Fótbolti

Klopp tók lagið með stuðningmönnum klukkan sex um morguninn

Einar Sigurvinsson skrifar
Jurgen Klopp er maður fólksins í Liverpool.
Jurgen Klopp er maður fólksins í Liverpool. getty
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tók lagið með stuðningsmönnum liðsins klukkan sex um morguninn í Kænugarði. Ólíklegt er að Klopp hafi sofið mikið eftir tap sinna manna gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar, því hann var mættur á meðal fólksins, átta tímum eftir að leiknum lauk.

Meðal þess sem Klopp söng um með stuðningsmönnunum var að Madrid hafi haft heppnina með sér og að Liverpool verði einfaldlega að halda áfram að vera kúl, en það rímar við Liverpool.

Ásamt Klopp og stuðningsmönnunum tók Peter Krawietz, annar aðstoðarþjálfari Liverpool, þátt í söngnum.

Til þess að gera þetta atvik enn furðulegra þá heldur Jurgen Klopp á ljósmynd af Alex Oxlade-Chamberlain, en hann var ekki í leikmannahópi Liverpool vegna meiðsla.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×