Pólitík er forgangsröðun! Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 23. maí 2018 07:00 Garðabær er fjölskylduvænt og samheldið samfélag þar sem gott er að búa. Það er engin tilviljun að um 90% bæjarbúa eru ánægðir með þjónustu í leik- og grunnskólum bæjarins. Slíkur árangur og ánægja íbúa verður til af því að við forgangsröðum og leggjum m.a. áherslu á góða skóla og öflugt íþrótta- og tómstundastarf.Val og vilji bæjarbúa Í Garðabæ höfum við unnið að því að íbúar hafi val um fjölbreytta og ólíka valkosti er varða þjónustu sveitarfélagsins. Við hlustum á hvað íbúar vilja, tökum þjónustukannanir alvarlega og fylgjum því eftir hvað íbúar vilja að gert sé. Garðabær er fyrsta sveitarfélagið sem setur sér stefnu í íbúalýðræði og á þessu kjörtímabili hafa verið haldnir 39 opnir íbúa-, samráðs- og kynningarfundir eða fundur á sex vikna fresti að meðaltali. Uppbygging og sterk fjárhagsstaða Loforð og samráð eru til lítils ef fjárhagsstaðan er ekki í lagi. Góð þjónusta og uppbygging byggist á grunni sterkrar fjárhagsstöðu. Góð afkoma bæjarsjóðs og lækkandi skuldir gera okkur kleift að lækka álögur enn frekar. Í Garðabæ er uppbygging mikil, verið er að reisa búsetukjarna fyrir eldri borgara og fatlaða einstaklinga ásamt því að búið er að skipuleggja hverfi fyrir ungt fólk. Garðabær er eftirsóttur ekki aðeins vegna góðrar þjónustu heldur einnig vegna einstakrar náttúru og við höfum nú þegar friðlýst 40% af bæjarlandinu. Lífsgæði Sveitarfélögin bera ábyrgð á mörgum af mikilvægustu hagsmunamálum landsmanna og hafa því veruleg áhrif á lífsgæði okkar allra. Í Garðabæ höfum við lagt góðan og sterkan grunn þannig að hér geti áfram vaxið öflugt, metnaðarfullt og samheldið samfélag. Samfélag þar sem allir fá að njóta sín. Stjórnmál snúast um forgangsröðun og traust. Það að vera samkvæmur sjálfum sér og standa við gefin fyrirheit. Það höfum við gert - og ætlum gera áfram.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Garðabær er fjölskylduvænt og samheldið samfélag þar sem gott er að búa. Það er engin tilviljun að um 90% bæjarbúa eru ánægðir með þjónustu í leik- og grunnskólum bæjarins. Slíkur árangur og ánægja íbúa verður til af því að við forgangsröðum og leggjum m.a. áherslu á góða skóla og öflugt íþrótta- og tómstundastarf.Val og vilji bæjarbúa Í Garðabæ höfum við unnið að því að íbúar hafi val um fjölbreytta og ólíka valkosti er varða þjónustu sveitarfélagsins. Við hlustum á hvað íbúar vilja, tökum þjónustukannanir alvarlega og fylgjum því eftir hvað íbúar vilja að gert sé. Garðabær er fyrsta sveitarfélagið sem setur sér stefnu í íbúalýðræði og á þessu kjörtímabili hafa verið haldnir 39 opnir íbúa-, samráðs- og kynningarfundir eða fundur á sex vikna fresti að meðaltali. Uppbygging og sterk fjárhagsstaða Loforð og samráð eru til lítils ef fjárhagsstaðan er ekki í lagi. Góð þjónusta og uppbygging byggist á grunni sterkrar fjárhagsstöðu. Góð afkoma bæjarsjóðs og lækkandi skuldir gera okkur kleift að lækka álögur enn frekar. Í Garðabæ er uppbygging mikil, verið er að reisa búsetukjarna fyrir eldri borgara og fatlaða einstaklinga ásamt því að búið er að skipuleggja hverfi fyrir ungt fólk. Garðabær er eftirsóttur ekki aðeins vegna góðrar þjónustu heldur einnig vegna einstakrar náttúru og við höfum nú þegar friðlýst 40% af bæjarlandinu. Lífsgæði Sveitarfélögin bera ábyrgð á mörgum af mikilvægustu hagsmunamálum landsmanna og hafa því veruleg áhrif á lífsgæði okkar allra. Í Garðabæ höfum við lagt góðan og sterkan grunn þannig að hér geti áfram vaxið öflugt, metnaðarfullt og samheldið samfélag. Samfélag þar sem allir fá að njóta sín. Stjórnmál snúast um forgangsröðun og traust. Það að vera samkvæmur sjálfum sér og standa við gefin fyrirheit. Það höfum við gert - og ætlum gera áfram.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar