Á ég að skalla þig? Þórlindur Kjartansson skrifar 25. maí 2018 08:30 Í síðustu viku varð ég fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að um það bil hálf heimsbyggðin stóð að umfangsmiklu og illgjörnu samsæri gegn mér. Ég veit ekki hvað varð til þess að allur þessi fjöldi fólks ákvað upp úr þurru að leggja á sig sérstakt ómak til þess að skaprauna mér, og enn síður skil ég hvernig tókst að skipuleggja svona umfangsmikið samsæri á ótrúlega stuttum tíma. Enn sem komið er hef ég heldur ekki hugmynd um hverjir eru forsprakkar samsærisins, en ég hef einsett mér að komast til botns í því með öllum tiltækum ráðum og ná fram hefndum. Það er reyndar huggun harmi gegn að samsærið, sem ég hélt í fyrstu að beindist að mér einum, virðist hafa beinst að öllum þeim helmingi mannkyns sem er saklaus af þátttöku í því. Engu að síður var reynslan óskemmtileg.„Laurel og Yanni“ Þetta byrjaði allt á því að ég sá fólk hrópa rafrænt upp orðið „Laurel“ eða „Yanni“ á Instagram, Snapchat, Facebook og Twitter—öllum helstu götuhornum internetsins. Ég komst svo fljótlega að því að þetta tengdist allt einhverri hljóðklippu sem ég fann á netinu og spilaði. Hljóðklippan sagði skýrt og greinilega „Yanni,“ þannig að ég fór næst að leita að hljóðklippu sem sagði „Laurel“ til þess að hafa heyrt þær báðar. En þá upptöku fann ég hvergi. Svo komst ég að því að stór hluti netverja þóttist hafa hlustað á nákvæmlega sömu klippu og ég, en ekki heyrt „Yanni“ heldur orðið „Laurel“. Voða fyndið, hugsaði ég, og athugaði hvort þessar hljóðklippur ættu uppruna sinn þann 1. apríl. En nei, það var víst ekki. Ég hugsaði til þess fyrir nokkrum árum þegar útbúið var sérstakt samskiptaforrit á netinu sem gerði fólki kleift að senda milli sín skilaboðin „Yo“—og ekkert annað. Þegar fólk heyrði fyrst um þetta smáforrit þá trúði í raun enginn því að útbúið hefði verið forrit með eins fáránlega takmörkuðum notkunarmöguleikum; en þetta var víst raunin. Voða fyndið. Þetta „app“ var bara eitt stórt djók og allir sem notuðu það tóku þátt í því þangað til allir fengu leiða á því. En þetta var eitthvað allt annað. Þeir sem þóttust heyra „Laurel“ virtust allir ætla að taka djókið með sér í gröfina—og ekki bara það, heldur ætluðu þeir líka að reyna að láta okkur hin fara smám saman að efast um geðheilbrigði okkar. Ég hlustaði aftur og aftur á klippuna, í mismunandi tölvum, hátölurum og heyrnartólum og alltaf heyrði ég röddina segja skýrt og greinilega nákvæmlega það sama: „Yanni, Yanni, Yanni.“ Þegar ég talaði við fólk sem þóttist heyra „Laurel“ tók ég því þannig að fólk væri bara að djóka aðeins í mér. „Einmitt, já já, þú heyrir semsagt bara alls ekki Yanni?“ spurði ég. – Hvað meinarðu? Röddin segir Laurel. – Einmitt, já. Aha. Í alvörunni, hættu þessu rugli. Ég nenni þessi ekki. – Nennirðu ekki hverju, manneskjan er að segja Laurel. Hvaða Yanni rugl er þetta? - Yanni rugl? Er ekki í lagi með þig. Hættu þessum stælum og segðu mér bara satt. Við erum að hlusta á nákvæmlega sömu klippuna, röddin segir skýrt og greinilega Yanni. – Á ég að skalla þig?Heilagur sannleikur En það var bara enginn til í að gefa sig. Fólk skiptist algjörlega í tvær fylkingar sem heyrðu úr sömu hljóðklippunni tvo gjörsamlega ólíka hluti. Allir gátu verið jafnsannfærðir um að hinir væru annaðhvort ruglaðir eða hluti af einhverjum hryllilega leiðinlegum og þreytandi gjörningi. Á endanum komst ég að því að hljóðklippan innihélt bæði orðin, en það fór alveg eftir því hvernig móttökustöðvarnar í eyrum og heila voru stilltar hvort hlustandinn heyrði orðið „Yanni“ eða „Laurel“. Semsagt—það var enginn að ljúga eða grínast heldur var það hundrað prósent háheilagur sannleikur að fólk sem hlustaði á nákvæmlega sömu upptökuna heyrði gjörólíka hluti. Í grein á netinu var þetta útskýrt og þar að auki var sett upp tól sem gerði fólki mögulegt að stilla hvaða tíðnisvið í upptökunni heyrðust best—þau lágu eða háu. Og viti menn, með því að stilla þetta örlítið til þá fór ég allt í einu að heyra „Laurel“ í staðinn fyrir „Yanni“ og heimurinn hætti skyndilega í samsærinu gegn mér. Það eina sem ég þurfti að gera var að gefa mér tíma til þess að rannsaka þetta fyrirbæri örlítið. Það þurfti ekkert að rífast, það þurfti enginn að skalla neinn, bara gefa sér tíma til að hlusta betur. Vitringur eða vitleysingur Að allt öðru. Hingað til Íslands er væntanlegur kanadískur sálfræðingur, Jordan Peterson, sem hyggst flytja sjálfshjálpar- og sjálfsstyrkingarboðskap sinn í Hörpu í næstu viku. Eins og annars staðar þar sem sá maður ferðast er byrjað hér á landi rifrildi milli þeirra sem sjá í honum vitring og hinna sem telja hann vitleysing. Það er einkenni á umræðum um Peterson að heiftin gegn honum er einna mest meðal þeirra sem minnst hafa kynnt sér málflutning hans, og dýrkunin á honum er mest meðal þeirra sem minnst hafa kynnt sér hugmyndir annarra hugsuða. Það er vissulega seinvirkt að kynna sér almennilega þau mál sem maður vill hafa skoðun á, en áður en maður fer að skalla fólk eða kalla það öllum illum nöfnum er ágætt að ganga úr skugga um að maður hafi stillt móttökustöðvarnar í eyrum og heila þannig að maður heyri raunverulega það sem verið er að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku varð ég fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að um það bil hálf heimsbyggðin stóð að umfangsmiklu og illgjörnu samsæri gegn mér. Ég veit ekki hvað varð til þess að allur þessi fjöldi fólks ákvað upp úr þurru að leggja á sig sérstakt ómak til þess að skaprauna mér, og enn síður skil ég hvernig tókst að skipuleggja svona umfangsmikið samsæri á ótrúlega stuttum tíma. Enn sem komið er hef ég heldur ekki hugmynd um hverjir eru forsprakkar samsærisins, en ég hef einsett mér að komast til botns í því með öllum tiltækum ráðum og ná fram hefndum. Það er reyndar huggun harmi gegn að samsærið, sem ég hélt í fyrstu að beindist að mér einum, virðist hafa beinst að öllum þeim helmingi mannkyns sem er saklaus af þátttöku í því. Engu að síður var reynslan óskemmtileg.„Laurel og Yanni“ Þetta byrjaði allt á því að ég sá fólk hrópa rafrænt upp orðið „Laurel“ eða „Yanni“ á Instagram, Snapchat, Facebook og Twitter—öllum helstu götuhornum internetsins. Ég komst svo fljótlega að því að þetta tengdist allt einhverri hljóðklippu sem ég fann á netinu og spilaði. Hljóðklippan sagði skýrt og greinilega „Yanni,“ þannig að ég fór næst að leita að hljóðklippu sem sagði „Laurel“ til þess að hafa heyrt þær báðar. En þá upptöku fann ég hvergi. Svo komst ég að því að stór hluti netverja þóttist hafa hlustað á nákvæmlega sömu klippu og ég, en ekki heyrt „Yanni“ heldur orðið „Laurel“. Voða fyndið, hugsaði ég, og athugaði hvort þessar hljóðklippur ættu uppruna sinn þann 1. apríl. En nei, það var víst ekki. Ég hugsaði til þess fyrir nokkrum árum þegar útbúið var sérstakt samskiptaforrit á netinu sem gerði fólki kleift að senda milli sín skilaboðin „Yo“—og ekkert annað. Þegar fólk heyrði fyrst um þetta smáforrit þá trúði í raun enginn því að útbúið hefði verið forrit með eins fáránlega takmörkuðum notkunarmöguleikum; en þetta var víst raunin. Voða fyndið. Þetta „app“ var bara eitt stórt djók og allir sem notuðu það tóku þátt í því þangað til allir fengu leiða á því. En þetta var eitthvað allt annað. Þeir sem þóttust heyra „Laurel“ virtust allir ætla að taka djókið með sér í gröfina—og ekki bara það, heldur ætluðu þeir líka að reyna að láta okkur hin fara smám saman að efast um geðheilbrigði okkar. Ég hlustaði aftur og aftur á klippuna, í mismunandi tölvum, hátölurum og heyrnartólum og alltaf heyrði ég röddina segja skýrt og greinilega nákvæmlega það sama: „Yanni, Yanni, Yanni.“ Þegar ég talaði við fólk sem þóttist heyra „Laurel“ tók ég því þannig að fólk væri bara að djóka aðeins í mér. „Einmitt, já já, þú heyrir semsagt bara alls ekki Yanni?“ spurði ég. – Hvað meinarðu? Röddin segir Laurel. – Einmitt, já. Aha. Í alvörunni, hættu þessu rugli. Ég nenni þessi ekki. – Nennirðu ekki hverju, manneskjan er að segja Laurel. Hvaða Yanni rugl er þetta? - Yanni rugl? Er ekki í lagi með þig. Hættu þessum stælum og segðu mér bara satt. Við erum að hlusta á nákvæmlega sömu klippuna, röddin segir skýrt og greinilega Yanni. – Á ég að skalla þig?Heilagur sannleikur En það var bara enginn til í að gefa sig. Fólk skiptist algjörlega í tvær fylkingar sem heyrðu úr sömu hljóðklippunni tvo gjörsamlega ólíka hluti. Allir gátu verið jafnsannfærðir um að hinir væru annaðhvort ruglaðir eða hluti af einhverjum hryllilega leiðinlegum og þreytandi gjörningi. Á endanum komst ég að því að hljóðklippan innihélt bæði orðin, en það fór alveg eftir því hvernig móttökustöðvarnar í eyrum og heila voru stilltar hvort hlustandinn heyrði orðið „Yanni“ eða „Laurel“. Semsagt—það var enginn að ljúga eða grínast heldur var það hundrað prósent háheilagur sannleikur að fólk sem hlustaði á nákvæmlega sömu upptökuna heyrði gjörólíka hluti. Í grein á netinu var þetta útskýrt og þar að auki var sett upp tól sem gerði fólki mögulegt að stilla hvaða tíðnisvið í upptökunni heyrðust best—þau lágu eða háu. Og viti menn, með því að stilla þetta örlítið til þá fór ég allt í einu að heyra „Laurel“ í staðinn fyrir „Yanni“ og heimurinn hætti skyndilega í samsærinu gegn mér. Það eina sem ég þurfti að gera var að gefa mér tíma til þess að rannsaka þetta fyrirbæri örlítið. Það þurfti ekkert að rífast, það þurfti enginn að skalla neinn, bara gefa sér tíma til að hlusta betur. Vitringur eða vitleysingur Að allt öðru. Hingað til Íslands er væntanlegur kanadískur sálfræðingur, Jordan Peterson, sem hyggst flytja sjálfshjálpar- og sjálfsstyrkingarboðskap sinn í Hörpu í næstu viku. Eins og annars staðar þar sem sá maður ferðast er byrjað hér á landi rifrildi milli þeirra sem sjá í honum vitring og hinna sem telja hann vitleysing. Það er einkenni á umræðum um Peterson að heiftin gegn honum er einna mest meðal þeirra sem minnst hafa kynnt sér málflutning hans, og dýrkunin á honum er mest meðal þeirra sem minnst hafa kynnt sér hugmyndir annarra hugsuða. Það er vissulega seinvirkt að kynna sér almennilega þau mál sem maður vill hafa skoðun á, en áður en maður fer að skalla fólk eða kalla það öllum illum nöfnum er ágætt að ganga úr skugga um að maður hafi stillt móttökustöðvarnar í eyrum og heila þannig að maður heyri raunverulega það sem verið er að segja.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun