Engir betri Píratar en Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefur að eigin sögn hug á að endurræsa Reykjavík og er tíðrætt um að stytta boðleiðir og einfalda ferlana í borginni. Viðreisn talar um einfaldara líf og virðist vitna í sömu hugmynd. Sósíalistaflokkurinn notar slagorðið „valdið til fólksins“. Það er okkur Pírötum alltaf fagnaðarefni þegar við sjáum að við erum öðrum innblástur, en það er enginn flokkur betri í að vera Píratar en einmitt Píratar. Markmiðin hafa þessir flokkar á hreinu og þeim deilum við með þeim. En hvernig ætla þeir að fara að þessu? Ég hef nefnilega ekki séð neinar raunhæfar lausnir. Á núverandi kjörtímabili hafa Píratar átt einn mann í núverandi meirihluta. Miðað við það höfum við náð mögnuðum hlutum í gegn. Við höfum hafist handa við að valdefla borgarbúa með því að festa umboðsmann borgarbúa í sessi, styrkja lýðræðistól eins og Betri Reykjavík og Hverfið mitt, opna bókhald borgarinnar og stofna rafræna þjónustumiðstöð. Þar að auki höfum við tekið frumkvæði að nýjum stefnum borgarinnar og með nýrri upplýsingastefnu, þjónustustefnu og lýðræðisstefnu höfum við lagt grunn að stórum og mikilvægum breytingum, jafnvel umbyltingu, í þjónustu borgarinnar. Þessar stefnur ásamt endurgerð þjónustuferla og rafvæðingu stjórnsýslunnar sem við höfum lagt grunn að, munu stytta boðleiðir, einfalda kerfin og bæta þjónustu við borgarbúa svo um munar. Við Píratar viljum raunverulegar lausnir til lengri tíma, ekki plástrapólitík til fjögurra ára. Við gætum almannahags og það er gríðarlega frelsandi í pólitík. Við viljum samfélag sem er gott að búa í og þar sem allir fá að njóta sín. Við viljum langtímahugsun og fagleg og traust vinnubrögð og gera hlutina vel frá byrjun frekar en að hlaupa af stað og framkvæma strax til að skrapa saman einhver atkvæði. Við stöndum fyrir nýrri sýn á pólitík. Þar sem stjórnmálin þjóna fólkinu. Þetta er róttækt á Íslandi, á litlu landi þar sem stjórnmálin hafa verið mikið til notuð til þess að færa vald frá almenningi til lítillar elítu sem svo handlangar góss og völd til vina og vandamanna. Við Píratar sækjumst eftir valdi til þess að dreifa því. Við viljum gagnsæi svo þú getir sjálf athugað í hvað peningarnir fara og hvernig ákvarðanir eru teknar. Við viljum traust og fagleg kerfi sem koma í veg fyrir spillingu. Þangað bíður okkar löng leið. En við höldum ótrauð áfram og gefumst aldrei upp. Ekkert rugl á okkar vakt. Setjum X við P.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Björt Guðjónsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefur að eigin sögn hug á að endurræsa Reykjavík og er tíðrætt um að stytta boðleiðir og einfalda ferlana í borginni. Viðreisn talar um einfaldara líf og virðist vitna í sömu hugmynd. Sósíalistaflokkurinn notar slagorðið „valdið til fólksins“. Það er okkur Pírötum alltaf fagnaðarefni þegar við sjáum að við erum öðrum innblástur, en það er enginn flokkur betri í að vera Píratar en einmitt Píratar. Markmiðin hafa þessir flokkar á hreinu og þeim deilum við með þeim. En hvernig ætla þeir að fara að þessu? Ég hef nefnilega ekki séð neinar raunhæfar lausnir. Á núverandi kjörtímabili hafa Píratar átt einn mann í núverandi meirihluta. Miðað við það höfum við náð mögnuðum hlutum í gegn. Við höfum hafist handa við að valdefla borgarbúa með því að festa umboðsmann borgarbúa í sessi, styrkja lýðræðistól eins og Betri Reykjavík og Hverfið mitt, opna bókhald borgarinnar og stofna rafræna þjónustumiðstöð. Þar að auki höfum við tekið frumkvæði að nýjum stefnum borgarinnar og með nýrri upplýsingastefnu, þjónustustefnu og lýðræðisstefnu höfum við lagt grunn að stórum og mikilvægum breytingum, jafnvel umbyltingu, í þjónustu borgarinnar. Þessar stefnur ásamt endurgerð þjónustuferla og rafvæðingu stjórnsýslunnar sem við höfum lagt grunn að, munu stytta boðleiðir, einfalda kerfin og bæta þjónustu við borgarbúa svo um munar. Við Píratar viljum raunverulegar lausnir til lengri tíma, ekki plástrapólitík til fjögurra ára. Við gætum almannahags og það er gríðarlega frelsandi í pólitík. Við viljum samfélag sem er gott að búa í og þar sem allir fá að njóta sín. Við viljum langtímahugsun og fagleg og traust vinnubrögð og gera hlutina vel frá byrjun frekar en að hlaupa af stað og framkvæma strax til að skrapa saman einhver atkvæði. Við stöndum fyrir nýrri sýn á pólitík. Þar sem stjórnmálin þjóna fólkinu. Þetta er róttækt á Íslandi, á litlu landi þar sem stjórnmálin hafa verið mikið til notuð til þess að færa vald frá almenningi til lítillar elítu sem svo handlangar góss og völd til vina og vandamanna. Við Píratar sækjumst eftir valdi til þess að dreifa því. Við viljum gagnsæi svo þú getir sjálf athugað í hvað peningarnir fara og hvernig ákvarðanir eru teknar. Við viljum traust og fagleg kerfi sem koma í veg fyrir spillingu. Þangað bíður okkar löng leið. En við höldum ótrauð áfram og gefumst aldrei upp. Ekkert rugl á okkar vakt. Setjum X við P.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun