sinni ætíð útvistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækja og aldrei verið með eigin starfsmann. Það er mikilvægt að hafa í huga að sjóðurinn er sjálfstæð eining óháð því hvort eða hvern hann semur við um rekstur. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er ekki rígbundnari núverandi rekstraraðila en svo að hann á viðskipti með einstök verðbréf við aðra miðlanir en Arion banka og var hlutdeild þeirra í slíkum viðskiptum um 70% á árinu 2017. Þá hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn einnig fjárfest í fjölmörgum sjóðum og verkefnum með rekstrarfélögum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem ekki tengjast Arion banka. Að lokum vil ég hvetja sjóðfélaga til að fjölmenna á ársfundinn og nýta atkvæðisrétt sinn.Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar