Innlent

Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Álitsgjafar Vísis höfðu áður spáð því að kosningaþátttaka í ár verði í sögulegu lágmarki.
Álitsgjafar Vísis höfðu áður spáð því að kosningaþátttaka í ár verði í sögulegu lágmarki. visir/stefán
Kjörsókn var misjöfn í stærstu sveitarfélögum landsins klukkan 13 í dag. Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað.

Í Reykjavík var kjörsókn 13,1% og hefur því aukist miðað við sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum en þá var kjörsókn 12,09%.

Í Kópavogi höfðu höfðu 2.906 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað klukkan 13 og kjörsókn því 11,3%. Kjörsókn var 11,4% á sama tíma í fyrra og stendur því u.þ.b. í stað milli ára.

Á Akureyri var kjörsókn 14.89% klukkan 13 en fyrir fjórum árum síðan var kosningaþátttaka 14,54% á sama tíma.

Í Hafnarfirði höfðu 2194 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað klukkan 13 og kjörsókn 10,56% en var 13,5% á sama tíma árið 2014.

Í Reykjanesbæ var kjörsókn 8,88% klukkan 13 en var 11,91% á sama tíma fyrir fjórum árum. 

Spár um kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum 2018 höfðu margar gert ráð fyrir að hún yrði lakari en í kosningunum árið 2014. 

„Ég óttast að kjörsókn verði í sögulegu lágmarki. Og það verður ekki við veður, úrslitaleik Meistaradeildarinnar eða allar útskriftarveislurnar að sakast,“ sagði Kristján Hjálmarsson fyrrverandi fréttastjóri Fréttablaðsins og Vísis, í samtali við blaðamann í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×