Sigurður Ragnar rekinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2018 08:28 Sigurður Ragnar Eyjólfsson er án starfs. vísir/getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið rekinn sem þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta en hann sendi frá sér tilkynningu þess efnis á fjölmiðla. Auk Sigurðar var þjálfarateymi hans einnig látið fara en í því voru meðal annars Halldór Björnsson og Dean Martin en Dean sagði upp störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands til að gerast aðstoðarmaður hjá Sigurði. „Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og því var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar. Hann segist að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði en slíkt hafi ekki verið í boði. Hann er stoltur að hafa komið liðinu í lokakeppni HM 2019 og unnið brons í Asíubikarnum fyrr á þessu ári. Sigurður og stelpurnar hans unnu fimm af síðustu sex landsleikjum sínum en það var ekki nóg að mati kínverska knattspyrnusambandsins. Sigurður Ragnar var áður þjálfari íslenska kvennalandsliðsins um árabil en hann fór með það á EM 2009 í Finnlandi og EM 2011 í Svíþjóð þar sem að liðið komst alla leið í átta liða úrslit.Tilkynningin í heild sinni: „Í dag tilkynnti kínverska knattspyrnusambandið um ráðningu á nýjum A-landsliðsþjálfara kvenna. Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og þvi var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði til verksins en tæplega 6 mánuði enda tekur lengri tíma en það að mínu mati að byggja upp nýtt landslið en því miður fengum við ekki þolinmæði til þess. Við þjálfararnir erum mjög stoltir af að hafa komið Kína í lokakeppni Heimsmeistaramótsins 2019 og að hafa unnið til bronsverðlauna í lokakeppni Asíu (Asian Cup) 2018 í okkar síðasta leik sem landsliðsþjálfarar. Af síðustu 6 landsleikjum okkar unnum við 5. Við göngum því stoltir frá borði og hlökkum til að takast á við ný spennandi verkefni hvar sem þau verða og erum klárlega reynslunni ríkari og betri þjálfarar eftir dvölina og ævintýrið okkar stórkostlega í Kína.“ Íslenski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið rekinn sem þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta en hann sendi frá sér tilkynningu þess efnis á fjölmiðla. Auk Sigurðar var þjálfarateymi hans einnig látið fara en í því voru meðal annars Halldór Björnsson og Dean Martin en Dean sagði upp störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands til að gerast aðstoðarmaður hjá Sigurði. „Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og því var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar. Hann segist að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði en slíkt hafi ekki verið í boði. Hann er stoltur að hafa komið liðinu í lokakeppni HM 2019 og unnið brons í Asíubikarnum fyrr á þessu ári. Sigurður og stelpurnar hans unnu fimm af síðustu sex landsleikjum sínum en það var ekki nóg að mati kínverska knattspyrnusambandsins. Sigurður Ragnar var áður þjálfari íslenska kvennalandsliðsins um árabil en hann fór með það á EM 2009 í Finnlandi og EM 2011 í Svíþjóð þar sem að liðið komst alla leið í átta liða úrslit.Tilkynningin í heild sinni: „Í dag tilkynnti kínverska knattspyrnusambandið um ráðningu á nýjum A-landsliðsþjálfara kvenna. Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og þvi var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði til verksins en tæplega 6 mánuði enda tekur lengri tíma en það að mínu mati að byggja upp nýtt landslið en því miður fengum við ekki þolinmæði til þess. Við þjálfararnir erum mjög stoltir af að hafa komið Kína í lokakeppni Heimsmeistaramótsins 2019 og að hafa unnið til bronsverðlauna í lokakeppni Asíu (Asian Cup) 2018 í okkar síðasta leik sem landsliðsþjálfarar. Af síðustu 6 landsleikjum okkar unnum við 5. Við göngum því stoltir frá borði og hlökkum til að takast á við ný spennandi verkefni hvar sem þau verða og erum klárlega reynslunni ríkari og betri þjálfarar eftir dvölina og ævintýrið okkar stórkostlega í Kína.“
Íslenski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira