Er heimili nú lúxusvara? Hildur Björnsdóttir skrifar 24. maí 2018 11:38 Það er húsnæðisskortur í Reykjavík. Skorturinn hefur verið viðvarandi og endurspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Ungt fólk kemur ekki þaki yfir höfuðið og fjölskyldur flytjast til annarra sveitarfélaga. Aðgöngumiðinn á húsnæðismarkað er uppsprengdur. Við viljum að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Samkeppnishæf borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Lausn húsnæðisvandans verður mikilvægur liður á þeirri vegferð. Auka þarf lóðaframboð og tryggja stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Koma þarf jafnvægi á húsnæðismarkað og draga úr verðhækkunum. Skortur á lóðum hefur haldið aftur af vexti í framboði nýrra íbúða. Þéttingarstefna núverandi meirihluta hefur einskorðast við miðborg. Æskilegt er að þétta byggð, en hana má þétta í fleiri hverfum, af virðingu við íbúa og umhverfi. Síðustu ár hefur eingöngu verið byggt á dýrum reitum og af miklum gæðum. Verðmiðinn hentar fyrstu kaupendum illa. Húsnæðisvandinn hefur bitnað hvað mest á ungu fólki. Fjöldi ungs fólks á aldrinum 25-29 ára sem enn býr í foreldrahúsum hefur stóraukist síðustu tvö kjörtímabil. Eftirspurn eftir hagkvæmum einingum fyrir ungt fólk hefur ekki verið mætt. Eingöngu eru byggðar svokallaðar lúxusíbúðir sem ekki henta fyrstu kaupendum, og henta raunar mjög þröngum kaupendahópi. Helstu þörfum á íbúðamarkaði hefur ekki verið mætt. Núverandi meirihluti hefur gert heimili að lúxusvöru. Markaðsrannsóknir á húsnæðismarkaði sýna breyttar þarfir nútímans. Flestir kjósa minni en vel skipulagðar einingar. Slíkar eignir, byggðar með hagkvæmni að leiðarljósi, myndu henta fyrstu kaupendum á húsnæðismarkaði vel. Hér þarf aukið samtal ríkis og borgar um einföldun regluverks. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst úthluta hagstæðum lóðum á fjölbreyttum en lifandi svæðum í borginni. Við munum tryggja uppbyggingu hagkvæmra eininga sem svara raunverulegri þörf á húsnæðismarkaði. Við viljum styðja betur við ungt fólk og aðstoða við fyrstu skref inn á húsnæðismarkað. Við munum gera betur. Við viljum gera Reykjavík að besta búsetukostinum – raunhæfum valkosti fyrir okkur öll.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er húsnæðisskortur í Reykjavík. Skorturinn hefur verið viðvarandi og endurspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Ungt fólk kemur ekki þaki yfir höfuðið og fjölskyldur flytjast til annarra sveitarfélaga. Aðgöngumiðinn á húsnæðismarkað er uppsprengdur. Við viljum að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Samkeppnishæf borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Lausn húsnæðisvandans verður mikilvægur liður á þeirri vegferð. Auka þarf lóðaframboð og tryggja stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Koma þarf jafnvægi á húsnæðismarkað og draga úr verðhækkunum. Skortur á lóðum hefur haldið aftur af vexti í framboði nýrra íbúða. Þéttingarstefna núverandi meirihluta hefur einskorðast við miðborg. Æskilegt er að þétta byggð, en hana má þétta í fleiri hverfum, af virðingu við íbúa og umhverfi. Síðustu ár hefur eingöngu verið byggt á dýrum reitum og af miklum gæðum. Verðmiðinn hentar fyrstu kaupendum illa. Húsnæðisvandinn hefur bitnað hvað mest á ungu fólki. Fjöldi ungs fólks á aldrinum 25-29 ára sem enn býr í foreldrahúsum hefur stóraukist síðustu tvö kjörtímabil. Eftirspurn eftir hagkvæmum einingum fyrir ungt fólk hefur ekki verið mætt. Eingöngu eru byggðar svokallaðar lúxusíbúðir sem ekki henta fyrstu kaupendum, og henta raunar mjög þröngum kaupendahópi. Helstu þörfum á íbúðamarkaði hefur ekki verið mætt. Núverandi meirihluti hefur gert heimili að lúxusvöru. Markaðsrannsóknir á húsnæðismarkaði sýna breyttar þarfir nútímans. Flestir kjósa minni en vel skipulagðar einingar. Slíkar eignir, byggðar með hagkvæmni að leiðarljósi, myndu henta fyrstu kaupendum á húsnæðismarkaði vel. Hér þarf aukið samtal ríkis og borgar um einföldun regluverks. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst úthluta hagstæðum lóðum á fjölbreyttum en lifandi svæðum í borginni. Við munum tryggja uppbyggingu hagkvæmra eininga sem svara raunverulegri þörf á húsnæðismarkaði. Við viljum styðja betur við ungt fólk og aðstoða við fyrstu skref inn á húsnæðismarkað. Við munum gera betur. Við viljum gera Reykjavík að besta búsetukostinum – raunhæfum valkosti fyrir okkur öll.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar