Fótbolti

Fornspyrnan: Þegar konum var óheimilt að spila í takkaskóm

Einar Sigurvinsson skrifar
Árið 1976 var FH, besta kvennalið þess tíma, kært fyrir að leikmenn liðsins hafi spilað í takkaskóm.

Þetta rifjaði sagnfræðingurinn Stefán Pálsson upp í Fornspyrnunni, en hún er liður í Pepsi-mörkunum, þar sem hann rifjar upp sögur úr íslenskri knattspyrnu.

Í gildandi reglum þess tíma var konum óheimilt að leika í takkaskóm. Grasvellir voru takmörkuð auðlind og þótti alveg ótækt að þeir væru tættir upp af konum eða táningum.

Málalyktir í kjölfar kærunnar voru þær að reglunum var breytt og er nú bæði konum og börnum heimilt að reita upp grasvelli landsins með takkaskóm.

Sjáðu innslag Stefáns í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×