Klósettkrísa í Grímsey Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2018 13:09 Íbúar í Grímsey vilja úrbætur á salernismálum. visir.is/pjetur sigurðsson Íbúar í Grímsey eiga von á fjörutíu skemmtiferðaskipum í sumar en eins og staðan hefur verið er aðeins ein salernisaðstaða í boði fyrir ferðalanga. Jóhannes Gísli Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segist vera vongóður um að Akureyrarbær geri úrbætur á salernismálum fyrir sumarið. Vikudagur sagði fyrst frá þessu. Í fundargerð hverfisráðs Grímseyjar er farið þess á leit við Akureyrarbæ að gerðar verði úrbætur á salernismálum: „Nú í ár koma hátt í 40 skemmtiferðaskip til Grímseyjar auk allra ferðamanna sem koma með ferju eða flugi. Það er brýn nauðsyn að bæta hérna salernismál. Fyrir er eitt klósett í Galleríinu. Galleríið er pínulítið og getur ekki tekið á móti mörgum í einu og er þetta mikið álag á húsnæðið. Einnig eru tvö klósett og finnst okkur ekki hægt að bjóða eigandanum upp á það að beina þeim ferðamönnum þangað sem ekki eru viðskiptavinir staðarins,“ segir í fundargerð. Í samtali við Vísi segir Jóhannes Gísli að þetta standi allt vonandi til bóta. Aukinn ferðamannastraumur sé nýr veruleiki fyrir íbúa í Grímsey. „Síðastliðin tvö ár hefur ferðamönnum fjölgað og hefur þetta aldrei verið eins mikið og núna.“Úrbætur í tæka tíðJóhannes segir samstarfið við Akureyrarbæ heilt yfir hafa verið gott en það sé engu að síður brýnt að setja salernismálin í forgang. „Við vildum vekja athygli á þessu við þau [bæjarstjórn Akureyrar], svo þessi mál verði komin í lag með sumrinu og svo það sé ekki farið of seint af stað.“ Umræða um skort á salernisaðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum komst í hámæli síðasta sumar þegar skilti, sem banna fólki að ganga örna sinna, voru sett upp víða um landið. Sameining Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps var samþykkt á vormánuðum 2009. Hvernig standa málin eftir sameiningu?„Það er ekki undan neinu að kvarta, það er verið að laga ýmsa hluti. Það er margt sem mætti betur fara en það er líka búið að gera margt. Þetta er vonandi í ferli og leysist vonandi nú í byrjun sumar,“ segir Jóhannes Gísli. Ferðamennska á Íslandi Grímsey Tengdar fréttir Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Ísfirðingar eru ekki sammála um ágæti stóraukins fjölda ferðamanna með tíðari komum skemmtiferðaskipa. Skipafjöldinn tvöfaldaðist á þremur árum. Sumir segjast til sýnis eins og í Disneylandi. 29. janúar 2018 06:00 Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. 27. febrúar 2018 22:26 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Íbúar í Grímsey eiga von á fjörutíu skemmtiferðaskipum í sumar en eins og staðan hefur verið er aðeins ein salernisaðstaða í boði fyrir ferðalanga. Jóhannes Gísli Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segist vera vongóður um að Akureyrarbær geri úrbætur á salernismálum fyrir sumarið. Vikudagur sagði fyrst frá þessu. Í fundargerð hverfisráðs Grímseyjar er farið þess á leit við Akureyrarbæ að gerðar verði úrbætur á salernismálum: „Nú í ár koma hátt í 40 skemmtiferðaskip til Grímseyjar auk allra ferðamanna sem koma með ferju eða flugi. Það er brýn nauðsyn að bæta hérna salernismál. Fyrir er eitt klósett í Galleríinu. Galleríið er pínulítið og getur ekki tekið á móti mörgum í einu og er þetta mikið álag á húsnæðið. Einnig eru tvö klósett og finnst okkur ekki hægt að bjóða eigandanum upp á það að beina þeim ferðamönnum þangað sem ekki eru viðskiptavinir staðarins,“ segir í fundargerð. Í samtali við Vísi segir Jóhannes Gísli að þetta standi allt vonandi til bóta. Aukinn ferðamannastraumur sé nýr veruleiki fyrir íbúa í Grímsey. „Síðastliðin tvö ár hefur ferðamönnum fjölgað og hefur þetta aldrei verið eins mikið og núna.“Úrbætur í tæka tíðJóhannes segir samstarfið við Akureyrarbæ heilt yfir hafa verið gott en það sé engu að síður brýnt að setja salernismálin í forgang. „Við vildum vekja athygli á þessu við þau [bæjarstjórn Akureyrar], svo þessi mál verði komin í lag með sumrinu og svo það sé ekki farið of seint af stað.“ Umræða um skort á salernisaðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum komst í hámæli síðasta sumar þegar skilti, sem banna fólki að ganga örna sinna, voru sett upp víða um landið. Sameining Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps var samþykkt á vormánuðum 2009. Hvernig standa málin eftir sameiningu?„Það er ekki undan neinu að kvarta, það er verið að laga ýmsa hluti. Það er margt sem mætti betur fara en það er líka búið að gera margt. Þetta er vonandi í ferli og leysist vonandi nú í byrjun sumar,“ segir Jóhannes Gísli.
Ferðamennska á Íslandi Grímsey Tengdar fréttir Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Ísfirðingar eru ekki sammála um ágæti stóraukins fjölda ferðamanna með tíðari komum skemmtiferðaskipa. Skipafjöldinn tvöfaldaðist á þremur árum. Sumir segjast til sýnis eins og í Disneylandi. 29. janúar 2018 06:00 Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. 27. febrúar 2018 22:26 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Ísfirðingar eru ekki sammála um ágæti stóraukins fjölda ferðamanna með tíðari komum skemmtiferðaskipa. Skipafjöldinn tvöfaldaðist á þremur árum. Sumir segjast til sýnis eins og í Disneylandi. 29. janúar 2018 06:00
Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. 27. febrúar 2018 22:26
Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40