Öll börn eiga að sitja við sama borð: Enga mismunun í grunnskólunum Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir skrifar 23. maí 2018 08:06 Á meðan fæði og skólagögn eru ekki gjaldfrjáls, eru grunnskólar ekki gjaldfrjálsir. Við í Vinstri grænum viljum að menntun barna sé gjaldfrjáls að öllu leiti. Núverandi meirihluti í borginni hefur stigið stórt skref í þessa átt. Frá og með næst hausti verður boðið upp á ókeypis skólagögn í grunnskólum, en foreldrar þurfa enn að greiða fyrir skólamat. Þetta eru upphæðir sem vega mjög þungt í heimilisbókhaldi fólks sem býr við kröpp kjör. Af hverju er ekki forgangsverkefni að nota sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs til að gera skólamat ókeypis? Til þess að skapa stéttlaust samfélög í grunnskólum þurfa öll börn að sitja við sama borð. Það bíður upp á stríðni og jaðarsetningu þegar sumir nemendur hafa ekki sama aðgengi að mat og ekki með nógu dýra hluti í skólatöskunni. Við verðum að búa þannig um hnútanna að börn hafi jöfn tækifæri í grunnskólum, ef við ekki getum það, hvar eru þau jöfn tækifæriEinkareknir skólar þýða verri skólakerfi Annað sem vinnur gegn því að öll börn sitji við sama borð er einkavæðing menntakerfisins. Það hefur sýnt sig, til dæmis í Svíþjóð. Laun eru oft hærri í einkavæddum skólum en þeim sem sveitarfélögin reka og því fara best menntuðu kennararnir þangað en skólar sem borga lægri laun sitja eftir með leiðbeinendur í stað menntaðra grunnskólakennara. Í Finnlandi var tekin upp sú stefna að banna einkarekna skóla, ásamt því að leggja gríðarlega vinnu í félagslegt umhverfi nemenda og það virkar. Árangur finnskra skóla hefur aukist síðustu ár. Félagslega rekið menntakerfi skilar betri nemendum og vinnur gegn misskiptingu. Gerum betur í íslenskukennslu fyrir flóttamenn Ég fór til Berlínar fyrir þremur mánuðum og fór í skóla sem höfðu útbúið sértæk úrræði fyrir flóttafólk. Ég sat með þremur börnum frá Sýrlandi og einu frá Rússlandi. Þau kunnu ekki þýsku en kennari þeirra talaði eingöngu þýsku við þau. Þau fengu þó einnig móðurmálskennslu en sú kennsla var aðkeypt. Öll umgerð kennslunar var til fyrirmyndar. Eftir að hafa hlustað á fyrirlestur drengs sem flúði einn frá Sýrland fyrir þrem árum aðeins 15 ára, sá ég að við hér á Íslandi erum ekki að sinna flóttamönnum nógu vel. Hann talaði um hversu mikilvægt það er að læra um nýja menningu og læra nýtt mál en einnig að fá tækifæri til þess að halda í sína eigin menningu, sögu og tungumál. Stefna Vinstri grænna í þessum málum er að efla bæði móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn sem koma erlendis frá. Það er líka mikilvægt að sveitarfélögin komi sér saman um sálfræði – og áfallahjálp inn í skólunum. Við verðum að undirbúa börnin fyrir framtíðina hér á landi og kenna þeim hvernig okkar samfélag virkar um leið og við höfum engan rétt til þess að taka menningu þeirra, sögu né tungumál frá þeim. Berum virðingu fyrir öllum börnum, óháð uppruna eða efnahagsstöðu. Þannig verða samfélög til sem virka best. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 8 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skóla - og menntamál Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á meðan fæði og skólagögn eru ekki gjaldfrjáls, eru grunnskólar ekki gjaldfrjálsir. Við í Vinstri grænum viljum að menntun barna sé gjaldfrjáls að öllu leiti. Núverandi meirihluti í borginni hefur stigið stórt skref í þessa átt. Frá og með næst hausti verður boðið upp á ókeypis skólagögn í grunnskólum, en foreldrar þurfa enn að greiða fyrir skólamat. Þetta eru upphæðir sem vega mjög þungt í heimilisbókhaldi fólks sem býr við kröpp kjör. Af hverju er ekki forgangsverkefni að nota sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs til að gera skólamat ókeypis? Til þess að skapa stéttlaust samfélög í grunnskólum þurfa öll börn að sitja við sama borð. Það bíður upp á stríðni og jaðarsetningu þegar sumir nemendur hafa ekki sama aðgengi að mat og ekki með nógu dýra hluti í skólatöskunni. Við verðum að búa þannig um hnútanna að börn hafi jöfn tækifæri í grunnskólum, ef við ekki getum það, hvar eru þau jöfn tækifæriEinkareknir skólar þýða verri skólakerfi Annað sem vinnur gegn því að öll börn sitji við sama borð er einkavæðing menntakerfisins. Það hefur sýnt sig, til dæmis í Svíþjóð. Laun eru oft hærri í einkavæddum skólum en þeim sem sveitarfélögin reka og því fara best menntuðu kennararnir þangað en skólar sem borga lægri laun sitja eftir með leiðbeinendur í stað menntaðra grunnskólakennara. Í Finnlandi var tekin upp sú stefna að banna einkarekna skóla, ásamt því að leggja gríðarlega vinnu í félagslegt umhverfi nemenda og það virkar. Árangur finnskra skóla hefur aukist síðustu ár. Félagslega rekið menntakerfi skilar betri nemendum og vinnur gegn misskiptingu. Gerum betur í íslenskukennslu fyrir flóttamenn Ég fór til Berlínar fyrir þremur mánuðum og fór í skóla sem höfðu útbúið sértæk úrræði fyrir flóttafólk. Ég sat með þremur börnum frá Sýrlandi og einu frá Rússlandi. Þau kunnu ekki þýsku en kennari þeirra talaði eingöngu þýsku við þau. Þau fengu þó einnig móðurmálskennslu en sú kennsla var aðkeypt. Öll umgerð kennslunar var til fyrirmyndar. Eftir að hafa hlustað á fyrirlestur drengs sem flúði einn frá Sýrland fyrir þrem árum aðeins 15 ára, sá ég að við hér á Íslandi erum ekki að sinna flóttamönnum nógu vel. Hann talaði um hversu mikilvægt það er að læra um nýja menningu og læra nýtt mál en einnig að fá tækifæri til þess að halda í sína eigin menningu, sögu og tungumál. Stefna Vinstri grænna í þessum málum er að efla bæði móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn sem koma erlendis frá. Það er líka mikilvægt að sveitarfélögin komi sér saman um sálfræði – og áfallahjálp inn í skólunum. Við verðum að undirbúa börnin fyrir framtíðina hér á landi og kenna þeim hvernig okkar samfélag virkar um leið og við höfum engan rétt til þess að taka menningu þeirra, sögu né tungumál frá þeim. Berum virðingu fyrir öllum börnum, óháð uppruna eða efnahagsstöðu. Þannig verða samfélög til sem virka best. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 8 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun