Tónlist

Föstudagsplaylisti Páls Óskars

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Páll Óskar kann betur en flestir að koma fólki í stuð.
Páll Óskar kann betur en flestir að koma fólki í stuð. Vísir/aðsend
Smiður lagalistans að þessu sinni er diskóprinsinn Páll Óskar Hjálmtýsson, sem þarfnast líklega engrar frekari kynningar.



Um þessar mundir leikur hann klæðskiptinginn og vísindamannsinn Frank’n’Furter í Rocky Horror söngleiknum í Borgarleikhúsinu. Hann mun gera það nánast daglega þangað til 10. júní en þá skellir hann sér í langþráð sumarfrí á sólarströnd.

Hann kemur svo heim „sólbrúnn og sætur“ og heldur uppi stuðinu á flestum bæjarhátíðum landsmanna í sumar.

Hann segir sig nota þennan föstudagslista til að peppa sig í gang, „alveg grínlaust.“ Tónlistina segir hann vera „hrikalega fallegt gamaldags neðanjarðar diskó sem kannski ósköp fáir hafa heyrt, eða sjaldheyrðar útgáfur af þekktari lögum. Þetta er væbið sem ég nota til að keyra mig persónulega í gang. Þessi tónlist er ávísun á lífsgleði og tripp.“

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.