Öllum hollt að láta sér leiðast Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 26. maí 2018 08:15 Ýmsir sérfræðingar halda því fram að það sé hollt fyrir börn að þeim leiðist stundum. Vísir/Getty Margir foreldrar vilja halda krökkunum sínum uppteknum í sumarfríinu, bæði af því að þeir vilja að börnin nýti frítímann í eitthvað uppbyggilegt og vegna þess að þeir vilja ekki að börnin séu eftirlitslaus og í reiðileysi langtímum saman. En barnasálfræðingar og aðrir sérfræðingar í þroska barna benda á að það sé líka mikilvægt að leyfa börnum að leiðast og að hver einasta stund sé ekki skipulögð af einhverjum öðrum, því þá læra börnin ekki að hafa ofan af fyrir sér og fá ekki tíma til að uppgötva hvað það er sem þau hafa mestan áhuga á.Finni eigin áhugamál „Þegar maður er fullorðinn þarf maður að finna sér hluti til að gera og fylla upp í frítíma sinn á ánægjulegan hátt,“ segir Lyn Fry, barnasálfræðingur sem starfar í London og sérhæfir sig í menntun. „Ef foreldrar fylla upp í hverja einustu stund hjá barninu lærir það aldrei að gera það sjálft.“ Lyn Fry er ekki sú eina sem hefur bent á þetta og kosti þess að leiðast. Rannsóknir hafa sýnt að það örvi sköpunargáfuna að leiðast og dr. Teresa Belton, sem hefur rannsakað tengslin milli þess að leiðast og ímyndunarafls, segir að það að leiðast sé nauðsynlegt til að þróa „innri örvun“, sem bæti sköpunargáfu. Árið 1993 benti sálfræðingurinn Adam Phillips á að það geti gagnast þroska barna að þola það að leiðast. Hann segir að þegar manni leiðist gefist tími til að íhuga lífið, í stað þess að flýta sér í gegnum það. Hann sagði meira að segja að það væri kúgun frá fullorðnum að ætlast til að börn hefðu áhuga á hinu og þessu, í stað þess að leyfa þeim að finna út hvað þeim finnst áhugavert sjálf.Það er ekki endilega hollt að rétta ungum börnum snjalltæki til að hafa ofan af fyrir þeim.Vísir/gettyGott að gera lista yfir það sem barnið vill Fry leggur til að í byrjun sumarfrísins setjist foreldrar niður með börnum sem eru fjögurra ára og eldri og saman geri þau lista yfir allt sem börnin gætu haft gaman af að gera í fríinu. Þetta geta verið einfaldir hlutir, eins og að spila á spil, lesa bók eða fara út að hjóla. En þetta geta líka verið flóknari verkefni, eins og að elda fínan mat, setja upp leikrit eða æfa sig í einhverju áhugamáli. Ef barnið kemur svo til foreldra sinna yfir sumarið og kvartar yfir að sér leiðist, þá er hægt að vísa því á listann og þá verður það að finna sér eitthvað að gera sjálft. Að sjálfsögðu eru góðar líkur á að börnin endi með að slæpast og leiðast, en það er líka mikilvægt að leyfa því að gerast og rétta þeim til dæmis ekki bara spjaldtölvu umsvifalaust. Þá læra þau aldrei að hafa ofan af fyrir sér án tölvunnar og geta orðið háð henni. Þurfa að þola leiðindi Sama kenning var lögð fram í bókinni „Að höndla hamingju“, eftir Bertrand Russell, sem kom út árið 1930. Þar er heill kafli um mögulega gagnsemi þess að leiðast. Russell hélt því fram að ímyndunarafl og hæfni til að þola það að leiðast sé eitthvað sem við þurfum að læra sem börn. Hann skrifaði: „Barn þroskast best þegar það, ein og ung planta, er látið afskiptalaust í sama jarðvegi. Of mikil ferðalög og of fjölbreyttar upplifanir eru ekki hollar fyrir ungmenni og valda því að þegar þau vaxa úr grasi geta þau ekki þolað frjósama einhæfni.“ Þannig að þótt það sé að sjálfsögðu frábært að börnin læri ýmsa gagnlega hluti og fái alls kyns nýjar upplifanir er líka mikilvægt að leyfa börnum að eiga nægan dauðan tíma, svo þau geti lært að þola það að leiðast, að finna sér verkefni og hafa ofan af fyrir sér. Nú þegar internetið og tölvur eru alls staðar er þetta kannski mikilvægara en nokkru sinni áður, því við viljum ekki að börn þoli ekki að láta sér leiðast, séu háð afþreyingu og netinu og haldi ekki athygli nema í örfáar sekúndur í einu ef hlutirnir eru ekki umsvifalaust grípandi. Það hefur ekki góðar afleiðingar. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Margir foreldrar vilja halda krökkunum sínum uppteknum í sumarfríinu, bæði af því að þeir vilja að börnin nýti frítímann í eitthvað uppbyggilegt og vegna þess að þeir vilja ekki að börnin séu eftirlitslaus og í reiðileysi langtímum saman. En barnasálfræðingar og aðrir sérfræðingar í þroska barna benda á að það sé líka mikilvægt að leyfa börnum að leiðast og að hver einasta stund sé ekki skipulögð af einhverjum öðrum, því þá læra börnin ekki að hafa ofan af fyrir sér og fá ekki tíma til að uppgötva hvað það er sem þau hafa mestan áhuga á.Finni eigin áhugamál „Þegar maður er fullorðinn þarf maður að finna sér hluti til að gera og fylla upp í frítíma sinn á ánægjulegan hátt,“ segir Lyn Fry, barnasálfræðingur sem starfar í London og sérhæfir sig í menntun. „Ef foreldrar fylla upp í hverja einustu stund hjá barninu lærir það aldrei að gera það sjálft.“ Lyn Fry er ekki sú eina sem hefur bent á þetta og kosti þess að leiðast. Rannsóknir hafa sýnt að það örvi sköpunargáfuna að leiðast og dr. Teresa Belton, sem hefur rannsakað tengslin milli þess að leiðast og ímyndunarafls, segir að það að leiðast sé nauðsynlegt til að þróa „innri örvun“, sem bæti sköpunargáfu. Árið 1993 benti sálfræðingurinn Adam Phillips á að það geti gagnast þroska barna að þola það að leiðast. Hann segir að þegar manni leiðist gefist tími til að íhuga lífið, í stað þess að flýta sér í gegnum það. Hann sagði meira að segja að það væri kúgun frá fullorðnum að ætlast til að börn hefðu áhuga á hinu og þessu, í stað þess að leyfa þeim að finna út hvað þeim finnst áhugavert sjálf.Það er ekki endilega hollt að rétta ungum börnum snjalltæki til að hafa ofan af fyrir þeim.Vísir/gettyGott að gera lista yfir það sem barnið vill Fry leggur til að í byrjun sumarfrísins setjist foreldrar niður með börnum sem eru fjögurra ára og eldri og saman geri þau lista yfir allt sem börnin gætu haft gaman af að gera í fríinu. Þetta geta verið einfaldir hlutir, eins og að spila á spil, lesa bók eða fara út að hjóla. En þetta geta líka verið flóknari verkefni, eins og að elda fínan mat, setja upp leikrit eða æfa sig í einhverju áhugamáli. Ef barnið kemur svo til foreldra sinna yfir sumarið og kvartar yfir að sér leiðist, þá er hægt að vísa því á listann og þá verður það að finna sér eitthvað að gera sjálft. Að sjálfsögðu eru góðar líkur á að börnin endi með að slæpast og leiðast, en það er líka mikilvægt að leyfa því að gerast og rétta þeim til dæmis ekki bara spjaldtölvu umsvifalaust. Þá læra þau aldrei að hafa ofan af fyrir sér án tölvunnar og geta orðið háð henni. Þurfa að þola leiðindi Sama kenning var lögð fram í bókinni „Að höndla hamingju“, eftir Bertrand Russell, sem kom út árið 1930. Þar er heill kafli um mögulega gagnsemi þess að leiðast. Russell hélt því fram að ímyndunarafl og hæfni til að þola það að leiðast sé eitthvað sem við þurfum að læra sem börn. Hann skrifaði: „Barn þroskast best þegar það, ein og ung planta, er látið afskiptalaust í sama jarðvegi. Of mikil ferðalög og of fjölbreyttar upplifanir eru ekki hollar fyrir ungmenni og valda því að þegar þau vaxa úr grasi geta þau ekki þolað frjósama einhæfni.“ Þannig að þótt það sé að sjálfsögðu frábært að börnin læri ýmsa gagnlega hluti og fái alls kyns nýjar upplifanir er líka mikilvægt að leyfa börnum að eiga nægan dauðan tíma, svo þau geti lært að þola það að leiðast, að finna sér verkefni og hafa ofan af fyrir sér. Nú þegar internetið og tölvur eru alls staðar er þetta kannski mikilvægara en nokkru sinni áður, því við viljum ekki að börn þoli ekki að láta sér leiðast, séu háð afþreyingu og netinu og haldi ekki athygli nema í örfáar sekúndur í einu ef hlutirnir eru ekki umsvifalaust grípandi. Það hefur ekki góðar afleiðingar.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira