Atli Már segist hafa unnið orrustuna en tapað stríðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2018 15:15 Atli Már í dómsal í dag íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki? Vísir/Vilhelm. Atli Már Gylfason var að vonum ánægður þegar blaðamaður náði tali af honum fyrir utan dómssal í Héraðsdómi Reykjaness eftir að Atli Már var sýknaður af öllum kröfum í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn honum. „Ég er virkilega sáttur. Ég var með besta lögfræðinginn í þessu fagi,“ sagði Atli Már brosandi. „Hann kann alla króka og kima í meiðyrðamálum en ég vonaðist alltaf til að réttlætið myndi sigra að lokum og það gerði það hérna í dag.“Lögmaður Atla Más í málinu var Gunnar Ingi Jóhannsonn hæstaréttarlögmaður. Blaðamannafélag Íslands stóð straum af málskostnaði Atla Más í málinu, en Guðmundur Spartakus þarf að greiða Atla Má 600 þúsund krónur í málskostnað.Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og sneri að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Fjallaði Atli Már um hvarf Friðriks í grein sem birtist á vef Stundarinnar 1. desember 2016. Krafðist Guðmundur Spartakus ómerkingu á ærumeiðandu ummælum í greininni sem og víðar, auk 10 milljóna króna í miskabætur.„Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir mig. Þetta snerist um tíu milljóna króna skaðabótakröfu sem hefði sett mig á hausinn, persónulega,“ segir Atli sem segist einnig vera þakklátur fyrir að Stundin, sem einnig var stefnt í málinu, þurfi ekki að greiða bætur vegna málsins.Segir Atli Már að málið hafi tekið á og að honum hafi borist ítrekaðar líflátshótanir, þar af tvær um Hvítasunnuhelgina, sem hann segir hafa verið kærðar til lögreglu.„Þetta er búið að vera strembið“.Atli Már og Gunnar Ingi, lögmaður hans, fallast í faðma eftir að dómur í málinu var kveðinn upp.Vísir/VilhelmSegist finna til með fjölmiðlamönnum á RÚV Atli Már var ekki eini fjölmiðlamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings hérlendis.Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Þá krafðist Guðmundur Spartakus samtals tíu milljóna í bætur frá fjórum fréttamönnum RÚV. Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins.Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er sögð vera mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Segir Atli Már að í ljósi sýknudóma í máli hans og Sigmundar Ernis þurfi forsvarsmenn RÚV að svara fyrir ákvörðunina um að semja.„Það er eitthvað sem forsvarsmenn RÚV verða að svara fyrir. Ég að sjálfsögðu finn til með öllum fjölmiðlamönnum sem starfa á RÚV því að þessi sátt er gerð í algjörri andstæðu við þá og ég veit að menn eru ekki sáttir upp í Efsaleiti, bara langt í frá,“ segir Atli Már.Segir hann sátt RÚV við Guðmund Spartakus gera það að verkum að hann hafi fjármagn til þess að standa í baráttu við fjölmiðla í dómsmálum sem þessum.„Þó svo að ég hafi unnið þessa orrustu, þá vann Guðmundur Spartakus stríðið. Hann á pening til þess að greiða allan þennan málskostnað. Hann getur kært málið til Landsréttar sem hann kemur eflaust til með að gera og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að punga sjálfur út pening, RÚV er búið að borga allar málsbætur og kostnað fyrir hann.“ Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz kemur ekki til landsins en ber vitni í mynd símleiðis Karl Steinar Valsson mun ekki svara spurningum er varða rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. 2. maí 2018 10:49 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 „Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Atli Már Gylfason var að vonum ánægður þegar blaðamaður náði tali af honum fyrir utan dómssal í Héraðsdómi Reykjaness eftir að Atli Már var sýknaður af öllum kröfum í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn honum. „Ég er virkilega sáttur. Ég var með besta lögfræðinginn í þessu fagi,“ sagði Atli Már brosandi. „Hann kann alla króka og kima í meiðyrðamálum en ég vonaðist alltaf til að réttlætið myndi sigra að lokum og það gerði það hérna í dag.“Lögmaður Atla Más í málinu var Gunnar Ingi Jóhannsonn hæstaréttarlögmaður. Blaðamannafélag Íslands stóð straum af málskostnaði Atla Más í málinu, en Guðmundur Spartakus þarf að greiða Atla Má 600 þúsund krónur í málskostnað.Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og sneri að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Fjallaði Atli Már um hvarf Friðriks í grein sem birtist á vef Stundarinnar 1. desember 2016. Krafðist Guðmundur Spartakus ómerkingu á ærumeiðandu ummælum í greininni sem og víðar, auk 10 milljóna króna í miskabætur.„Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir mig. Þetta snerist um tíu milljóna króna skaðabótakröfu sem hefði sett mig á hausinn, persónulega,“ segir Atli sem segist einnig vera þakklátur fyrir að Stundin, sem einnig var stefnt í málinu, þurfi ekki að greiða bætur vegna málsins.Segir Atli Már að málið hafi tekið á og að honum hafi borist ítrekaðar líflátshótanir, þar af tvær um Hvítasunnuhelgina, sem hann segir hafa verið kærðar til lögreglu.„Þetta er búið að vera strembið“.Atli Már og Gunnar Ingi, lögmaður hans, fallast í faðma eftir að dómur í málinu var kveðinn upp.Vísir/VilhelmSegist finna til með fjölmiðlamönnum á RÚV Atli Már var ekki eini fjölmiðlamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings hérlendis.Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Þá krafðist Guðmundur Spartakus samtals tíu milljóna í bætur frá fjórum fréttamönnum RÚV. Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins.Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er sögð vera mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Segir Atli Már að í ljósi sýknudóma í máli hans og Sigmundar Ernis þurfi forsvarsmenn RÚV að svara fyrir ákvörðunina um að semja.„Það er eitthvað sem forsvarsmenn RÚV verða að svara fyrir. Ég að sjálfsögðu finn til með öllum fjölmiðlamönnum sem starfa á RÚV því að þessi sátt er gerð í algjörri andstæðu við þá og ég veit að menn eru ekki sáttir upp í Efsaleiti, bara langt í frá,“ segir Atli Már.Segir hann sátt RÚV við Guðmund Spartakus gera það að verkum að hann hafi fjármagn til þess að standa í baráttu við fjölmiðla í dómsmálum sem þessum.„Þó svo að ég hafi unnið þessa orrustu, þá vann Guðmundur Spartakus stríðið. Hann á pening til þess að greiða allan þennan málskostnað. Hann getur kært málið til Landsréttar sem hann kemur eflaust til með að gera og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að punga sjálfur út pening, RÚV er búið að borga allar málsbætur og kostnað fyrir hann.“
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz kemur ekki til landsins en ber vitni í mynd símleiðis Karl Steinar Valsson mun ekki svara spurningum er varða rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. 2. maí 2018 10:49 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 „Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Ruiz kemur ekki til landsins en ber vitni í mynd símleiðis Karl Steinar Valsson mun ekki svara spurningum er varða rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. 2. maí 2018 10:49
Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00
„Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45